Skutull

Årgang

Skutull - 19.09.1945, Side 4

Skutull - 19.09.1945, Side 4
166 SKUTULL Sunnukórinn fór hina mestu frægðarför. Hélt tvívegis almenna hljómleika i Gamlabíó fyrir fullu húsi og siðan kirkjuhljómleika i Dómkirkjunni. Að endingu söng hann i útvarpið. Forseti Islands, biskupinn yfir Islandi og borgarstjór- i.nn í Reykjavík voru meðal áheyrenda kórsins á fyrstu almennu hljómleikunum í höfuðborginni. Var söng hans tekið með fádæmum vel, og varð flygelið í Gamlabíó al- þakið blómvöndum og blómakörfum, sem kórnum bárust. Söngstjóri var Jónas Tómasson tónskáld, en farar- stjóri Elías J. Pálsson, formaður kórsins. Doktor Victor von Urbantschitsch annaðist allan undirleik fyrir kórinn, en einsöngvarar hans voru: Frú Jóhanna Johnsen, frú Margrét Finnbjarnardóttir, herra Jón Hjörtur Finnbjarnarson og herra Tryggvi ' Fr. Tryggvason. Stjórn Sunnukórsins skipa nú auk formannsins, Elías J. Pálssonar, þau frú Margrét Finnbjarnardóttir, Ólafur Magnússon skrifstofustjóri, Páll Jónsson kaupmaður og séra Sigurður Kristjánsson sóknarprestur. Sunnukórinn var stofnaður árið 1934 hinn 25. janúar, en þann dag sér fyrst sól á Isafirði á vetri liverjum eftir langt sólvana skamm- degi. Þetta varð til að gefa kórnum nafn (sunna = sól). Aðalhvatamenn að stofnun kórs- ins voru Sigurgeir Sigurðsson biskup, þá sóknarprestur Isfirð- inga, og organisti Isafjarðar-kirkju, Jónas Tómasson tónskáld. Var séra Sigurgeir formaður kórsins allt frá stofnun hans þar til hann fluttist til Reykjavíkur og tók við biskups- embættinu árið 1939, en Jónas Tómasson hefir verið stjórnandi hans alla tíð. Stofnendur kórsins voru um 30 söngmenn, konur og karlar, sem um langt skeið höfðu sungið í Isa- fjarðar-kirkju, sumir jafnvel allt frá því um aldamót. Sjálfur liefir söngstjórinn verið organleikari við Isafjarðarkirkju í 35 ár. Fyrsti kennari kórsins var Sig- urður Birkis, en einnig hefir frú Jóhanpa Johnsen tekið einstaka kórfélaga í tíma undanfarna vetur. Mest hefir þó jafnan mætt á Jón- asi Tómassyni um þjálfun Sunnu- kórsins, og er það meira en meðal- mannsverk, sem hann hefir lagt fram í þágu söngmálanna í Isa- fjarðarbæ á seinustu áratugum. Er ekki ofsagt, að í söngmálunum lief- ir Jónas Tómassön sýnt einstaka og aðdáunarverða þrautseigju og fórn- fýsi. Ávallt hefir hann boðið/ skilningsleysinu og áhugaleysinu byrginn, enda borið sigur úr bít- um að lokum. Kórnum var tekið meA- kostum og kynjum í Reykjavík. — Áður hefir verið frá því skýrt, að er Esja lagðist að hafnarbakkanum í Reykjavík, var Sunnukórnum fagn- að af 120 manna blönduðum kór undir stjórn Róberts Abrahams. Og áður en byrjað var á söngskránni í Gamlabíó fagnaði Samkór Reykja- víkur „hinum ísfirzku söngbræðr- um og systrum" með laginu „Sygdu gleðinnar óð“, eftir Karl Ó. Run- ólfsson, af veitingasvölum hússins, en að því loknu flutti formaður Landssambands íslenzkra karla- kóra ávarp og bauð Sunnukórnum velkominn. Þessu næst lióf Sunnukórinn söng sinn með sólarsöng Isfirð- inga: „Ris heil, þú sól“, eftir Hann- es Hafstein með lagi eftir Jón Laxdal. Eru bæði ljóðið og lagið ort á Isafirði skömmu eftir alda- mótin. Er nú bezt að gefa einum list- dómanda Reykjavíkur-blaðanna orðið um þessa hljómleika. (Baldur Andrésson í dagbl. Vísi). Hann sagði meðal annars: „Til skamms tíma hefir blandað- ur kórsöngur orðið útundan hjó okkur af einhverjum ástæðum og liafa margir slíkir kórar átt erfitt uppdráttar og skamma lífdaga, og þannig hefir það að minnsta kosti verið hér í Reykjavík, þar til fyrir nokkrum árum, að hver blandaður kórinn af öðrum hefir komið fram og dafnað vel undir handleiðslu hæfileikamanna. Sunnukórinn mun vera einhver elzti blandaói kórinn á landinu og hefir ávallt notið söngstjórnar sama mannsins. Ber þetta söngstjóranum fagurt vitni, þvi að til þess að kór geti lifað og lognist ekki út af aftur, þarf söng- stjórinn að vera áhugamaöur og hafa persónu, sem sameinar menn ulan um sig. Á söngskránni voru íslenzk og erlend sönglög, sein öli áttu það sameiginlegt að vera við' alþýðu- skap og frá rómantísku listastefn- unni runnin, en hér hjá almenn- ingi er jarðvegurinn ruddur fyrir slík lög. Hér verða lögin ekki tal- in, en geta vil ég þess, að söngstjór- inn hafði búið nokkur þeirra i búning fyrir blandaðan kór og gert það með prýði, og vil ég sérstak- lega vitna í „Gýgjuna" eftir Sigfús Einarsson og „Vorljóð" eftir Mendelsohn, en það lag er upp- Iiaflega samið fyrir píanóleik ein- göngu (Úr „Lieder ohne Worte“). Sunnukórinn er skipaður um 30 manns. Eru kvenraddirnar betri hluti kórsins, því að þær eru bjart- ar, mjúkar og sveigjanlegar, en tenórraddirnar eru iitdaufar og bassaraddirnar hvorki hljónimiklar né nógu þungar. Kórblærinn er fag- ur í veikum söng sérstaklega, en í sterkum söng er frískleiki karl- mannaraddanna minni en æskilegt væri. Innan takmarka þess sviðs, sem kórinn sérstaklega er lieima á, sungust lögin vel, en þau voru flest valin með hliðsjórk^af getu hans. Þessi takmörk kórsins komu einna skýrast í ljós í Pílagrímssöngnum eftir Wagner. Hann hefði ég frem- ur kosið sunginn með meiri breidd og alvöruþunga, svo að sú tign, sem í tónunuin býr, hefði komið fram. En smálögin aftur á móti voru mörg laglega sungin, eins og áður er tekið fram. Einsöngvarar voru í þetta sinn þau Margrét Finn- bjarnardóttir Tryggvi Fr. Tryggva- son, Jón Hjörtur Finnbjarnarson og Jóhanna Johnsen. Frú Jólianna er lærð söngkona og gerði sínu lilut- verki góð skil, sem var allerfitt. Um.liin er það að segja, að þau fóru laglega með sín hlutverk, eftir því sem efni stóðu til. Jónas Tómasson tónskáld er söngstjóri kórsins. Hann er lands- kunnur fyrir sönglög sín og fyrir það, að hafa verið lífið og sálin í sönglífi Isafjarðar um nokkra ára- tugi, síðan Jón Laxdal hvarf það- an á hrott. Er söngstjórn hans smekkvís og músikölsk og oft með ágætum. Það má segja honum það til lofs, að jafnvel einnig þar, sem gætti ýmsra takmarka í söngnum frá kórsins hálfu, þá var samt á- vallt söngurinn lifandi eða líf og andi, en ekki dauður bókstafur. Þess vegna var bragð að söngnum og þess vegna höfðu menn líka gaman að því að lilusta á hann. Áheyrendur létu óspart fögnuð sinn í ljós og bárust blómvendirnir hver af öðrum upp á söngpallinn, svo að flygillinn stóri varð allur þakinn blómum. Kórinn varð að sýngja mörg aukalög. Dr. von Urbantscchitsch lék und- ir söngnum í mörgum lögum af snilld. Áhugi og almennur stuðningur bæjarbúa hratt af stað framkvæmd- um sundlaugarbyggingarinnar. Við hana eru tengdar vonir ailra um aukið hreinlæti, aukna líkams- hreysti og vaxandi menningu. Þessum framkvæmdum er nú svo langt komið, að innan skamms mun sundlaugarbyggingin verða tekin til almennrar notkunar. Er nauðsynlegt að þessi almennings- stofnun, sem er ein hin þýðingar- mesta á sviði heilbrigðismála bæj- arins, verði skuldlaus, þegar hún tekur lil starfa. Þá verður auðveld- ara að liaga svo rekstrinum, að notkunin verði sem ódýrust fyrir allan almenning. Sundiaugarnefnd er það vel Ijóst, að bæjarbúar yfirleitt hafa nú minni ráð til mikilla framlaga en undanfarin ár. En mikið má ef vel vill. Það er ævarandi sannleikur að kornið fyllir mælirinn. Þótt skerfur livers og eins sé ekki stór safnast þegar saman kemur, ef al- mennt er eitthvað látið af hendi rakna. Heitir sundlaugarnafnd á hátt- virta bæjarbúa að bindast samtök- um um að herða enn róðurinn um framlög til sundlaugarinnar, svo náð verði því marki, að stofn- kostnaður verði að fullu greiddur þegar sundlaugiri tekur til starfa. Til þess að svo verði Vantar um 50 þúsund krónur. Það er að vísu mikil upphæð fyrir ekki fjölmenn- ara bæjarfélag en Isafjörð. En ef við leggjumst öll á eina sveif, mun okkur auðveldlega takast að safna þessu fé í þessum og næsta mán- uði, en í lok októbermánaðar verð- ur sundlaugarbygingunni væntan- lega lokið. Sundlaugarnefnd sendir ekki út fjársöfnunarlista eða beiðnir til einstaklinga og félaga, en nefndin væntir þess, að margir einstakling- ar og flest félög í bænum og ná- grenni hans árétti velvild til sund- laugarbyggingarinnar með því að leggja fram sinn skerf til þess, að Eftir þessa hljómleika var Sunnukórinn boðinn heim til biskups og sat þar við ágætar veit- ingar og mikinn söng fram yfir miðnætti. Eftir liljómleikana kvöldið eftir sat kórinn virðulegt boð góðtempl- ara, og var þar mikil gleði á ferð- um. Að kvöldi þess 12. september hafði Sunnukórinn kirltjuhljóm- leika í dómkirkjunni. Var kirkjan yfirfull af fólki, og mjög virðuleg- ur og hátíðlegur blær yfir öllu. Byrjaði kórinn þarna á lagi eftir hinn aldna söngfræðing præp. hon. Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi við sálminn: Heilagur, heilagur, eftir Valdimar Briem, en lag þetta hef- ir séra Sigtryggur tileinkað Sunnu- kórnum. Síðastliðið laugardagskvöld söng Sunnukórinn svo ásamt Samkór Reykjavíkur, Hörpu og blönduð- um kór templara í útvarpið við á- gætan orðstír. Og í dag kemur Sunnukórinn heim úr frækilegri sæmdarför. Kórnum og söngstjóranum hefir hlotnast mikil viðurkenning, og er það að verðleikum eftir allar þær fórnir, sem Jónas Tómasson og samstarfsfólk hans á seinustu ár- um og áratugum hefir fært til efl- ingar sönglífi og tónmennt í okkar litla bæjarfélagi. Komið heil heim. Og hafið beztu þökk bæjarfélagsins og allra bæj- arbúa. við getum skilað sundlauginni skuldlausri. Ef við fylgjumst öll að og tökum höndum saman, verður það auðvelt verk, en með því búum við i haginn fyrir fraintíðina og gefum lofsvert fordæmi. Sundlaugarnefnd þakkar kær- lega bæjarbúum hinn mikla og al- menna stuðning, sem þeir hafa sýnt sundlaugarmálinu frá byrjun. Ný flóðalda v dýrtíðarinnar. Mjólk hækkar úr 1,45 kr. í 1,82. Skyr úr 2,60 kr. í 3,10 kr. Smjör úr 22,00 kr. í 26,50 kr. Rjómi úr 9,20 í 12,00 kr. Þetta þýðir geysilega aukningu dýrtíðarinn- ar, nýtt áfall fyrir þjóðina og beinlínis hnefahögg í andlit sjó- mannanna, sem nú eru nýlega heim komnir frá mishepnaðri vertíð. — Eftir byrjuninni virðist Sovétráð land- búnaðarins ætla að verða þjóðinni dýr stofnun. Yerða þessi mál óhjá- kvæmilega gerð að um- talsefni í næsta blaði. Bjarni Sigur&sson í Vigur hlaut sæti í búnaðarráði og verðlags- nefnd. Frá sundlaugarnefnd. Sundlaugin þarf að vera skuldlaus, þegar hún tekur til starfa.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.