Sumargjöfin - 23.04.1925, Page 14
14
SUMARG]OFIN
stæðar greinar. Vil jeg þar til nefna húsa-
kynni og háttatíma barna. Skyldi ekki kjallara-
og loftkytrur þær, sem alt of víða eru heim-
kynni margra barna í kaupstöðunum, setja
mark sitt, fyr eða síðar, á æskulýð vorn og
veikla mótstöðuafl hans fyrir ýmsum andleg-
um og líkamlegum meinum? — Og hvernig
er með háttatíma barna, t. d. hjer, í höfuð-
stað Islands?
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Kenn þeim unga þann veg,
sem hann á að ganga.
Atburðir gerast hér öðru hvoru í Reykja- •
vík, sem minna á að uppeldi æskulýðsins er
ekki eins gott og ætti að vera.
Stutt er síðan blöðin skýrðu frá, að
nokkrir unglingar hér í bænum hefðu mynd-
að með sér flokk til að gera spellvirki.
Oft hefir þetta borið við áður, ýmist í
smáum eða stórum stíl, en þó virðist þetta
heldur aukast. Oftast eru það unglingar, sem
hafa verið að verki, þegar gripdeildir hafa
komist upp.
Ekki þarf heldur að fara víða, eða ganga
lengi um götur bæjarins, til að ganga úr
skugga um, að siðferði margra unglinga er
mjög ábótavant.
Þetta er afar ískyggilegt. Og þungt
áhyggjuefni öllum sem vilja vel.
Sýnilegt er, að hér er voði á ferðum. Og
það er deginum ljósara, að duglega þarf að
vinna á móti þessu, ef ekki á að ganga
hröðum skrefum til skrílmensku og spillingar.
]eg veit að nokkuð er unnið, og jeg veit
að til eru menn í þessum bæ, sem mikið
vinna. En nóg er það ekki. Betur má ef
duga skal.
Auðveldara er að stöðva skrið þann, sem
kominn er á niður á við, ef skjótt er aðgert.
Siðspilling lýtur sömu lögum og annað. —
Því lengra sem fellur eykst hraðinn, og því
erfiðara er að stöðva.
Ennþá er Reykvíkingum fært að stöðva
öfugstreymi þetta og sveigja æskulýðinn til
rjettrar stefnu. En til þess þarf samhug og
samvinnu. Flokkadráttur og hjegómagirni má
ekki komast hjer að. — Allir verða að leggja
þessu lið: Landsstjórn, löggjafar, bæjarstjórn,
fjelög og einstaklingar.
Menn verða að festa augun á því, sem
þarf að vinna, en ekki á heiðrinum fyrir að
hafa gert það. Það er mjög algengur breysk-
leiki hjá flokkum og einstaklingum, að vilja
hafa heiðurinn. — En einmitt það er versti
þröskuldurinn fyrir góðum árangri.
Barnauppeldi er ábyrgðarmesta og jafn-
framt vandamesta verk, sem til er. Þó eru
engin lög til, sem heimta kenslu eða próf í
uppeldismálum.
Vitanlega nær það engri átt.
Menn læra og læra og taka próf í alls-
konar fræðum. Það er heimtað eins og
kunnugt er, — en að ala upp börn, það
mega allir, hvort sem þeir geta það eða ekki.
Þó er það þýðingarmesta starfið.
Versti þröskuldurinn í vegi uppeldismál-
anna er vifanlega sá, að rnenn skilja ekki
hversu þýðingarmikið goft uppeldi er fyrir
hvern einstakling og jafnframt þjóðina í heild
sinni. — Ef meiri væri skilningur á því, þá
myndi uppeldisfræði skipa æðsta sæti í skól-
unum.
Vfirleitt leggja skólar vorir meiri áherslu
á aukaatriði þekkingar en aðalatriðin. Aðal-
atriði þekkingar er siðfræði, sem bygð er á
lögum náttúrunnar.
A þeim grundvelli á að semja uppeldis-
fræði og kenna hana svo þannig, að sem
auðveldast sje að koma þekkingunni í fram-
kvæmd í lífinu sjálfu.
Þetta ætti ríkisstjórnin og Alþingi að at-
huga. Það er hagkvæmari leið, en að láta alt