Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 21

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 21
S K U T U L L Frestið ekki til síðustu stundar að kaupa Jólabækurnar, sem yður leikur hugur á ÚRVALS BARNABÆKUR Segðu mér söguna aftur Úrvalssögur og ævintýri, sem prent- uð hafa verið fyrir löngu síðan og eru því góðkunningjar eldri kyn- slóðarinnar, en hafa verið æsku landsins hulinn fjársjóður til þessa. Þetta er ein af hinum sígildu barna- bókum, sem ekkert barn má fara á mis við að lesa. ★ Hún amma mín það sagði mér Góð og ]>jóðleg barnabók, sem sér- hvert barn ælti að eignast. ★ Töfrastafurinn Slcemmtileg og þroskandi ævintýri eftir Öiinu Wahlenbcrg, kunnau barnabókahöfund. ★ Fjölskyldan í Glaumbæ Framh. hinnar vinsælu sögu, „Syst- kinin í Glaumbæ". Systkinin eru nú orðin talsvert eldri en þegar lesand- inn skyldi við þau síðast og ný við- liorf og vandamál komin til sögu. ★ Sagan af honum Sólstaf Fallegasta smábarnabók, sem prent- uð befur verið á Islandi. Þýðing eftir Freystein. ★ Músaferðin Mjög skemmtileg bók handa litlum börnum. Þýðing eftir Freystein. ★ Goggur glænefur liugþekk og skemmtileg saga um uppáhaldsvin litlu barnanna. „Gogg glænef“. Þýðing eftir Freystein. ★ Prinsessan og flónið Skeimntileg skosk ævintýri með myndum. ★ Leyndardómur f jallanna Skeinmtileg og þroskandi drengja- saga eftir Jón Björnsson. ★ Pétur Pan og Yanda Ein af frægustu barnabókum Breta í vandaðri ísl. þýð. Prýdd myndum ★ 1 víkinga höndum Spennandi saga handa drengjum. Glæsileg bók um hetjudáðir íslenzki’a sjómanna: BRIM OG BOÐAR Frásagnir af sj óhrakningum og svaðilförum við strendur Islands. Ævintýralegar og spennandi frá- sagnir, sem gerast á ólíkum slóðum og við mis- munandi skilyrði. Allar tegundir farkosta, sem Is- lendingar hafa notað, koma hér við sögu, allt frá róðrarbátum til gufuskipa. 1 bókinni er aragrúi mgnda. BRIM OG BOÐAR — bókin um íslenzku hetjurn- ar, er Icjörgripur, sem ekkert þjóðrækið heimili má vera án. ★ ÆVIKJÖR OG ALDARFAR Fjórtán fróðlegir og skemmtilegir þættir eftir Oscar Clausen. Hér er m.a. spennandi frásögn um fitlagana í Víðidal, þáttur um lækninn og ævintýra- manninn Jón Steinsson, ritgerð um Emil Nielsen, fyrsta framkvæmdastjóra Eimskipafélags Islands, hin merku og ýtarlegu útvarpserindi höfundar um síldveiði í Faxaflóa og Breiðafirði fyrr á árum o. fl. ★ Þ J ÖÐLÍFSM YNDIR Þættir úr islenzkri menningarsögu. Stórfróðleg og merk bók, „hið mesta hnossgæti öllum þeim, er þjóðlegum fræðum og gömlum minningum unna“, eins og einn ritdómarinn lcemst að orði. ★ SKYGGNIR ISLENDINGAR Þættir af fímmtíu skyggnum Islendingum, körl- um og konum. Oscar Clausen tók saman. óskabók allra þeirra, er áhuga hafa á dulrænum efnum. Aðeins örfá eintök óseld. Draupnisútgáfan Iðunnarútgáfan Sími 2923 — Pósthólf 561 NOKKRAR AÐRAR JÖLABÆKUR Ást en ekki hel Óviðjafnanleg ástarsaga eftir Slau- ghter, höfund bókanna „Líf í lækn- is hendi“ og „Dagur við ský“. ★ Þegar ungur ég var Heillandi skúldsaga eftir Cronin, höf. „Borgarvirkis" o.fl. ágætisbóka ★ Læknir eða eiginkona Dramatísk og spennandi skáldsaga um ungan kvenlækni, sem giftist stéttarbróður sínum. Bók, sem er sérstaklega að skapi allra kvenna. ★ Hann sigldi yfir sæ Mjög vel gerð og skemmtileg saga um sjómenn og siglingar. Ákjósan- leg gjöf handa öllum þeim, sem unna lífinu á sjónum. ★ Bragðarefur Spennandi saga um ævintýri, ástir og mannraunir á viðsjálli öld. Eftir sama höf. og „Sigurvegarinn frá Kastilíu“. ★ Silkikjólar og glæsimennska Skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson. Ein af hinum sárfáu íslenzku sög- um, sem eru á jólamarkaðinum í ár. ★ I kirkju og utan Ritgerðir og ræður eftir sr. Jakob Jónsson. ★ Elsa Spennandi ástarsaga, ein af hinum eftirsóttu Gulu skáldsögum. ★ Ást barónsins Bráðskemmlileg og spennandi saga nm sænskan barón, danska. greifa- dóttur og margar aðrar eftirminni- legar persónur. Tilheyrir einnig Gulu skáldsögunum. ★ Fjöll og firnindi Frásagnir Stefáns Filippussonar. Skráðar af Árna Óla. — Aðeins ör- fá eintök óseld.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.