Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 9

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 9
9 S K U T U L L Övænt rödd. Framhald af 6. síðu. heyrði ég einhvern kalla að haki mér. „Prestur, prestur!“ Þetta var einn af mínum tvístr- uðu sauðum, sem kom þarna út úr skógarrunnunum — gam- all gráskeggur í bláum fötum. „Látið þetta ekki fá á yður, ungi maður. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jerry Mason hagar sér þannig. Hann má aldrei vita, að messur séu flutt- ar hér í sveitinni“. „En hvers vegna kemur fólk- ið til guðþjónustunnar, þegar það veit, hvernig allt endar?“, spurði ég sár og gramur. Gamli maðurinn horfði til himins. „Fólkið hér í sveitinni er trúað fólk, skiljið þér. Við þrá- um að koma saman og syngja og biðja og gleðjast í Drottni. Við erum skelfilega hrædd við Jerry Mason, skiljið þér. En samt sem áður lifum við sifellt í þeirri von, að næsti Herrans þjónn, sem kemur til okkar verði sá, er ekki lætur liræða sig“. Karlinn staulaðist til haka inn á milli runnanna, og þarna 'stóð ég nú aleinn, — blaktandi skar, — og glímdi við mínar tilfinningar. Það var hlygðunin, sem hafði yfirhöndina. Ég fann til hennar eins og líkamlegs sársauka — eins og tannpínu. „Ef þú leggur nú á flótta, sagði einhver rödd i brjósti mínu, gæti svo farið, að fjalla- húarnir þyrðu aldrei framar að vona, að nokkur klerkur hefði hugrekki til þess að hætta ein- hverju fyrir trú sína“. — „En þessi hræðilegi ungi maður með byssuna?“, sagði þá önnur rödd. Loks var það samvizkan, sem sigraði. Ég hafði gengið í þá herþjónustu, þar sem vopn- in eru trúin og bænin og ekk- ert annað. En það var aðeins nieð því að bpita sjálfan niig mikilli hörku, að ég stefndi hesti mínum upp veginn, í stað þess að halda hann niður. Á leiðinni spurðist ég fyrir um það, hvar Mason byggi. Þegar ég um síðir nálgaðist takmarkið, rak ég fyrst augun i spj ald, sem neglt var á garðs- hliðið. „Inngangur bannaður! Óviðkomandi verða skotnir. Jerry Mason“. Ég reið áfram upp stíginn og nam staðar við svartar hruna- rústir, en skammt þaðan stóð lítill, nýbyggður kofi. Hér sást ekki svo mikið sem eitt tré, runni eða blóm, er gsefi þessu eyðilega umhverfi ofurlítið líf. „Jer-ry Mason!“, kallaði ég. „Ég þarf að tala við yður!“ Á sama augnabliki kom ungi, dökkhærði maðurinn i ljós i dyrunum með byssuna í hönd- unum. Hann starði á mig, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. „Farið af baki“, skipaði hann. Ég sté af baki og mér tókst að stynja upp: „Gott kvöld, herra Mason“. „Hafið þér lögreglulið bíð- andi fyrir neðan?“ Nei, cg er aleinn“. „Þér eruð hugrakkari og um leið heimskari en ég hélt. Hvað viljið þér?“ „Mig langar að biðja yður um vatnssopa að drekka“, sagði ég vesældarlega. Hann teygði fram hökuna og rannsakaði mig með kuldalegu augnaráði. „Það getið þér fengið. Komið þá inn“. Þögull og álútur eins og böð- ull gekk hann á undan og vís- aði mér leiðina inn i kofann. Ilann lagði byssuna frá sér, tók blikltmál og sökkti þvi í vatns- fötu, sem stóð á gólfinu. Meðan ég sötraði vatnið, veitti ég honum nána athygli. En mér til sárra vonbrigða, fékk ég ekki séð, að hinn fjand samlegi syipur í dökkum aug- unum mildaðist minnstu vit- und. „Jæja, hvað er yður á hönd- um? Svarið strax! Hvaða er- indi hafið þér hingað?“ Tveim mínútum áður hafði ég ekki haft minnstu hugmynd um, hverju ég ætti að svara. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin oft næst. „Ég er kominn hingað til þess að biðja yður fyrirgefn- ingar“, heyrði ég sjálfan mig segja. „Eruð þér eitthvað geggjað- ur, eða eruð þér að reyna að tefja tímann?“ „Nei“. Og nú flutu orðin í stríðum straumum frá vörum mínum. „Ég er tilneyddur að biðj a yður fyrirgefningar á því, hversu ég var huglaus. Það er ég nú reyndar ennþá. En í dag mátti ég varla mæla. Það var þessvegna sem ég gaf yður ekki tækifæri“. „Gáfuð mér tækifæri?!“ „Já, það hefur ekki verið far- ið rétt með yður. Strax, þegar ég sá yður, vissi ég, að eitthvað hlaut að vera hræðilega bogið við þetta allt saman. Enginn mundi talca sér fyrir hendur að trufla guðþjónustur, án þess að alvarlegar ástæður kæmu til. Þér eigið heimtingu á því, að á yður sé hlustað. Ég hefði átt að fá yður til þess að skýra frá öllum málavöxtum.. En... .“ „Eins og þeir þarna, þessar hýenur, viti ekki allt saman!“ sagði Jerry með hásri röddu. „Jú, þeir munu aldrei gleyma því, það skal ég sjá um!“ „Hvað er það eiginlega, sem gengið hefur svona öfugt, Jerry?“ „Allt, — allt. Fjandinn hefur haft hér töglin og hagldirnar! Einu sinni bjó hér heil fjöl- skylda, — faðir minn, móðir mín, systir mín og ég. Fyrst dó pabbi, síðan dó systir mín og að lokum dó marnma". „Það eru engin uadur, þótt yður finnist þér vera einmana“, vogaði ég wiér að skjóta inn í. „Einmaua? Ég? Svo sannar- lega ekki! Ég þarfnast einskis félagsskapar. Faðir minn kenndi mér að vera sjálfum mér nógur. En það var dálítið öðru vísi með mömniu, siriljið þér. Hún aðhylliist þetta trúar- rugl yðar. Ég átti að ástunda að verða góður og sannkristinn maður, sagði hún æfinlega. Ég man, þegar ég var að syngja með henni „Lofið vorn Drottinn1. Og ég trúði þessu þá hálfvegis líka, þar til einn góð- an veðurdag að mamma veikt- ist. Ég sótti lækninn, en hann flýði eins og hræddur héri, þeg- ar hann sá, hvaða sjúkdóm lnin hafði“. Jerry greip i handlegginn á mér. „Hafið þér nokkru sinni stð manneskju deyja úr bólu- sott?“ Hann formælti og sleppti takinu. „Hið eina, sem hún bað um, eftir að lienni versnaði, var presturinn. Hún vildi fá hann til þcss að biðja með sér. En preslurinn niðri í sveitinni va,r raggeit. Hann þorði eklri að koma. Og það þorði heldur eng inu annar að koma til mömmu og vera hjá henni, enda þótt lnin væri því vön að sitja heil- ar nætur hjá sjúkum vesaling- um. Þess vegna varð ég að vera yfir henni, halda í hönd hennar, lesa fyrir hana úr biblíunni og þylja með henni bænix*, þar til.........“ Jeiæy snaraðist fram í dyrn- ar, nam þar staðar og starði á svartar rústii'nar af því, sem einu sinni var heimili hans. Mér var það ljóst, að hann var hræðilega einmana, að hann þjáðist af þrá eftir hinni sjúku

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.