Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 11

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 11
11 S K U T U L L Jón. „Konan mín óskar eftir að þá haldir aftur til félaga þinna og bjóðir höfðingja þinum þús- und roðasteina og þrjú pund af silfri sem lausnaragj ald fyr- ir son okkar. Ef þeir láta hann lausan fyrir þetta fé, skalt þú lífi halda“. „Já, en ef Englendingarnir láta nú ekki son þinn lausan“, sagði gamli maðurinn, „þá verður fanginn okkar efalaust áfram hjá vinum sinum“. Höfðinginn leit snöggt á unga liðsforingj ann. „Lofarðu því, að viðlögðum drengskap þínum, að koma aftur til okk- ar, ef sonur minn verður ekld látinn laus?“, spurði höfðing- inn. „Já“, sagði Jón „það sver ég við heiður minn“. Skömmu síðar lagði Jón af stað úr fjallabyggðum ætt- flokksins. Ein vikan leið eftir aðra, án þess að ættflokkurinn fengi nokkrar fréttir af hvíta fang- anum. Að lokum voru allir hermennirnir orðnir vonlausir um að sjá hann aftur. En kvöld eitt í rökkurbyrjun kom einn af útvörðum ræn- ingjanna auga á hvítan mann, sem kom ríðandi á múldýri í áttina til þorpsins. Þetta var Jón. Hann reið greitt að húsi höfðingjans og stökk þar af baki. „Hvaða fréttir flytur þú okk- ur?“, spurði höfðinginn, sem stóð í miðjum hópi vopnaðra manna. „Aðeins vondar fréttir“, svar- aði Jón. Eg hefi rætt við yfir- mann enska hersins, en hann neitar algerlega að láta son þinn lausan, hvað sem í boði er. „Hvaða örlög bíða hans?“, spurði höfðinginn. „Sökum æsku sinnar slepp- ur hann með eins árs dvöl í fangelsi“. „Við getum að minnsta kosti hefnt harma okkar“, hrópaði hvítskcggj aði öldungurinn. „Iwátið fílinn drepa Englend- inginn undir eins“. „Við skulum híða til morg- uns“, svaraði höfðinginn. „Lok- ið fangann inni“. Rétt fyrir dögun var Jón leiddur út undir bert loft, og var allur ættflokkurinn saman safnaður úti fyrir húsi höfð- ingjans. Fíllinn var tjóðraður við staurinn og barði rananmn fram og aftur í ofsa tryllingi. Höfðinginn gekk fram og sagði: „Ég hefi ráðfært mig við öldunga ættarinnar og við er- um sammála um dóm þinn. Við höfum skilyrðislausan rétt til að lífláta þig, en þú stóðst við orð þín, hélzt gefin loforð. Þú hefðir getað dvalið áfram hjá löndum þínum og við gát- j um ekki svo mikið sem skert j hár á höfði þínu. Þegar þú ; snérir hingað aftur, vissir þú, j að.þin beið ekkert nema hræði- legur dauðdagi. Við finnum, að þú hefir sýnt bæði hugdirfsku og óvenjulega orðheldni, en þeir eiginleikar eru prýði sér- hvers góðs hermanns. Af þeim ástæðum gefum við þér frelsi. Nú getur þú farið leiðar þinn- ar í friði. Berðu vinum þinum og hershöfðingj a kveðju okkar og segðu þeim, að jafnvel þó við séum aðeins illa séðir stiga- menn í þeirra augum, þá kunn- mn við að meta heiður og hug- rekki og metum mikils mann með þina eiginleika. Ég þakka þér fyrir fréttirnar, sem þú fluttir mér, þó þær yrðu á ann- an veg en ég vonaði. Ég bið þig að þiggja þetta sverð af mér sem heiðurslaun“. Hermennirnir hrópuðu fagn- aðaróp og hófu upp vopn sin og hylltu hvíta manninn, á með an höfðinginn afhenti Jóni fornt höggsverð, en skörðin í eggjum þess voru óræk merki þess, að oft hafði það verið bor ið í grimmilegum orustum. Indversku hermennirnir þyrptust utan um Jón og þrýstu hönd hans, og er hann skömmu siðar reið brott, girt- ur sverði höfðingjans, var fíll- in, sem átt hafði að kremja hann til dauða, leiddur fram. Þessi gráa risaskepna lagðist á hnén, lyfti rananum beint upp í loftið og rak upp þrjú dimm og drynjandi oi’g, — eins og hviti maðurinn væri voldugur fursti, er þetta konunglega dýr var að kveðja. Jón reið hægt burtu og brátt hvarf hann sj ónum fólksins, en frásögnin um þennan unga hvita fanga, sem efndi orð sín og snéri aftur í greipar dauð- ans, lifir enn þá meðal hinna hörundsdökku villtu manna í f j allabyggðum Norður-Ind- lands. lUlHlHlHlUIUlHlHlUlUlUlUlHlUlHlHlUllllHlUlUlUlHlUlUlUlUlHll'lHlHIUlllllllUlUlUlUlHlHiniHllllUlUlHIHlHlHllllHlHlM (Lausl. þýtt.) JÓLAKVÖLD. Fólldi! búið bíðar, brátt að kvöldi líður, færist nær og nær hátíð gleðihljóma helgi- og leyndar-dóma. Lifið Ijóma fær. Leitt er að bíða lengur, lítill mömmudrengur og stúlka á stuttum kjól þeysast stofu þvera, það er ei gott að vera kyrr, er koma jól. Sögu segir amma svo að pabbi og mamma fái heldur frið, dengsi og telputáta talsver mikið láta svona við og við. Entist ungra vizka oft til þess að gizka á, hvað undir bjó pukri pábba og mömmu, prúð á sögu ömmu hlusta — að hálfu þó. Bíl og brúðu fá þau, bráðum líka sjá þau grænum greinum á hin og þessi hanga hnoss, fyrir litla anga, sem þau síðar fá. Eigin sðgu sina sér hún amma skina tíndir ting/ri brá, lék i lágum sölum að legg og kindavölum lítil lipurtá. Líður líf, og breytist, litill fótur þreytist. þannig öld af öld elli æsku dreymir æskan vonir geymir hvert eitt jólakvöld. Hjörtur Hjálmarsson. Illlllll|llllllltllll!lllllll|llllllll|llllllllltllll|llll ll.flHIIIIIMI llllllllllllHIIIIHHllllUltllIIIIHUIItlllllllllHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIUIlHIIIII

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.