Skutull - 13.02.1948, Qupperneq 8
8
/
S K U T U L L
Og Sigurður E. Breiðfjörð:
> Frá Þingeyri.
Váðgerðarsíöð íyrir talstöðvar
útvarpstæki verði komið up;
á Vestfjörðum.
Hannibal Valdimarsson flytur þingsályktunartillögu
um að tveim slíkum viðgerðarstöðvum verði komið upp
fyrir næsta haust. önnur stöðin verði staðsett á Isafirði
en hin á Austfjörðum.
Á Vestfjörðum munu vera tal-
stöðvar í 70 fiskibátum og skipum,
auk nokkurra landstöðva. Viðtæki
er á allflestum heimilum, og fer
fjölgandi. Verkefni virðast því næg
fyrir viðgerðarstöð hér á Isafirði.
Það kemur iðulega fyrir, að bát-
ar verða að vera lengri eða
skemmri tíma með bilaðar talstöðv-
ar, eða bíða þess, að talstöðvar
þeirra komi úr viðgerð í Reykjavík.
Er þess til dæmis skemmst að
minnast, að vélbáturinn Björg
hraktist með bilaða talstöð, sem
ekki hafði fengizt gert við í hálfan
mánuð, og gat áhöfnin því ekki náð
sambandi við flugvélar og skip,
sem leituðu bátsins.
Hannibal Valdimarsson ræðir
þetta mál í greinargerð með þings-
ályktunartillögu, sem hann flytur á
alþingi. Er tillagan þess efnis, að
stjórnendum landssímans og ríkis-
útvarpsins verði falið að koma upp
fyrir næsta haust viðgerðastöðvum
fyrir talstöðvar, útvarpstæki og
símaáhöld á Isafirði fyrir Vestfirði
og Neskaupstað fyrir Austurland.
Slíkar viðgerðarstöðvar eru nú að-
eins í Reykjavik og á Akureyri.
Árið 1947
1 nýkominni skýrslu fiskimála-
stjóra segir að s. 1. ár hafi aflast
hér á landi 475 þús. smálestir fiskj-
ar (miðað við fisk upp úr sjó).
Aðeins árið 1944 hafi aflinn orðið
meiri eða 511 þús. smálestir. Það
eru vetrarsíldveiðarnar í ársbyrj-
un og tvo síðustu mánuði ársins,
sem hleypa fram heildaraflanum,
en Faxaflóasíldin nam um 90 þús.
smálestum.
En þrátt fyrir þennan afla er
hagur útgerðarinnar ekki að sama
skapi góður, og ríkissjóður mun
verða að greiða í uppbætur, vegna
ábyrgðarverðsins, yfir 22 milj.
króna.
Á vetrarvertíðinni stunduðu um
380 bátar veiðar. Sé reiknað að 10
menn séu til jafnaðar á bát, þá
hafa nær 4000 sjómenn stundað
veiðar á vetrarvertíðinni.
Bátafjöldinn skiptist þannig
milli landshluta: Sunnanlands 240,
vestan 62, norðan 52, austan 25.
Sú breyting varð á hagnýtingu
aflans, að aðeins 1300 smál. voru
fluttar út af ísvörðum bátafiski, en
var 34 þús. smál. árið 1946, en til
söltunar fóru 54.400 smál. Þessi
breytta hagnýting aflans olli út-
vegsmönnum talsverðum erfiðleijc-
um. Sala saltfiskjarins og útflutn-
ingur tókst seint og varð að liggja
hér í landi heitustu sumarmánuð-
ina. Við það rýrnaði fiskurinn
mjög til stórtjóns fyrir eigendurna.
Er vitað að þeir útvegsmenn, er
söltuðu afla báta sinna hafa tapað
mikið á því. Ekki tókst að selja
saltfiskinn fyrir ábyrgðarverð, og
þarf ríkissjóður því að verðbæta
1 greinargerð sinni segir Hanni-
bal meðal annars:
„Á vélbátaflotanum á Vestfjörð-
um og Austfjörðum er mikill fjöldi
talstöðva. 1 þessum landshlutum eru
einnig komnar allmargar talstöðv-
ar á afskekkta sveitabæi. Lands-
síminn er eigandi talstöðvanna og
tekur fyrir þær árlega leigu. Hann
einn hefur því rétt og skyldu til að
sjá um viðgerðir og viðhald þessara
tækja. Viðgerðarverkstæði eru nú
aðeins í Reykjavík og á Akureyri,
og er það því mjög miklum erfið-
leikum bundið austan lands og vest-
an að fá gert við talstöðvar og önn-
ur slík tæki, fyrr en seint og síðar
meir.
Talstöðvarnar eru af sjómönnum
taldar beztu öryggistækin, sem enn
þá hafa verið tekin í notkun hér á
landi. Þýðing þeirra fyrir af-
skekktar byggðir er og ómetanleg,
og útvarp og sími eru orðin svo
þýðingarmikill þáttur í daglegu lífi
fólksins, að við það verður ekki
unað, ef ekki er allt sem unnt er
til þess gert að auðvelda öruggt við-
hald þessara dýrmætu tækja“.
var aflaár.
hann.
Þunglega horfði fram eftir ári
með sölu freðfislcjar, en tókst þó
hetur en á horfðist, svo að nær all-
ar freðfiskbirgðir voru farnar úr
landi og seldar um áramót.
1 byrjun síðasta árs kom óvænt
síldveiði í Faxaflóa. Fyrstu tvo
mánuði ársins veiddust 12000 smál.
síldar eða um 88 þús. síldarmál.
Sumarsíldveiðarnar við Norður-
land brugðust gjörsamlega, þriðja
árið í röð. 1 þeim tóku þátt 264
skip með 254 nætur, og var það
meiri þátttaka en áður hafði verið.
Heildarafli sumarsíldarinnar var
831 þús. mál í bræðslu, 63 þús.
tunnur í salt og 14 þús. tunnur voru
frystar til beitu. Meðal afli á bát
var 3450 mál og tunnur. Afkoma
þeirra útgerða, sem byggðu aðal-
lega á síldveiðum var eftir þessum
aflabrögðum, hörmulega léleg.
Um miðjan október varð síldar
vart í ísafjarðardjúpi og í nóvem-
ber byrjuðu síldveiðarnar í Hval-
firði. Hefir verið mikill landburður
af síld en hagnaður ekki að sama
skapi. Veiðarnar hafa reynzt ákaf-
lega dýrar, einkum í veiðarfærum.
Höfðu útvegsmenn ekki hentug
veiðarfæri til þessara veiða og hef-
ir verið reynt að notast við gaml-
ar nætur, og alskonar samtíning.
Mikið hefir rifnað af veiðarfærum,
bæði vegna rusls, sem skilið hefir
verið eftir í Hvalfirði og vegna
þess, að síldartorfurnar hafa verið
svo stórar, að næturnar hafa
sprunguð
Allur síldaraflinn á síðast liðnu
ári nam um 216 þús. smálestum.
Hið minna vélstjóranámskeið
Fiskifélags Islands var haldið á
Þingeyri frá 15. okt. til 30. jan. s. 1.
Námskeiðið sóttu 21 nemandi,
víðsvegar að af landinu.
Prófið stóðust allir. Ágætiseink-
unn hlutu sex nemendur.
Hæstu einkunn hlaut Davíð Hall-
dór Kristjánsson, Neðri Hjarðardal,
Dýrafirði.
Fara hér á eftir nöfn hinna nýút-
skrifuðu vélstjóra:
Davíð Halldór Kristjánsson,
Dýrafirði, 46 stig (7,67).
Ásmundur Guðmundsson, Flat-
eyri 45% (7,61).
Andrés Gunnar Jónasson, Arnar-
firði 44% stig (7,44).
Þorsteinn Björgvin Júlíusson,
Hrísey 44 stig (7,33).
Halldór Svanmundur Þorbergs-
son, Súðavík 43 stig (7,17).
Einar Guðnason, Súgandafirði,
42% stig (7,11).
Jón Jóhannsson, Keflav. 41% st.
Robert Valdimarsson, Stykkis-
liólmi, 41% stig.
Guðmundur Eggertsson, Dýra-
firði, 41% stig.
Gunnar Friðfinnsson, Dýrafirði,
41 stig.
Sigurður Magnús Magnússon,
Akranesi 41 stig.
Guðmundur Árni Markússon,
Súðavík, 40% stig.
Hermann Bjarnason, Þingeyri,
38% stig.
Jón Haukdal Þorgeirsson, Skaga-
strönd, 37 stig.
Jóhann Baldur Árnason, Hólma-
vík 38 stig.
Kristján Á. B. Finnbogason, Dýra-
firði, 36%. stig.
Andrés Magnús Eggertsson, Dýra-
firði, 35% stig.
Sturla Pétursson, Stykkishólmi,
35% stig.
Sigurgeir Guðfinnsson, Keflavík,
33% stig.
Guðjón Gugmundsson Karlsson,
Keflavík, 27%.
Anders Guðmundsson, Stein-
grímsfirði 26% stig.
Með þessu námskeiði hafa 1013
nemar lokið minna vélstjóraprófi
Fiskifélags Islands, síðan gegnum,
gangandi skírteinisnúmer voru
upptekin um 1936.
Aðalkennari var Helgi Kristjáns-
son vélstjóri frá Siglufirði, er hann
okkur liér áður að góðu kunnur,
þar sem hann hefir fyr verið aðal-
kennari á vélstjóranámskeiði á
Þingeyri.
Með þessu prófi hefir Helgi út-
skrifað 166 yélstjóra.
Aðrir kennarar voru:
1 íslenzku Sig Fr. Einarsson,
kennari. í reinkingi Kolbeinn
Iíristófersson, héraðslæknir. 1 eðl-
isfræði Ólafur Ólafsson, skólastjóri
Þingeyrarbarnaskóla. Mun almennt
álitið, að óviða út á landi sé völ
jafnhæfra kennara, hvers í sinni
grein. Um kvöldið hinn 30 janúar,
héldu hinir nýju prófsveinar boð
inni fyrir alla kennara, báða próf-
dómarana þá Matthías Guðmunds-
son vélfræðing, og Halldór Jónsson
vélsmið, og Inga S. Jónsson fyrir
hönd Fiskideildarinnar. Kaffi var
drukkið og ræður fluttar, en Davíð
Halldór Kristjánsson liafði orð fyr-
ir prófsveinum. Að hófinu loknu
var dansað fram á nótt.
Prófsveinar gáfu Ilelga Kristjáns-
syni kennara allt ritsafn Guðmund-
ar Magnússonar (Jón Trausti), og
Fiskifélagsdeild Dýrafjarðar gaf
honum bók Guðmundar Kambans
„Vítt sé ég land og fagurt“.
Við, sem þekkjum Helga Krist-
jánsson, biðjum og vonum, að hon-
um fylgi farsæld fram í tímann fyr-
ir komur sínar til Dýrafjarðar, og
að þau fórnfúsu störf, sem hann
liefir innt af höndum til öryggis-
aukningar íslenzkri sjómannastétt,
megi bera ríkan ávöxt, í fullvissu
þess, að hvert það verk, sem unnið
er af alhug, er unnið til blessunar.
Þingeyri, 1. febr. 1948.
Sig. E. Brei'öfjörS.
--------O---------
Svar við „svari“
Framhald af 2. síðu.
En það er nokkuð hátt sjálfsmatið
lijá formanni, að meta sig hærra
en alla aðra lesendur Vesturlands,
þótt hanii sé nú æðsti „valdhafi“
rafveitustjórnar. Ég fyrir mitt leyti
geri ekki ráð fyrir, að ég geli met-
ið neinn einn Iesanda blaðsins
meira en ajla aðra samanlagt, og
þess vegna gat ég ekki íátið mér
nægja að lauma aðeins leiðréttingu
ininni í vasa formanns.
Ég sleppi ekki við að drepa á til-
gátu form. um hvatir mínar, svo
rökvís og göfugmannleg, sem hún
er.
Út af því, að form. þykist ekki
liafa fengið réttar upplýsingar hjá
mér, telur hann, að ég „eflir lestur
Vesturlandsgreinar“ sinnar, hafi
séð mér færi á að rétta Hannibal
mína styrku hönd til hjálpar. Tak-
ið eftir: Ég á að hafa gefið rangar
upplýsingar 18. nóv. s. 1., þá vai
skeytið sent, til þess að ginna form,
í gapastokkinn, Hannibal til bjarg-
ar, en samt dettur mér það ekki í ,
hug, fyrr en ég hafði lesið Vestur
landsgrein hans 31. jan. s. 1. „Þetta
er nú bara tilgáta min“, segir form.
og bætir svo við: „en það getur nú
samt verið tilfellið“! — Svo finnst
honum þetta fallega gert af mér
„því það er ávalt fallegt að
hjálpa . ..“ — Á þessu, þótt am-
bögulegt sé, er augljóst, að form.
telur að tilgangurinn helgi meðal-
ið.
Ég hefi nú gagnrýnt nokkuð
„Svar“ form. Það er þó fjarri mér,
að vilja ekki sýna honum fulla
sanngirni, og er þá skylt að geta
þess einnig, sem þar er vel sagt og
velNmeint.
Hann kveðst hafa skrifað Vestur-
landsgrein sína til þess að „gefa
bæjarbúum sem gleggst, og um
fram allt réttast yfirlit um þessi
mál“. En þar sem ég tel, að form.
liafi ekki tekist að ná þessu göf-
uga marki í þetta skiptið, væri vom
andi, að lionum tækist það betur
næst, þegar hann réttir „sína
styrku bönd“ út yfir hið sollna
blakhaf.
Gu'öm. G. Krisljánsson.
MUNIÐ
Björgunarskútusjóð Vest-
l'jarða. öllum fjárstuðningi
veitt móttaka hjá
Kristjáni Krist iánssnni,
Sólgötu 2. lsafirði.