Dvöl - 01.12.1935, Síða 11
1. desember 1935
D V Ö I.
11
Leiðangur Tsjeijuskin
Eftir Jón Eyþórsson
Á 16. öldinni, þegar Spánverj-
ar voru að brjóta undir sig Suð-
ur-Ameríku og Portúgalsmenn
höfðu fundið sjóleiðina um
Góðrarvonarhöfða til Indlands,
streymdu auðæfi til þessara þjóða
frá nýlendunum, svo þær gerðust
voldugar og gátu setið yfir hlut
annarra þjóða hér í álfu og lokað
þær að miklu leyti úti frá sigling-
um til þessara Gósenlanda.
Af þessu leiddi að Englending-
ar og Iíollendingar fóru að gera
tilraunir til að komast Ishafs-
leiðina til Austurlanda, annað-
hvort austur um Asíu eða vestur
um Ameríku. Landfræðingar
héldu því fram um þessar mund-
ir, að hægt myndi að sigla þá
leið tálmunarlítið á 6 vikum.
Um 1550 gerðu Englendingar
út þrjú skip til þess að sigla NA-
15. Meðal annars fást á slíkum
stöðum böð, sem eiga að vera
jafngóð böðunum í Manheim í
Þýzkalandi, leðjuböð, eins og þau
sem fræg eru víða í Tékkoslovakíu
og meðal annars tréböð, en það
er sæti, sem gert er úr tréefni,
sem soðið hefir verið lengi. Er
það einn af mörgum læknisdóm-
um við gigtveiki.
I næsta kafla verður sagt frá
daglegu lífi á Miðheiði. J. J.
leiðina. Eitt þeirra komst til
Hvítahafsins, en hin tvö strönd-
uðu á Kólaskaganum og fórst öll
áhöfn þeirra. Ferð þess skipsins,
sem komst af, varð upphaf að
verzlunarviðskiptum Englendinga
við Rússland.
Um 1600 gerðu Hollendingar út
leiðangur í norðurhöf undir for-
ustu Barentz. Höfðu þeir vetrar-
setu á Nova-Semlja, en voru illa
haldnir af skyrbjúg og kulda. Á
heimleiðinni andaðist Barentz, en
við hann er síðan kennt hafið
milli Svalbarða og Nova Semlja,
Barentzhafið.
Af sama toga voru spunnar
ýmsar ferðir til íshafsins vestan
Grænlands og norðan Ameríku.
Má þar aðeins nefna John Davis,
sem Davissund er kennt við. Eitt
skip hans kom við hér á landi
1586. Henry Hudson er fann
Iludsonflóa kom einnig hingað
til lands 1610 og þannig mætti
lengi telja, en frá því verður nú
horfið.
Veldi Spánverja og Portugals-
manna tók brátt að hnigna, svo
aðrar Evrópuþjóðir náðu einnig
fótfestu í hinum nýja heimi og
eignuðust þar nýlendur. Við það
þvarr áhugi þeirra fyrir sigling-
um til norðlægra hafa, enda leið
langur tími, sem lítið var gert
að þeim. I byrjun 18. aldar gerði