Skutull

Árgangur

Skutull - 13.02.1948, Síða 3

Skutull - 13.02.1948, Síða 3
SKUTULL 3 VERK ALÝÐSMÁL. I Sjómaiuiafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 30. f. m. og var Sigurjón Á. Ólafsson endurkosinn formaður félagsins í 30. sinn. Stjórn félagsins skipa: Sigurjón Á. Ólafsson formaður, Ólafur Frið- riksson varaformaður, ritari Garð- ar Jónsson, gjaldkeri Sæmundur Ólafsson og varagjaldkeri Ólafur Árnason var kjörinn í stað Karls Karlssonar, er .baðst undan endur- kjöri. Allir lilutu þessir frambjóðendur mikinn fjölda atkvæða fram yfir sprengiframbjóðendur kommúnista, er hlutu hina verstu útreið í kosn- ingum þessum. Stjórnarkjör í verkamannafélaginu Dagsbrún fór fram í s. 1. mánuði og hlaut listi verkamanna 512 atkv. en listi kommúnista 1174 atkv. og var fyrverandi stjórn því endurkjörin. Kosningaúrslit þessi í Dagsbrún sýna glögglega þverrandi fylgi kommúnista í félaginu, er beittu mótframbjóðendur sína fádæma bolabrögðum m. a. á þann hátt að hin kommúnistiska stjórn félagsins neitaði þeim um afnot af kjörskrá félagsins, en það er talandi vottur þess til liverra meðala þessir kump- ánar grípa, er þeir gerast óttaslegn- ir um völd sín í verkalýðsfélögun- um. Hvað lialda inenn, að hann Gjög- ur-Dóri hefði sagt í blaðsnepli sín- um, ef fram hefði farið stjórnar- kjör, eða allsherjaratkvæðagreiðsla í Baldri, og stjórn Baldurs hefði neitað kommunum um kjörskrá fé- lagsins, en þeir haft menn í kjöri? Skutull er viss um, að Dóri hefði $kki náð upp í nefið á sér, þótt viljað liefði hann fjarlægja þaðan nokkra tóbaksdröpa, af eintómri vandlælingu yfir gjörræði hinna vondu manna í stjórn Baldurs. En í Dagshrún eru það komm- únistar, sem ódæðið fremja, og þá heitir það í munni Dóra og sálu- félaga hans réttlæti. Kosningaúrslitin sýna, að komm- únistarnir eru í hreinum minni- hluta í Dagsbrún, og að þeiih fer fjölgandi í félaginu, er vilja hrinda ógnarstjórn þeirra af höndum sér, því að nú hlaut listi verkamann- anna hátt á annað hundrað at- kvæðum fleira eu við stjórnarkjör í fyrra. Þá var það og atliyglisvert, hversu margt manna sátu heima við stjórnarkjörið, eða um helm- ingur félagsmanna. 1 hópi þeim munu flestir verkamenn, er tilheyra Sjálfstæðisflokknum hafa verið, enda mun forusta Sjálfstæðis- flokksins sízt hafa hvatt sína menn til þess að ganga gegn kommunum, og ekki sá Morgunblaðið, aðahnál- gagn Sjálfstæðisflokksins ástæðu til þess að stugga hið minnsta við kommúnistastjórninni í Dagsbrún um kosningarnar, enda munu hin- ir mestu kærleikar á milli forustu- manna beggja flokkanna. Vörubilstjórafélagiö Þróttuf í Regkjavík ætlaði að lialda aðalfund sinn fyrir nokkru, en fundinum varð ekki lokið vegna drykkjuláta og slagsmála, er áttu sér stað á hon- um. Eu ástæðau fyrir þeim er tal- in sú syðra að kommúnistar, er mjög óttuðust um hag sinn þarna, veittu stríðsöl all sterkt, áður en til orustu var gengið, en er það tók að svífa á menn, gerðust þeir aðgangs- frekir. Tóku þeir m. a. hatt þann, sem atkvæðuin var safnað í, óðu með hann utn fundarsalinn, og dreifðu atkv. yfir fundarmenn eða rifu þau í sundur. Tókst af þessuin sökum aldrei að kjósa fimmta manninn í stjórnina, því að kalla varð á lögregluna til að ryðja fundarsalinn og forða mönnum frá meiðingum. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem kommúnistar efna þannig til drykkjuskapar til að hleypa upp fundum verkalýðsfélaga hér á landi, en þekktir munu þeir að slíku í erlendum liafnarborgum. Er þetta hinn inesti smánarblettur á verkalýðshreyfingunni, en hvorki sá fyrsti, né heldur sennilega sá siðasti, er kommúnistar setja á lianá. VerkalýÓsfélagi'ö Skjöldur, Flateyri, hélt aðalfund sinn 18. f. m. og voru þessir kjörnir í stjórn fé- lagsins: form. Friðrik Hafberg, rit- ari Kolbeinn Guðmundsson, gjald- keri Daníel Benediktsson, með- stjórnendur: Kristján Sigurðsson og Jón Hjartar. Félagið hefir sagt upp kaupgjaldssamningum sínum og liyggur á samræmingu kaupgjalds við lsafjörð. Er ástæðulaust að ætla annað en að félaginu takist að ná því marki, án þess að til stórra á- taka komi við atvinnurekendur, og verður þess þá skammt að bíða, að hið þráða takmark vestfirzkra verkalýðsfélaga um samræmingu kaupgjalds á Vestfjörðum náist, og er það vel farið. Verkalýösfélag Hnífsdælinga hélt nýlega aðalfund sinn. Stjórn félagsins er jiannig skipuð: Helgi Björnsson, form., Jóhannes B. Jó- hannesson, varaform., Ólafur Guð- jónsson, ritari, Ingólfur Jónsson gjaldkeri, og Ingimar Bjarnason meðstjórnan di. Fundurinn samþykkti að hækka árstillag félagsfólks þannig að nú er árgjald karla kr. 40,00 og kvenna kr. 25,00 Þá ræddi funduriun atvinnuá- stand kauptúnsins og gerði sam- þykkt í því máli, er félagið svo sendi hreppsnefndinni. Verkalýösfélagiö Súgandi á Suöureyri hélt aðalfund sinn fyrir nokkru og er stjórn félagsins þanpig skip: uð: form.: Guðni Ólafsson, ritari: Guðhjörn Björnsson, gjaldk.: Ing- ólfur Jónsson. Félagið hefir sagt upp samningum, en þeir eru út- runnir 7. næsta mán., eins og samn- ingar Skjaldar á Flateyri. Félögin munu fylgjast að um það, að fá samninga sína samræmda kaup- gjaldssamningum Baldurs, og munu þau til þess njóta fyllsta stuðnings Álþýðusambands Vestfjarða, en það hefir æði oft verið nauðsynlegur baklijarl verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum í átökum þeirra við at- vinnurekendur. Verkalýösfélag Bolungavíkur hélt aðalfund sinn 25. f. m. og er stjói’n ielagsins þannig skipuð: Jón Iívenfélag Alþýöuflokksins hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 5. þ. m. 1 stjórn félagsins voru kjörnar: Frú Kristin Kristjánsdótt- ir, fonn., frú Svanfríður Alberts- dóttir varaform., frk. Anna Helga- dóttir ritari, frú Hólmfriður Magn- úsdóttir gjaldkeri og frú Unnur Guðmundsdóttir meðstjórnandi. 1 vetur hefir félagað haldið uppi reglubundnum skemmtunum ásamt Alþýðuflokksfélaginu, er hafa haft mikla þýðingu fyrir flokksstarfið. Skemmlikvöld Alþýöuflolcks- félaganna. Alþýðuflokksfélögin í bænum hafa í vetur haldið uppi reglu- bundnum skemmtunum fyrir fé- lagsfólk og gesti þeirra. S. I. laug- ardagskvöld var ein þessara skemmtana í Alþýðuhúsinu. Hófst liún kl. 9 með setningarræðu Finns Finnssonar, Björgvin Siglivatsson flutti fróðlegt erindi um Krapotkin, sýndur var smáþáttur: Negra- strákarnir, frú Sigríður Hjartar las upp, þá var leiksýning: Hættu- legur leikur. Leikendur voru þau: Karólína Guðmundsdóttir, Eggert Samúelsson og Gunnlaugur Guð- mundsson. Að lokum var dans stig- inn lil kl. 2 um nóttina. Yfirlögregluþjónn ráöinn. Á s. 1. hausti sagði Jón A. Jó- hannesson upp starfi sínu sem yf- irlögregluþjónn, og var starfið þá auglýst til umsóknar. Bæjarfógeli leit svo á, að þeir, er um stöðuna sóttu, væru ekki færir um að taka starfið að sér, og leitaði hann þá lil Jóns um að taka á ný við yfir- lögregluþjónsstarfinu, og varð hann við því. Og er hann ráðinn yfirlög- regluþjónn frá 15. þ. m. að telja. Trúlofun. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Briet Theodórsdóttir, síina-, mær, Hrannargötu 3 og Þorsteinn Jóakimsson bílstjóri á Stakkanesi. F járhagsáætlun. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæj- arsjóðs Isafjarðar fyrir árið 1948 hefur enn ekki verið lagt frarn. Ba'j- arstjórn hefir fengið frest til 1. inarz til að ljúka afgreiðslu fjár- Tímótheusson, form., Jóhannes Guðjónsson, ritari, Haraldur Ste- fánsson. gjaldkeri, Ágúst Vigfússon, varaform. og Eggert Lárusson með- stjórnandi. Á s. 1. hausti sagði fé- lagið upp samningum sínum við at- vinnurekendur, og hófust saran- ingaumleitanir upp úr áramótum. Er samningum að verða lokið á þeim grundvelli, að verka- inenn í Bolungavík þurfi ekki lengur að búa við lakari kjör en stéttabræður þeiri-a í Ilnífsdal og Súðavík, en á báðum þessum stöð- um hafa kaupgjaldssamningar ver- ið samræmdir kaupgjaldssamning- um Baldurs. hagsáætlunarinnar. Mun mega vænta fyrri umræðu um fjárhagsá- ætlunina í næstu viku. Síldveiöin. I skýrslu Fiskifélagsins um síld- veiðar í Hvalfirði var afli vest- firzku skipanna svo sem hér segir 31. jan. s. 1. Hafdís 6919 — Ásbjörn 3215 mál Ásúlfur 3623 — Ernir 1204 — Freydís 5755 — Grótta 463 — Gunnbjörn 1408 — Huginn I. 4486 — Huginn II. 7620 — lluginn III. 3661 — Hugrún 9910 — Isbjörn 2059 — Jón Valgeir 8173 — Richard 5893 — Víkingur 3499 — Samtals 67.888 mál Síldveiðin liér í Djúpinu er ekki með talin. Vélskipin Isbjörn og Ernir hafa ekki stundað síldveiðar það sem af er þessu ári. Enn er inikill síldarafli syðra þegar veður hamla e^ki veiðum. 10 læknishéruö hafa verið auglýst laus til um- sóknar. Hér vestanlands eru þessi 6 héruð auglýst laus: ögur, Hest- eyrar, Árnes, Hólmavíkur, Reyk- hóla og Flateyrarhérað. Fjögur þessara héraða eru nú læknislaus. Skipstjórnarpróf. Nýlokið er við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík náinskeiði fyrir skipstjóra. Kennsla þessi var ætl- uð fyrir þá menn er áður höfðu lokið skipstjórnarprófi, en vildu auka réttindi sín. Nám þetta stund- uðu 15 menn, meðal þeirra voru þessir Vestfirðingar: Einar Kjart- ansson, Isafirði, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Isafirði, Guðjón Halldórsson, Isafirði, og Magnús Grímsson frá Súðavík. Að náini loknu var mönnum þessum strax veitt full skipstjóraréttindi á fiski- skipum af öllum stærðum. Guðm. Kr. Guðmundsson skipstjóri á Gunnbirni var elzti nemandinn, er í skólann hefir komið, en hann er nú fullra 50 ára. Guðmundur mun aldrei áður hafa verið í skóla og hefir nú sýnt þann fágæta dugnað að setjast á skólabekk á fullorðins áruni. Andlát. Nýlátinn er hér á sjúkrahúsinu Jón Guðmundsson úr Súðavík. Jón var fæddur 6 okt. 1874 og var því fullra 73 ára, er hann lézt. Sjósókn. Átta bátar stunda nú þorskveið- ar héðan frá Isafirði. Gæftir hafa verið mjög stopular en aflabrögð nokkuð misjöfn, en þó yfirleitt rýr. Það sem af er þessari vertíð hafa bátar héðan farið mest 11 róðra.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.