Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1945, Síða 6

Skutull - 12.05.1945, Síða 6
I 88 S K U T U L L Gróttu-hneykslið, Björgvin og ihaldið. Skipið var ofhlaðið. Fiskinum var hent í sjóinn að kröfn Björgvins sjálfs, segir Stefán Bjarnason hleðslnstjóri. Þá er ennfremur upplýst, að skipið hefir áður verið ofhlaðið og neytt til að kasta fiski við Vest- mannaeyjar. 1 þriðja lagi er upplýst, að Björgvin Bjarnason hefir lengi trássast við að setja hleðslumerki á Gróttu, og hefir Grótta því verið hleðslumerkjalaus í sigling- um milli landa, allt þar til um daginn, er strangar fyrirskipanir komu um það, að skipið fengi ekki að sigla, nema hleðslumerkin yrðu tafarlaust á það sett. Var Stetfáni Bjarnasyni falið að sjá um framkvæmd verks- ins, og var því ætlun Björgvins að sýna strax í fyrstu ferð skipsins, að þessi ráðstöfun breytti í engu hleðslu þess og yrði að engu höfð. framkvæmd fiskköstunarinnar um- i-æddu. Hér hefir þá verið svarað öllum aðalatriðum greinar þeirrar, sem Björgvin Bjarnason setti saman til að dubba upp á heiður sinn og mannorð, en þá er eftir að skyggn- ast inn í reykskýin, sem hann þyrlaði upp í kring um sig á und- anhaldinu. 1 reykjarmekkinum vek ég at- hygli á þrennu. 1.) Ærumeiðidgum hans um hinn valinkunna sæmdar- mann, Stefán Bjarnason, 2.) hinni lubbalegu og þrálátu viðleitni Björgvins til að þurka ábyrgðinni af þessu þokkalega máli af sér og á starfsmenn sína og undirmenn. (Kann Ragnar Jóhannsson og fólk hans þessum höfðingja sjálfsagt hinar beztu þakkir fyrir það) — og 3.) brigzl hans í minn garð um alveg óskyld efni. Um það vil ég aðeins segja þetta: Það eru helber ósannindi, að YFIFLtSING. Ct af ummælum hérra Björgvins Bjarnasonar í 10. tölu- blaði Vesturlands vil ég biðja Skutul fyrir eftirfarandi yfir- lýsingu: 1. I þessu umrædda tilfelli aðvaraði ég skipstjórann um að ofhlaða ekki skipið, þó að mér beri engin skylda til af- * skipta af þeim hlutum, fyr en hleðslu er lokið og koma skal til þess að gefa út hleðsluvottorð. En þessari aðvörun minni svaraði Björgvin Bjarnason með því að segja, að skipið yrði hlaðið eins og í það kæinist. 2. Herra Björgvin Bjarnason gerir mér ranglega upp orð viðvíkjandi afstöðu minni til lileðslu skipa, því að vitan- lega er mér ekki unnt að fara um það í starfi mínu eftir neinu öðru en hleðslumerkjareglugerðinni. 3. Grótta var ofhlaðin í þetta sinn, og er það því rett, að ég krafðist þess, er til minna kasta kom um útgáfu hleðslu- vottorðs, að úr skipinu yrðu tekin 8—10 tonn af fiski. 4. Meðan fiskurinn var tekinn úr Gróttu vék ég ekki frá lestarlúgunni nokkurt augnablik. Upp úr lestinni var fiskinum kastað af fjórum mönnum, er borðuðu tveir og tveir til skiptis. Unnu því tveir menn að siaðaldri frátafalaust að þessu vei’ki, þar til ég taldi nóg að gert, en auk j>ess aðstoðaði stýrimaður ineð því að ýta fiskinum út um lensportið út af þilfarinu. 5. Fiskn)agn jiað, sem Björgvin Bjarnason viðurkennir að kastað hafi verið i sjóinn, er því óralangt frá sannleikanum. 6. Öll ofanrituð ummæli mín eru nákvæmlega sannleik- anum samkvæm, og þau atriði í grein herra Björgvins Bjarnasonar, sem í bága fara við þessa yfirlýsingu þess vegna röng ineð öllu. Isafirði, 7. maí 1945. Stefún Bjarnason. Blaðræksnið Vesturland, sem allt- af hefir verið að stritast við að deyja aðrahverja viku í allan vetur gekk aftur einu sinni enn í fyrri viku, til l>ess að helga Sjálfstæðis- flokknuin eitt hið mesta óþrifa- mál, sem hér hefir komizt í hámæli á seinni árum. Þetta mál var ofhleðslumál Gróttu og fiskflutningar Björgvins Bjarna- sonar í Skutulsfjörð. Menn liefðu skilið það, ef eitt- hvert vinsælt þjóðnytjamál liefði orðið til þesS að vekja blaðið af svefni sínum eða dauðadái, en þ'ví var ekki að heilsa. Sjá menn því, af þessu atviki, að enn er íhaldiö — a. m. k. á Isafirði sjálfu sér líkt. —‘Það þarf fyrst og fremst að hafa málgagn til þess að verja verstu óþverramál aumustu brask- aranna og sc_gja hið svarta hvítt *í slíkum tilfetlum. Þó fékkst enginn maður innan lhaldsflokksins ísfirzka til að verja málið. Þessvegna varð Björgvin að gera það sjálfur og flökraði ekki við. En þrátt fyrir alla ósvífni |)essa manns, dugar honum lítt kattar- þvotturinn. Sannleikurinn kveður sér dyra í annarihverri línu, eins og ósjálfrátt. Þannig greinir Björg- vin frá atvikum þess, að Skutull fletti ofan af þessu hneykslismáli: „TilefniS var OFHLEÐSLAN á tn/s. Gróttu", segir hann orðrétt. Hvernig er hægt að játa afdrátt- arlausar ofhleðsluna á Gróttu í þetta sinn, en að liafa orðið of- hleósla í ákveðnum hætti og gefa þannig til kynna, að hún sé stað- reynd, sem öllum lesendum hlaðs- ins sé kunn. En ekki var Björgvin þetta nóg. Játning lians á ofhleðslu skipsins brýzt fram í fleiri myndum. Far- ast honum til dæmis þannig orð um kröfu hleðslustjóra um léttun skipsins: „En i þetta sinn heinitar Stefán (þ. e. Stefán Bjarnason hleðslu- stjóri) að úr skipinu séu tekin 8—10 tonn af fiski, án þess a<5 yf- irmenn skipsins telji þaS neina þörf. Kom nú aö sjálfsögöu til minna afskipta. Ég neitaöi kröfu Stefáns um að tekiS yröi upp úr skipinu hér við bryggjuna, en hann féllst á að fara með skipinu út á fjörð og henda þar í sjóinn af farminum". Þarna hafa menn hans eigin játningu. — Og hvernig getur nokk- ur þorpari tekið sig betur út í eigin gálga, en Björgvin Bjarna- son gerir þarna. Hann hlýtur að hafa æfingu í að koma spottanum um eigin háls, maðurinn sá. Hverjum dettur nú 1 hug, að Stefán Bjarnason liafi krafizt 8—10 tonna léttunar á Gróttu að ástæðu- lausu? Það dettur a. m. k. enguni þeim í hug, sem þekkir þá háða, Stefán og Björgvin. Það verður því ekki dregið í efa, að Grótta var ofhlaðin i þetta sinn. Þá liggur fyrir eigin játning Björg- vins sjálfs á því, að liann hafi neitað að verða við þessari kröfu og í þriðja lagi að liann hafi lagt svo fyrir, að farið skyldi út á fjörð og þar hent þvi af fiskinum, sem hleðslustjórinn krefðist. Niðurstaðan hjá Björgvin Bjarna- syni er því líka sú, að rétt sé að vísu, að fiski liafi verið hent i sjó- inn, en það hafi aðeins verið rúmt tonn. — Þó var það rúmt tonnið!! Um það atriði þarf ég ekki að fjölyrða, Stefáni Bjarnasyni og Ólafi Ásgeirssyni verður vissulega betur trúað um það atriði en Björg- vin Bjarnasyni, sein auk þess hugs- aði meira um að kýla vömb sína neðan þilja, en að fylgjast með Kaupfélag Isfirðinga hafi nokkurn- tíma kastað neyzluhæfri vöru, hvorki kjöti eða öðru, og verður Björgvini Bjarnasyni ekki skjól að slíkum rógi. — Hans /6ina fordæmi er kornbrennsla auðvaldsins í Ameriku, eins og Skutull hefir áður sagt. Um öryggisútbúnað samvinnu- félagsbátanna er hægt að svara Björgvin Bjarnasyni og hverjum sem er fullum hálsi. I einn af bát- um þess félags var fyrsta talstöðin í íslenzka fiskiflotanum sett. Það setti líka á undan öðrum dýptar- mæla í báta sína, og viðhald Sam- vinnufélagsins á flota sínum er rómað um tand allt. Um vélabilan- ir er það að segja, að fyrir þeim geta engir útgerðarmenn verið ör- uggir, sízt nú, ekki heldur Björgvin Bjarnason. Eða man hann það ekki enn, er sjálfri Grótlu — ineð bað- herbergið og mahognyinnrétting- una — var hjargað til enskrar hafn- ar vegna hvers — nú, vegna vélarbilunar og annars ekki. Þá get ég ekki stillt mig um, að geta þess í sambandi við öryggis- mál sjómanna, að rétt fyrir fáum dögum var Björgvin Bjarnason dæmdur í héraðsdómi, og er sá dómur birtur hér á öðruin stað i blaðinu. En tildrög þess máls eru þau, að eitt sinn á síðastliðinni sildarver- tíð, er Grótta hafði fengið fulla lest af sild, var einn hásetanna að fara ofan i hásetaklefann. Verður hann þess þá var, að skilrúmið milli testar og hásetklefa bungar svo mikið inn, undan þunga síld- arinnar, að stiginn hefir sprungið frá gólfi að neðan og er þar á lofti. Flýgur þá hásetanum í hug, að þil- ið gæti sprungið þá og þegar, en það hefði óefað kostað hásetana, er niðri voru, lífið. Fékk hann við þetta taugaáfall, og treystist ekki til að fara aftur út á skipinu. Sagði þá höfðings- skapur Björgvins Bjarnasonar i garð hásetanna til sín og birtist i þeirri mynd, að hann neitaði að greiða hásetanum, sein fyrir þessu varð, vikukaup að löguin. Fór það því í mál, með þeim árangri sem að frainan greinir. Þetta er lærdómsrík lexía, og má þó draga af henni fleiri lærdóma. Ut af vottorði Rögnvalds Jóns- sonar verkstjóra, vil ég aðeins segja það, að það snertir ekkert þetta mál. Skutull liefir ekki að því vikið einu orði, að Björgvin liafi nokkur afskipti haft við Rögnvald Jónsson af hleðslu skipsins. Vott- orðið er því einungis notað til Jdekkinga af Björgvin Bjarnasyni en sjálfsagt ekki þannig meint af Jlögnvaldi Jónssyni. Var ástæðu- laust að gera þannig tilraun lil að draga nafn Rögnvalds Jónssonar að ósekju inn í þetta mál, þar sem liann liefir aðeins með verkstjórn að gera við ísun fiskjar í Gróttu og önnur skip, en enga yfir- mennsku um hleðslu lieirra. Menn liafa sjálfsagt veitt því at- hygli, að Björgvin Bjarnason kall- aði grein sína: „Hannibal Valdi- marsson fer yfir hleðslumerkið á sjálfum sér“. Þetta hefir vafalaust átt að tákna það, að ég mundi sökkva í sexlugt djúp fyrir að lireyfa þessu máli. En ástæðan er líka sú, að hleðslumerki eru Björg- vin Bjarnasyni viðkvæmt mál, eins og nú mun sýnt verða. Það var ekki í fyrsta sinn um daginn sem Björgvin lenti í því, ineð Gróttu að hafa oflilaðið hana. í fyrra lét hann liana strjúka und- an lögreglueftirliti burt frá Reykja- vík, án þess að taka úr henni fisk, eins og fyrirskipað liafði verið. En undan slapp hann ekki, og í Vest- mannaeyjum varð hann að láta létta skipið í það sinn. Ein hinna mikilsverðari öryggis- ráðslalana skipaeftirlilsins er það, að hleðsluinerki skuli vera á liverju einasta flulningaskipi. En þótt ótrúlegt megi virðast hefir Björgvin Bjarnason komizt fram með það að fótum troða þetta taga- ákvæði í blindri ákefð sinni fyrir því að láta Gróttu mala gull i sjóði sína. Grótta liefir verið hleðslumerkja- laus altt þar til ströng fyrirskipun kom um það.að setja á hana hleðslu- merki, áður en hún fór i seinustu Englandsför. — Þessa fyrirskipun skipaeftirlitsins framkvæmdi Stef- án Bjarnason tafarlaust og fékk Eggert Lárusson skipasmíðameist- ara til að annast verkið. þaö var þvi verið að endu við að setja hleðslumerkin á skipið, þegar það var ofhlaðið, svo sem nú er npplýst og fullsanríað mál. Sýnir þetta enn betur þá ósvífni, sem Björgvin Bjarnason hefir í frammi haft í þessu ináli, og er reyndar sú leið ein sjálfsögð að Framhald á bls. 90.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.