Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 12

Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 12
12 SUMARG10FIN þó þeir foreldrar, sem kallast mega ábyrgðar- lausir á þessu sviði. Veldur því stundum með- fætt eðli þeirra, og stundum lífsskilyrðin. Reykjavík er sem sje að taka á sig stór- borgabrag, eins og þær eru á gelgjuskeiði, áður en opinberar ráðstafanir og stofnanir hafa bætt að miklu leyti úr meinum þeim, er sárast kreppa. Hjer er saman komið það besta og jafnframt það versta úr þjóðlífinu. Margir hafa hröklast hingað úr sveitunum, af því að þeir urðu þar undir í lífsbaráttunni vegna meðfædds eðlis. Sumir Reykvíkingar lifa og við þau lífsskilyrði, að þeir geta ekki risið undir þeirri ábyrgð, er uppeldisskyldan leggur þeim á herðar. Til dæmis verður margri móðurinni það, að koma börnunum út á götuna, þegar þau hafa klæðst, og reka þau þangað jafnótt og þau koma inn. Upp- eldishlutskifti þeirra verður útigangur og eftir- litsleysi á forugum og þröngum götum, í illum fjelagsskap, og oft fram eftir nóttu. Margri móðurinni er þetta vorkunn, t. d. ef hún á alt að 10 börnum, er ein um öll heimilisstörf, og hefir til umráða að eins eina eða tvær stofur án flestra þæginda. Það er því augljóst, að ábyrgðin getur ekki að öllu leyti hvílt á foreldrunum, og því síður getur hún hvílt á börnunum. Hún verð- ur að hvíla á borginni í heild, þeim, sem stjórna henni og þeim, sem þá kjósa, og einkum og sjer í lagi á hverjum einstaklingi hennar. Þeim þarf öllum að skiljast hvernig ástandið er. Þeir mega ekki láta blindast svo af vananum að þeir uni því, að vanrækt sje að gera það til uppeldisbóta, sem sjálfsagt er og óumflýjanlegt. Það bæjarfjelag og sú þjóð, sem ekki hefir efni á að ala upp börn sín á sómasamlegan hátt, á engan tilverurjett. Og sú þjóð, sem sker við neglur sjer fje til uppeldismála, sker á sína eigin lífæð. Bráðasta nauðsyn borgarinnar. Sú þörfin, sem einna hæst virðist hrópa til vor í bili, er að komið sje á fót uppeldjs- stofnun eða siðbótarheimili fyrir afvegaleidd börn. Það þarf auðvitað að vera í sveit, og þangað þarf að koma þeim börnum, sem andleg sýkingarhætta stafar af. Má þannig slá tvær flugur í einu höggi, sjá þessum unglingum fyrir hollu umhverfi, og forða æskulýð borgarinnar frá eftirdæmi þeirra. Siðspilling er smitandi, ekki síður en berkla- veiki, og þar þarf engu minni varúðar að gæta. Börnunum í borginni er voði búinn af að umgangast vesalings ógæfubörnin, sem komin eru inn á glæpabraut. Það er glæp- samlegt að láta það viðgangast. Margt gott barn kemst inn á þá braut, af því að ötull foringi, nokkru eldri en það sjálft, hefir leitt það inn á hana. Lítil börn taka fremur eftir nokkru eldri börnum en fullorðnu fólki. Ráðið, sem notað hefir verið hingað til, er sannarlega óyndisúrræði, sem sje að koma barni, sem uppvíst er að glæpum, til ein- hverra og einhverra út um sveitir, og það um stundarsakir. Það er engin trygging til fyrir því, að það verði nokkru betra, er það kemur til baka. Að því leyti er aðferðin ómannúðleg gagnvart börnunum. Hún virðist stefna að því einu, að losna við þau úr borg- inni. Og þar sem þau koma hingað aftur eftir stutta dvöl, er hún ónýtt kák. Eftirlitsleysi og útigangur um nætur, þar sem mikið er um öfluga foringja, sem æfðir eru í allskonar klækjum, virðist næstum því eins öflugur glæpaskóli og hægt er að hugsa sjer. Það, að glæpafjelög barna magnast hjer árlega, ætti að vera nóg til þess, að ýta jafnvel við svefnugustu sálum þessa bæjar, svo að þær sæju, að ekki má fresta því að koma upp siðbótarheimili fyrir óknyttabörn. Börn á götum úti að næturlagi. Sá er einn galli á uppeldisástandi Reykja- víkur, að börn hafast við úti á götum langt fram eftir nóttu. Það lætur að líkindum, hve holt það muni vera andlega og líkamlega. Fátt mun það vera, sem börnum er jafn-

x

Sumargjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.