Dvöl - 01.12.1935, Blaðsíða 14
14
D V
O L
1. desember 1935
aðeins 25 ára gamall. Árið 1919
gekk hann í Kommúnistaflokkinn
og hefir síðan gegnt margskonar
vandasömum trúnaðarstörfum fyr-
ir ráðstjórnina. Meðal annars var
hann um eitt skeið forstöðumaður
bókaforlags ríkisins. Síðan 1928
hefir hann eingöngu gefið sig að
íshafsraniisóknum.
Eftir myndum að dæma, er
Smidt óvenjulega fríður maður
sýnum og höfðinglegur.
Árið 1929 var Smidt gerður að
forstöðumanni á íshafs-rannsókna-
stofnun Sovétbandaríkjanna og
stjómar síðan vísindalegum og
hagnýtum framkvæmdum þeirra
í Norðurvegi.
Takmark þessara rannsókna er
fyrst og fremst, að finna færustu
siglingaleiðina frá Hvítahafinu til
Beringssunds, skipuleggja sam-
göngur á þeirri leið og gera þær
svo öruggar og hættulitlar, sem
unnt er.
Að þessu virðist Smidt hafa
unnið bæði af kappi og forsjá.
Fyrst stofnar hann veðurskeyta-
stöðvar meðfram leiðinni, kannar
og kortleggur lítt þekktar íshafs-
eyjar og kemur upp kola- og mat-
væla forðabúrum. ísbrjóturinn
Sibirjakow lagði af stað frá Arch-
angelsk við Hvítahafið 28. júlí
1932. Gekk allt vel fyrst í stað og
sóttist ferðin greiðlega austur
með Sibiríuströndum. Þegar nálg-
aðist Beringssundið, lenti skipið í
miklum ís og brotnaði skrúfan.
Til þess að koma nýrri skrúfu á,
varð að færa allan vaming, þar á
meðal 400 smál. af kolum, fram á
skipið og þyngja stefnið niður, svo
skuturinn kæmi upp úr sjó. En
rétt á eftir brotnaði skrúfuásinn
og varð þá ekki við gert. Var
skipið ósjálfbjarga og barst með
ísnum í nokkra daga, en loks
tókst skipshöfninni með miklu
harðfylgi að höggva og sprengja
því leið út úr versta ísnum og
koma upp seglabúnaði.
1. okt. sigldi loks ísbrjóturinn
fyrir austurodda Sibiriu og hafði
þar með lokið ferð sinni um NA-
leiðina á tveimur mánuðum. Telja
Rússar þessa ferð að vissu leyti
árangurinn af undirbúningsstarfi
vísindamanna sinna á undangengn-
um 15 árum.
Sumarið 1933 hefja Russar sigl-
ingar í Norðurveg í stærri stíl en
nokkru sinni fyrr. Til Karahafsins
austan NoVja-Semlja sigla 35
skip í fylgd með ísbrjótum. Ann-
ar floti siglir í kjölfar ísbrjóts-
ins Krassin austur um Tsjeljuskin
höfða til Lenuósa. •
Þessir leiðangrar eru taldir
fyllilega undirbúnir og öruggt um
afkomu þeirra.
Meiri óvissa er um nýbyggða
skipið Tsjeljuskin, sem á að
freista þess að fara í spor Sibirja-
kow og sigla NA-leiðina alla á einu
sumri, undir forustu Ottó Smidt.
En Tsjeljuskin er ekki byggður
sem ísbrjótur. Hann er aðeins
sterkbyggt flutningaskip, sem á
að gera fyrstu tilraun til hagnýtra