Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 15

Sumargjöfin - 23.04.1925, Síða 15
SUMARG7ÖF1N 15 reka á reiðanum, þangað til glæpir og spell- virki vaxa yfirvöldunum yfir höfuð. — Því þegar ódáðaverk fara að verða daglegir við- burðir, sljógast rjettlætistilfinning almennings og yfirvalda, og menn athuga ekki hvað er að gerast. Með uppeldinu er grunnurinn lagður undir framtíð þjóðarinnar. Sá grunnur verður að vera traustur, annars fer illa. Starfsviðin eru mörg og margt þarf að gera. — Ahrifin að unglingum berast um þrjár aðal-leiðir. Þær eru: heimilin, skólarnir og hið daglega líf úti og lifnaðarhættir þjóðarinnar. — Alt er þetta samanofið og nátengt hvert öðru. Fyrstu ár æfinnar verða áhrifin frá heimil- unum þyngst á metunum. Abyrgð foreldr- anna og heimilisfólksins er því mikil. Vilji og tilfinningar eru sveigjanlegri á fyrstu árum æfinnar og áhrifanæmleikinn mestur. Miklu varðar því, að rjett stefna sje tekin í fyrstu. »Lengi býr að fyrstu gerð«. Nú er þess ekki að vænta, að þeir sem ala barnið upp, geri hærri kröfur til siðferðis barnsins en svo, að þeir heimti það, sem þeir sjálfir álíta sannast og rjettast. — Að minsta kosti mun þetta reynast svo í framkvæmd. En þá er þess að gæta, að mennirnir standa á þó nokkuð mismunandi háu þroska- stigi í siðferði. Það er þess vegna nauðsynlegt, að hinir fullorðnu þroski sjálfa sig í siðferði jafnframt því, sem þeir ala upp börnin. Eftirkomandi kynslóð á að vera betri en hin, sem ól hana af sjer. Munið að segja barninu ekki annað en það, sem þjer vitið sannast og rjettast. Látið barnið ekki sjá, að þjer gerið sjálf það sem þér hafið sagt því að væri ljótt eða rangt. Börn hugsa oft rökrjett. Mörg börn hafa mjög næma rjettlætistilfinningu. Þjer megið ekki misbjóða henni. Þá beinlínis dragið þjer barnið niður, í stað þess að lyfta því upp. Þá missið þjer virðingu barnsins og það hættir að hlýða yður. En hlýðni verðið þjer að heimta af barn- inu, en látið það jafnframt skilja, að því sje það fyrir bestu sjálfu. Ef þjer viljið að börnin yðar verði að nýt- um og góðum mönnum, þá látið þau sjá sem flest fagurt og gott, en sem fæst af ljótu og illu. Sumir hyggja, að hið illa sje nauðsynlegt — til viðvörunar. En það er háskalegur misskilningur. Börnin læra það, sem þau heyra og sjá, en ekki það, sem þau heyra og sjá ekki. Ef þjer viljið að börnin tali fagurt mál, þá er eina ráðið að tala fagurt mál við þau. Skrift er ekki kend með því að setja ljóta skrift fyrir barnið — til viðvörunar! Ekki væri það heppileg aðferð við reikn- ingskenslu, að setja fyrir barnið vitlausar töflur og uppsetningu á reikningsdæmum, eða landafræði með ramvitlausum landabrjef- um. Nei, þjer fáið barninu fagra skrift, rjettar reikningsaðferðir og rjett landabrjef. Það er eina ráðið. Alveg hið sama er að segja um siðferðið. Fagrar fyrirmyndir eru máttugar í uppeldi barna. En því er ver, að þetta er ekki athugað. Börnin eru látin sjá alt annað en þau eiga að sjá. Þjer megið ekki láta börn yðar læra að gera ódáðaverk, með því að leyfa þeim að lesa siðspillandi-rómana, þó að þeir »fari vel« sem kallað er. Hjer er fult af þessum óþverra. Sögur þessar eru samdar og gefnar út, til að kitla grófustu tilfinningar óþroskaðra les- enda, því þetta reynist arðvænlegt til fjárafla. Sama er að segja um sumar kvikmyndir. ]eg á ekki við þær myndir, sem sjerstaklega eru ætlaðar börnum og valdar úr fyrir þau. En þegar þau stálpast og fara að hafa aura í vasanum, þá fara þau á Bio eins og þeir fullorðnu. Sumar kvikmyndir veita nákvæma tilsögn í ýmsum glæpum. Hafi áhorfandinn nokkra hneigð til hinna sömu verka, sem hann sjer á myndinni, þá er tæpast hægt að gera honum verra, en að sýna honum slíka

x

Sumargjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.