Skutull

Árgangur

Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 1

Skutull - 19.09.1945, Blaðsíða 1
XXIII. ár. Isafirði, 19. sept. 1945. 42.-43. tbl. Gerist nú fastir áskrif- endur að Skutli. Snúið yður til ritstjór- ans eða Jónasar Tómas- sonar bóksala. Símar 160 eða 123. Prentstoían Isrún h. f. Eru möguleikar til hitaveitu á ísafirði? Volgar lindir í nágrenni bæjarins hafa verið kannaðar af vísindamanni. Því miður ekki sterkar líkur til, að 500—800 metra djúp borhola gæfi mikið sjálfrennandi vatn. Ríki og bær eiga að sameinast um eina djúpa borholu, þar eð slík borun hefði mikla vísindalega þýðingu, en bærinn tryggði sér með þátttöku sinni, að borunin færi fram á æskilegum stað fyrir hann með tilliti til hitaveitu, ef hagnýtur árangur yrði af boruninni. Hingað til hefir aðeins verið borað á laugasvæðinu eftir heitu vatni, en ríkið þarf fyr eða síðar að rannsaka hit- ann í jarðlögunum utan hverasvæðanna. Ráðlegast væri, að borunin færi fram í útjaðri bæjarins í hlíðinni ofan við Skutulsfjarðareyri, segir doktor Trausti Einarsson. Dómur fallinn í ofbeldismáli kommúnista í Kaupfélagi Siglfirðinga. Kommar dæmdir frá völd- um í félaginu og greiði auk þess 5000 krónur í máls- kostnað. Ekkert mál vakti aðra eins at- hygli um land allt framan af sumrinuj eins og ofbeldisinál kommúnista í Kaupfélagi ISigl- firðinga, þegar minnihlutinn rak meirihlutann úr félaginu, svipti kaupfélagsstjórann starfi og réði nýjan kaupfélagsstjóra í hans stað — ásamt fleiri að- gerðum af svipuðu tæi. Síðan hefir verið fremur liljótt um þetta einstæða mál, en þð hélt það áína leið fyrir dóm- stólunum. Skipaði dómsmálaráðherra Gunnar Pálsson lögfræðing setu- fógeta i málið og hafa réttar- höld og yfirheyrslur haldið á- fram þar norðurfrá meginhluta sumars. Háfa báðir aðilar haft síria lögfræðilega ráðunauta á staðnum. Kommúnistar Ragnar Ólafsson lögfræðing en meiri- hlutinn Ólaf Jóhannesson lög- fræðing Sambands Islenzkra Samvinnufélaga. Menn hafa beðið þess með eftirvæntingu, hver yrði endir máls þessa, og nú er þá lika séð fyrir endann á því. \ Rétt um það leyti sem Skutull kom út seinast, barst fréttin um það, að fógetaréttur hefði'hrynt ofbeldisstjórn kommúnista í Kaupfélagi Siglfirðinga með dómi, uppkveðnum 6. sept. s. 1. Er aðalniðurstaða dóinsins sú, að stjórn sú, sem kosin var á aðalfundi, hinn 21. júni i sum- ar af löglegum meirihluta rétt- kjörinna aðalfundarfulltrúa, skuli fá sig setta inn á ábyrgð gjörðarbeiðanda, gegn þeirri tryggingu, er fógeti kunni að krefjast. Þá úrskurðar setudómarinn einnig, að ofbeldisstjórn komm- únista, sem setið hefir að yöld- um í Kaupfélagi Siglufjarðar síð- an í sumar í fullri óþökk meiri- hluta aðalfundar og félags- manna, skuli greiða fimm þús- und krónur upp í kostnað máls- ins Má það vera alþjóð fagnaðar- efni, að ofbeldinu hefir þarna verið hnekkt með dómsúrskurði að réttum lögum. öllum er það ljóst fyíir löngu síðan, hvílíkt linoss það er fyrir kaupstaði landsins, ef hægt er að beizla heitt vatn í þjónustu þeirra til húsahitunar og annara nota. Þótt víða verði vart jarðhita á Vestfjörðum, eru samt engar laug- ar eða hverir í næsta nágrenni Isafjarðarbæjar. Til þessa hafa jarðboranir einungis verið fram- kvæmdar á „heitum stöðum“, þ. e. þar sem heitt vatn hefir streymt fram á yfirborði, og hefir tilgang- ur borananna því jafnan verið sá, að freista þess, hvort ekki fengist við borun meira vatn og heitara. Alllangt er síðan bæjarstjórn lsafjarðar lét í ljós þá skoðun, að það væri tilraunar vert að fram- kvæma jarðborun^ einhversstaðar á „köldum“ stað í námunda við kauþ- stað, til þess að fá úr því skorið, hvort ekki sé unnt að ná til jarð- hitans einnig jiar, sem hans verður ekki vart á yfirborði. Hefir þetta verið borið ftndir sérfræðinga og ekki verið talin nein fjarstæða. Með þetta í liuga samþykkti bæj- arstjórn Isafjarðar í fyrra áskorun á ríkisstjórnina um að festa kaup á jarðbor og leigja liann síðan Isa- fjarðarbæ til jarðborana í nágrenni kaupstaðarins. Seinasti sýslufundur Norður-lsafjarðarsýslu tók og und- ir þetta með samskonar áskorun fyrir si'tt leyti. Kunnugir menn hér um slóðir liöfðu orðið varir linda inn og upp af Seljalandi í Skutulsfirði, og reyndust þær oft að vetri til að vera 7—8 stiga heitar. Núverandi bæjarstjóri, Jón Guð- jónssón fékk strax mikinn áhuga á þéssu jarðhitamáli kaupstaðar- ins, og sendi hann suður til rann- sóknar vatn úr lindum þessum og berg, sem að þeim tiggur. Einnig setti liann sig í samband við for- mann rannsóknarráðs ríkisins og itrekaði inargsinnis óskir um, að hingað kæmi sérfræðingur til að kynna sér staðhætti hér um slóðir með tilliti til jarðhítamöguleika og þá ineðal annars til að kanna um- ræddar lindir hjá Seljalandi en sérstaklega til að benda á, ef nokkr- ir sérstakir staðir í nágrenni bæj- arins gætu talizt öðrum líklegri til árangurs um heitt vatn, ef til jarð- borana kæmi. Nú leið og beið, en í júlí í sum- ar kom hingað doktor Trausti Ein- arsson í þessum erindum, Hinn 20. ágúst ritaði liann bæjarstjóra ítar- legt bréf um athuganir sínar, og fer það orðrétt hér á eftir: „Eftir ósk yðar lir. bæjarstjóri, liefi ég athugað uppsprettur nokkr- ar i nágrenni Isafjarðarbæjar með tilliti til þess, að þær kynnu að benda til jarðhita, er að notum mætti verða. Uppsprettur þær á Tungudal, sem um er að ræða, hafa eftir mæl- ingum, er fyrir liggja, sýnt 6—9 stiga hita á Celsíus, þótt lofthiti hafi verið mun lægri, og hafa sum- ir viljað álíta, að það kynni að bera vott um jarðhita. Mér var bent á tvær uppsprettur og mældi ég 9 stiga hita í hinni vestari, við 13° lofthita, en 7° í hinni, sem er aðaluppsprettan. — Vatnsinagn í þeirri uppsprettu er á að gizka 1—2 sekúndulitrar, en mælingu varð ekki við komið. Ég sé engin merki þess, að hér sé um eiginlegt laugavatn að ræða, er komið væri djúpt úr jörð. Þvert á móti tel ég greinilegt, að lind- irnar stafi frá yfirborðsgrunnvatni því, er safnast í og sígur í gegn um lausaruðning þann, sem ofar liggur í fjaltshlíðinni, og gefa þær engar bendingar um jarðhita í venjulegri merkingu orðsins. Ef boranir eftir heitu vatni ættu að framkvæmast, væri því engin á- stæða til að tengja þær fremur við þessar lindir en einhvern annan stað, og væri þá auðvitað hentugast að bora í útjaðri bæjarins, ofan vitS eyrina. — Um gildi slíkra borana er á hinn bóginn erfitt að láta nokkrar skoð- anir í ljós. Hingað til hefir ein- göngu verið borað á laugasvæðum eftir heitu vatni. Hefir þá í raun- inni verið um það að ræða að áuka það vatn, sem fyrir var, en hér (Framh. á bls. 168.) Smátt og stórt Vidkun Quisling var dæmdur til dauða í byrjun vikunnar. Málshöfðun og áframhaldandi rannsókn hefir verið fyrirskipuð af dómsmálaráðherra gegn þessum mönnum: Ernst Freseníusi, Sigurði Norð- mann Júlíussyni, Hjalta Björnssyni, Magnúsi Guðbjörnssyni, Sverri Matthíassyni, Einari Birni Sig- valdasyni, Lárusi Sigurvin Þor- steinssyni, Guðbrandi Einarí Hlíð- ar og Jens Björgvin Pálssyni fyrir brot gegn 10. kafla hegningarlag- anna. Allir þessir menn voru hand- teknir af hernaðaryfirvöldunum, en afhentir síðar íslenzkum yfir- völdum til rannsóknar. Afvopnun japanska hersins mun ekki verða lokið fyr en undir miðj- an október. Er talið, að hernáms- lið bandamanna í Japan muni verða um 400 þúsundir manna, að langmestu leyti Bandaríkjaher- menn. Séra Friörik Hallgrimsson dóm- prófastur fékk lausn frá embætti 5. þessa mánaðar frá 1. desember næstkomandi að telja. Biskup hef- ir auglýst embættið, og hefir þeg- ar heyrzt um einn umsækjanda, séra Jón Auðuns í Hafnarfirði. Þriöji hver maöur á þingi norska Alþýðúflokksins — en því þingi er nýlokið — hafði verið lengri eða skemmri tíma í haldi í fangabúðum nazista. Á þinginu komu í ljós sár von- brigði jafnaðarmanna yfir þeim herbrögðum komriiúnista, sem til þess urðu að síðustu að útiloka sameiningu norsku verkalýðs- flokkanna og verkalýðssamtakanna. Þorsteinn H. Hannesson söngvari er hér heima um þessar mundir og hefir haft söngskemmtanir bæði á Akureyri, Siglufirði og í Reykjavík við mikla aðsókn og ágæta dóma. Þjóöverjinn Höjer, sem lengi bjó í Hveradölum, var nýlega leiddur fyrir rétt i Danmörku, sakaður um þjóðhættulegt starf á stríðsárunum. Hann mun hafa öðtast islenzkan ríkisborgararétt, meðan hann dvaldist hér. Tojo, fyrrverandi forsætisráð- lierra Japana gerði tilraun til sjálfs- morðs s. 1. þriðjudag, þegar sendi- menn Mac Arthurs nátguðust hús hans til að taka hann fastan sem stríðsglæpamann. Heildsöluverzlanir i Reykjavík voru um seinustu áramót 157 að tölu, en auk þess eru í höfuðborg- inni 607 smásöluverzlanir. Alls eru því verzlanir í Reykjavik 764. Fjölgunin á árinu var 76 verzlanir. Gísli Jónasson yfirkennari hefir verið settur skólastjóri Austurbæj- arskólans í Reykjavík. Hagtiöindin síðustu skýra frá því að í árslok 1940 voru 6 karl- menn og 3 konur hér á landi gyð- ingatrúar, en um 2000 manns telur sig standa utan allra trúfélaga.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.