Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 21.04.1935, Blaðsíða 2
2 D V Ö L 21. apríl 1935 Kýmnisögur G r e i f i n n (drembilega): Ég skil ekki, hvað kemur yður, sem eruð aðalborin, til þess að trúlof- ast borgaralegum manni — nafnlausum manni. H ú n: Ég vil heldur eiga nafn- lausan mann en nafn, sem enginn m a ð u r fylgir. A: Ég mætti hérna úti manni, sem er nákvæmlega eins og þú. B: Ég vona að þú hafir ekki borgað honum tíkallinn, sem þú skuldar mér. Nýtrúlofuð stúlka: Þú kyssir eins og þú værir vanur því. Unnustinn: Hvernig getur þú dæmt um það, góða mín? Olsen: Ég heyri sagt .að þú sért að byggja nýtt hús. Petersen: Já — hefirðu nokk- urntíma heyrt um að menn byggðu gömul hús? A. : Rífst þú aldrei við konuna þína? B. : Nei, það geri ég aldrei. A. : Eruð þið þá alltaf á sama máli. B. : Nei, það erum við ekki, en ég segi henni aldrei frá því. Kennarinn: Iívers vegna áttu að ganga í skóla, Óli minn? Óli: Ja — það skil ég ekki. Dóttirin: Á ég að fara í regnkápu og fara með bréfið í pósthúsið? Móðirin: Nei, það er ekki hundi út sigandi í þetta veður. Bíddu eftir honum pabba þínum! hann getur farið með það. Hú n: Mér er það vel ljóst, hvern heiður þér gerið mér með bónorði yðar. En mér óviðráðanlegar kring- umstæður neyða mig til þess að segja nei. Hann: Hvaða kringumstæður eru það? Hún: Yðar kringumstæður. H a n n: Trúlofunarhringurinn þinn hefir kostað mig 300 krónur. Hún: Það eru smámuuir á móti því, sem hann á eftir að kosta Þig- Kennslukonan: Hvað sjáum við uppi yfir okkur, þegar sólskin er? L í s a 1 i 11 a; Heiðbláan himin- inn. Kennslukonan: Alveg rétt! Og þegar rigning er? L í s a 1 i 11 a: Regnhlíf. K on a n: Veizt þú, hvernigstend- ur á öllum tómu flöskunum hérna niðri í kjallaranum? Maðurinn: Nei, það er inér alveg óskiljalegt. Ég hefi aldrei á æfinni keypt tómar flöskur. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.