Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 9

Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 9
SUMARG1ÖFIN 9 Að kveðast á. Oft hefi jeg heyrt því fleygt, að æskulýður sá, er nú vex upp í kaupstöðum vorum, kunni ekki eins mikið af ljóðum eða stökum og unglingar fyrrum í sveit. Þetta er ilt ef satt 'er, því að fákunnátta í ljóðum kemur af því, að menn lesa þau lítt eða ekki. En eng- inn verður vel að sjer í móðurmáli sínu nema hann lesi mikið kveðskap, og ljóð eru meðal annars fyrir þá sök nauðsynleg til mentunar, að þau segja oft mikla hugsun í stuttu og fáguðu máli og heimta rneiri and- lega áreynslu en laust mál. Nóg verður af lausalopanum þó að ljóðalestur falli ekki niður, og því verður að gera það sem hægt er til að glæða áhuga barna og unglinga á kveðskapnum. Eitt af því sem mjög studdi að því, að unglingar í sveit lærðu fjölda vísna, var kveð- skapar kappið. ]eg man það frá æskuárum mínum, að við krakkar kváðumst á öllum stundum, er við rnáttum því við koma. Það var alt af »skandering«, því að »sópur« þótti okkur of lítilfjörleg íþrótt. Svo mikið var kappið, að við tókum hverjar rímur og hverja ljóðabók, er við náðum í, til að leita þar uppi og læra vísur, sjerstaklega þær er byrj- uðu á stöfum, er oft þurfti til að taka og því gengu fyrst til þurðar, er kveðist var á. A slíkri leit kyntumst við mörgu og lásum, er við að öðrum kosti mundum ekki hafa gefið gaum. Jeg geri nú ráð fyrir, að eðli kaupstaðar- barna sje eitthvað svipað og sveitabarnanna, svo að kveðskaparkapp mundi engu síður vera þeim að skapi, ef þeim væri komið á lagið. Þetta finst mjer skólarnir ættu að reyna og sjá hvernig fer. Tilraunina mætti gera með þeim hætti, að íslenskukennarar barnaskólanna verðu t. d. 5 mínútum viku hverja allan veturinn til að láta börnin kveðast á (skanderast). Fyrst væri börnunum í hverjum bekk skift með hlutkesti í tvo jafna flokka, er kvæðust á í 5 mín. svo ótt og títt sem þeir gætu. Síðan yrði hvorum þessara flokka skift í tvo, með sama hætti, og svona koll af kolli, uns ekki yrði nema 1 í flokki. Gerum ráð fyrir, að 32 væru í bekk. 1 skifti yrðu 16 í flokki 2 — _ 8 - — 4 — — 4 - - 8 — — 2 - — 16 — — 1 - — Ekkert barn gæti þá komist undan því að læra vísur og kveðast á og börnin yrðu að auka vísnaforða sinn að sama skapi og fækkaði í flokkunum. Við og við mætti svo hafa kveðskapar- kapp milli tveggja eða fleiri bekkja, með völdum mönnum úr hverjum bekk, og veita þá nægan tíma til að reyna til þrautar. Loks gæti orðið kapp fyrir allan skólann og yrði sá »kvæðakóngur«, er sigur fengi. Guðin. Finnbogason. Gleðin. Gestur eineygði, sem margir kannast við, ferðaðist um fjölda mörg ár um alt land. Hann átti engan samastað og hafði enga eirð eftir það sem á undan var gengið. Fyrst á efri árum, þegar hann var farinn að eldast og lýjast, staðnæmdist hann um nokk- ur ár í afdal einum langt upp undir heiði. Því hafði hann kosið sjer þennan stað öðr- um fremur, að staðurinn var afskektur rnjög og náttúrufegurðin afar hrífandi. Vegur lá að vísu upp dalinn og yfir heiðina, sem kofi Gests lá undir, en kofinn var falinn bak við klettasnös og sást því ekki frá veginum. Víð- sýni var fagurt af heiðinni og sást þaðan jafnvel út á sjó, en vetrarríki var í meira

x

Sumargjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.