Sumargjöfin - 23.04.1925, Side 10

Sumargjöfin - 23.04.1925, Side 10
10 SUMARGJO F I N lagi og nærlendis bar ekkert annað fyrir augað á vetrum en bláhvítan snjóinn. Kofinn, sem Gestur hafði bygt, stóð í svolitlum hvammi og var þar yndislegt á sumrin, þegar grænka tók, en mestur gróður- inn var þó lyng: bláberjalyng, krækiberjalyng og hrútaberjalyng. A heiðinni voru fjallagrös og önnur grös, sem góð eru til lækninga og notuð voru töluvert hjer á landi áður fyr, þar sem fátt var um lækna, og alþýðan varð að hjálpa sjer eftir bestu getu. Gestur kunni að nota þessi grös og þekti gildi þeirra, enda kom það sjer vel, þegar menn leituðu til hans. Oft fengu þeir lækningu hjá honum bæði við andlegum og líkamlegum veikleikum. Lítill lækur rann eftir hvamminum og hoppaði nokkru neðar út í á, sem rann eftir dalnum. Það var mesta yndi Gests á vorin og sumrin að sitja við lækinn og ýmist hjala við hann eða hlusta á nið hans. Neðar í dalnum bjuggu margir bændur. Gestur var vel þektur, ekki að eins í þessum dal, heldur og miklu víðar, bæði hafði hann farið víða á fyrri tímum og var alstaðar vel látinn sakir visku sinnar og þess, að hann vildi öllum gott vel gera, sem hann hafði nokk- ur afskifti af. Þegar þessi saga gerðist, var komið fram á vor, samt var hvítt yfir alt og sá ekki á nema hæstu hnúka. Mikil snjókoma hafði verið um veturinn, sjerstaklega eftir nýj- árið. Gestur var á ferð niður dalinn, á leið sinni mætti hann stúlkubarni. Hún bar lítinn posa í annari hendinni. »Sæl vertu! Hvert ert þú að halda?«, sagði Gestur og leit hýrum augum til telpunnar. »Þú ætlar þó ekki að leggja á heiðina ein?« Telpan stóð við og tók kveðju gamla mannsins. »Nei«, sagði hún, »jeg ætla ekki yfir heiðina, en að eins upp á næsta leiti hjerna við ána. Jeg ætla að gefa fuglunum, sem hljóta að eiga bágt í vetrarhörkunum«. »Hvernig stendur á því, að þú ert að ala fuglana«, spurði Gestur góðlátlega. Telpan hafði aldrei fyr talað við einsetu- manninn, sem bjó undir heiðinni, en hún þekti hann af afspurn og vissi að margir sóktu til hans heilræði og líkn. Hún var þess vegna ekkert feimin við hann en sagði stilt, en þó einarðlega. »Jeg skal segja þjer, að við höfum átt mjög erfitt heima í vetur. Pabbi minn hefir verið að heiman og mamma mín hefir altaf verið veik. Oft hefi jeg beðið til Guðs, að mömmu minni mætti batna og pabbi koma heim aftur. Og svo hefir þetta hvorttveggja ræst. Pabbi minn kom heim í vikunni sem leið og mömmu batnaði. Jeg held að henni hafi batnað, bara af gleði. Nú er alt svo skemtilegt heima, og mig langaði til að sýna hvað mjer þykir vænt um það, en jeg vissi ekki hvernig jeg átti að fara að því, og svo datt mjer í hug, að fuglarnir gætu líka átt bágt, og mig fór að langa til að vera góð við þá og gefa þeim. Heldur þú að það sje nokkuð gagn í þessu? Jeg á við, heldur þú að Guð skilji, að mig langi til að sýna honum gleði mína og þakka honum?« Gestur eineygði horfði á telpuna, svo leit hann hugsandi uppeftir dalnum. »Já! Það held jeg«, sagði hann með alvöru. »Guð skil- ur þig áreiðanlega, barnið mitt. Mennirnir leita Guðs í sorgum sínum, en það er svo sjaldan, að þeir færa honum þakkir í gleði sinni. Gleði mannshjartans er sú stærsta fórn, sem maðurinn getur auðsýnt Guði. Og Guð og hans heilögu englar gleðjast, þegar þú í gleði þinni lætur þig langa til að vera góð við aðrar lifandi verur, og Guð hefir skapað fuglana eins og mennina«. Telpan horfði hugfangin á gamla manninn, en hann hjelt áfram: »Ætíð, þegar þú ert glöð, færir þú Guði þakkir. Þegar þú ert við vinnu þína og vinnur hana með gleði, og eins þegar þú situr heima og gleðst yfir því að pabbi þinn er heinia hjá ykkur og mamma þín frísk. Hvort sem þú ert úti eða inni og ert svo glöð að þig langar til að syngja af gleði, þá færir þú Guði þakkir, en þó sjer-

x

Sumargjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.