Sumargjöfin - 23.04.1925, Side 11
SUMARGJOFIN
11
staklega, þegar þig langar til að gera aðra
glaða, þá syngur þú um leið Guði lof og
dýrð og hann heyrir til þín«. — Barnið spenti
greipar. Hún átti ekki orð til að lýsa undr-
un sinni. Hún hjelt sig vera að dreyma, því að
í sömu svipan fanst henni hún vera umkringd
af yndislegum englum í hvítum klæðum og
með stóra hvíta vængi, þeir sungu og hún
tók undir með þeim; og andlit hennar ljóm-
aði af gleði. —
Eftir nokkra þögn sagði telpan, hægt og
stilt: »Jeg ætla ætíð að vera góð og glöð«.
»Gerðu það«, sagði einsetumaðurinn.
»Vertu glöð. — Gleði mannshjartans leiftr-
ar skærar en nokkur stjarna og angar sæt-
ar en nokkurt blóm«.
Hann kinkaði kolli til telpunnar og hjelt
Ieiðar sinnar niður dalinn glaður í bragði.
Honum fanst hann í dag hafa litið fagra sjón.
Camilla Bjarnavson endursagði.
Barnavinafjelagið Sumargjöf
er eina fjelagið, sem nokkurn tíma hefir verið
stofnað á íslandi með velferð barnanna að
meginmarkmiði. Vms fjelög eiga þakkir skilið
fyrir ágætt starf í þarfir barnanna, svo sem
Kristilegt fjelag ungra manna, Oddfelló-reglan,
Good-Templar-reglan og fleiri, en öll hafa
þau verið stofnuð með annað megintakmark
fyrir augum en velferð barnanna.
Fyrir fjelaginu Sumargjöf vaka margar um-
bætur, sern bráð þörf er á, til þess að upp-
eldisástand vort verði viðunandi og sæmandi
fyrir þjóð vora. A þessu sviði sem öðrum
veldur það miklu, á hverju stigi hugsunar-
háttur alþjóðar er, hve vel hún skilur nú-
tíðarástand sitt, og hve áhugasöm, fórnfús
og ráðsnjöll hún er til breytinga og bóta á
uppeldismeinum sínum.
Mönnum verður að skiljast, [að með þeim
straumhvörfum, sem orðin eru í þjóðlífi voru,
verða og að fylgja straumhvörf í uppeldis-
málum.
Það virðist stappa nærri banatilræði við
íslensku þjóðina, að vilja nú láta hana lifa
við sömu uppeldisástæður og hún bjargaðist
við meðan hávaði fólksins átti heima-á sveita-
bæjum. Eitt sinn þótti það sæmandi, að miklu
af búfje væri hvorki ætlað hús nje hey. Nú
finst mönnum þetta svo mikil þjóðarskömm
og skaði, að það er fyrirdæmt af almenn-
ingsálitinu og löggjöfinni. En hvernig líta
menn nú á þann andlega útigang, sem börn
höfuðstaðarins verða að búa við? 10 ára
barn í Hafnarfirði nýtur kenslu 4 stundir á
dag. 10 ára barn í Reykjavík nýtur kenslu
2 stundir á dag. Ástæðan er sú, að höfuð-
borg vor stendur fótum sínum aftur í úti-
gangsástandinu gamla — þ. e. á ekki skóla-
hús yfir þriðjung þeirra barna, sem henni
ber siðferðileg skylda til að sjá fyrir fræðslu.
Útigangsástandið gamla ljet sig sjaldan án
vitnisburðar. Nokkuð af útigangsfjenu ljet
vanalega lífið, eftir óumræðilegar kvalir. Hift
skreið undan dauðanum sem kallað var. Úti-
gangsástand höfuðborgarinnar ber sjer og
vitni. Barnaafbrot magnast nú svo gífurlega,
að hárin mundu rísa á höfði hvers, sem þekti
ástandið fil hlítar. Hvernig mun stjórnmál-
um, trúmálum, atvinnumálum og öðru farnast
í höndum þeirrar kynslóðar, sem elst upp í
glæpum að meira og minna leyti?
En hver ber nú ábyrgð á barnaglæpum
höfuðborgarinnar? Það er ekki örgrant um,
að börnin sjálf sjeu stundum sökuð um þetta,
en það er ekki sanngjarnara en að saka
jurt, sem alin er í skugga, um það að hún
er gul. Börnin verða eins og umhverfið gerir
þau. Þau verða spegilmynd af því, sem þau
sjá fyrir sjer. Þá eru foreldrarnir sökuð um
þetta. Þau bera auðvitað ábyrgð á börnunum,
og tilfinning fyrir þeirri ábyrgð þarf stórum
að vaxa. Til er það erlendis, að foreldrum
er refsað fyrir afbrot barna sinna, Til eru