Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 25.02.1956, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Frá bæjarstjórn Eftirfarandi ályktanir voru fram boi’nar af bæjarfulltrúum meiri- hlutans við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar 1956. Bflskir til sðln HALLDÓR HALLDÓRSSON Sími 276 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiii PakkaíízOebia Sjómannafélag ísfirðinga þakkar af heilum huga þær fjöl- mörgu vinarkveðjur og heillaóskir, sem félaginu bárust í tilefni 40 ára afmælisins. Sjómannafélagið sendir öllum félögum sínum og vinum kær- ar kveðjur. Illlllllllllllllll III111111111111111111111111111111111111111111111111 lllllllllllllllllllllllllllllllllll 1111111111111111111111111111111111111111111111IIIIIIIIIII Greiðsla barnsmeðlaga. „Bæjarstjórn ísafjarðar mótmæl- ir því ákvæði í frumvarpi til laga um almannatryggingar, sem nú liggur fyrir Alþingi, að felldar verði niður 27. og 28. gr. núgild- andi almannatryggingalaga, þann- ig að bæjar- og sveitarfélögum verði aftur gert skylt að borga út meðlög með óskilgetnum börnum og til fráskilinna mæðra. Telur bæjarstjórnin að nauðsyn- legra væri að Alþingi sæi bæjar- og sveitarfélögum fyrir nýjum tekjustofnum, en að það haldi stöðugt áfram að hlaða á þau nýj- um útgjöldum með lagasetningum." Þessi tillaga var samþ. með 9:0. Skemmtanaskatti af bíósýn- ingum verði varið til inenning- ar- og í'ramfaramála í bænum. „Bæjarstjórn felur bæjarráði að halda áfram tilraunum til þess að tryggia Byggingarsjóði elliheimil- isins skemmtanaskatt af bíósýn- ingum á grundvelli þeirrar sam- þykktar, sem gerð var af bæjar- stjórn 2. maí s.l.“ Samþ. með 9 samhlj. atkv. Tilraun sú, sem gerð var s.l. ár, til þess að fá menntamálaráðherra til þess að fallast á að bæjarfélag- ið fengi að annast innheimtu skattsins í stað ríkisins, bar ekki árangur af því að talið var að laga- heimild brysti til þess. Ekki er þó með öllu útilokað að heimfæra megi þetta undir gildandi lög, og verður það nú athugað, en þarna er um það að ræða, hvort 80—100 þús. krónum á ári skuli varið til framfaramála hér í bænum, eða hvort þær skuli áfram renna í rík- ishítina. Fjáröflun til malbikunar gatna. „í sambandi við IX. lið 4 í fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs fyrir 1956, um lántöku til malbikunar, sam- þykkir bæjarstjórn ísafjarðar að fela bæjarráði að ganga frá tillögu um lánsútboð, þar sem tekið verði til athugunar að bjóða út vísitölu- tryggð skuldabréf." Samþ. með 9:0. 1 áætluninni er ráðgert að verja til malbikunar gatna 1.200.000.00 og er þá áætluð lántaka að upphæð 1,1 millj. kr. Hér er um slíka stórframkvæmd að ræða, að ekki verður komist langt með því framlagi einu, sem hægt er að taka upp í fjárhags- áætlun þessa árs. Varanlegri gatnagerð á líka að þýða það, að viðhald gatna í framtíðinni verði kostnaðarminna, og því engin goð- gá að taka lán til verksins fram í tímann. Þessari framkvæmd er ætlað að verða til þæginda og þrifnaðar fyrir bæjarbúa, og einn- ig til sparnaðar fyrir bæjarfélagið, og er því engin f jarstæða að hugsa sér, að ísfirðingar vilji sjálfir leggja til eitthvað af því fé, sem til þessa verks þarf. Mundu þeir þannig vinna sér og bæjarfélaginu gagn, án ess að eiga á hættu að tapa á því, þar eð skuldabréfin yrðu vísitölutryggð, og jafnframt mundu þeir stuðla að aukinni at- vinnu í bænum, því mestur hluti af kostnaðinum við gatnagerðina er vinnulaun. Stofnaður byggingarlánasjóður. „Bæjarstjórn samþ. að stofna byggingarlánasjóð, er hafi það markmið að veita lán til íbúðar- húsabygginga á ísafirði, og felur bæjarráði að semja tillögur um reglur íyrir sjóðinn." Tillögu þessari, og annari tillögu um sama efni frá minnihlutanum, var vísað til bæjarráðs með öllum atkvæðum. Framlag til byggingarlánasjóðs í áætluninni var, samkv. tillögu meirihlutans, ákveðið kr. 130 þús. Minnihlutinn lagði til að það yrði kr. 100 þús. Sjálfstæðismenn hafa að undan- förnu taliö sig hafa miklar áhyggj- ur af húsnæðismálum í bænum, og lagt til að bærinn bygði 12 íbúða- hús og seldi íbúðirnar hálfgerðar. Meirihluti bæjarstjórnar hefir hins vegar valið þá leið, að styðja ein- staklinga eða félög, sem áforma að byggja, með því að veita þeim við- bótarlán við þau lán, sem aðrir að- ilar veita. Hefir nú verið úthlutað um 20 byggingarlóðum, og virð- ist því áhugi einstaklinga og fé- laga í þessu efni vera meiri en að undanförnu, og er það gleðilegur vottur þess að atvinna hefir verið hér nokkuð stöðug og góð undan- farandi. Mun það sannast, að sú leið, að styðja þessa aðila, mun gefast betur en hin, að bærinn ráð- ist í húsbyggingar í hálfgerðri, eða fullkominni óvissu um sölu þeirra síðar. í þessu sambandi má geta þess, að vegna fyrirhugaðra húsbygg- inga við Engjaveg og Hlíðarveg, hefir orðið að taka verulegar fjár- hæðir inn á áætlunina til þess að gera lóðir á þessum stöðum byggi- legar, og stuðlar bærinn eirmig á þann hátt að auknum íbúðarhúsa- byggingum með beinum fjárútlát- um. Til umhugsunar. Hér skal að lokum bent á fáein atriði í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins til um- hugsunar fyrir bæjarbúa. Það er þetta: Sjálfstæðismenn klifa stöð- ugt á tvennu. 1 fyrsta lagi að út- svörin séu of há. 1 öðru lagi að verja þurfi meira fé, en gert er, til húsnajðismála, atvinnumála, lóðakaupa, skipulagsmála o. s. frv. Ósamræmið er auðsætt í þessum málflutningi, því séu útsvör lækk- uð, þá minnkar geta bæjarins að sama skapi til þess að leggja fé í framkvæmdir og umbætur. Það verður ekki bæði sleppt og haldið, og þegar Sjálfstæðismenn fimbul- famba um lítil framlög til hafnar- mála, útgerðarmála o. s. frv., þá sézt bezt, að þeir sjálfir meina þetta þetta ekki öðruvísi en sem áróður, á því, að þessum kröfum þeirra fylgja engar tillögur um tekjuöflun (þ. e. hækkuð útsvör) heldur syngja þeir þvert á móti stöðugt gamla sönginn um háu út- svörin, sem verði umfram allt að lækka. Þannig er allt á sömu bókina lært í áróðri Sjálfstæðismanna um bæjarmálin. Þeir tala um háar vaxtagreiðslur, en láta ógert að geta um leið þeirrar skuldasöfnun- ar, sem átti sér stað í valdatíð þeirra sjálfra. Þeir tala um sparn- að í skrifstofuhaldi bæjarins, en geta ekki þess, að þeir höfðu sjálf- ir mörg tækifæri til að færa sam- an störf á skrifstofunum, en gerðu það ekki. Sú samfærsla, sem þar hefir átt sér stað, (starf sérstaks hafnargjaldkera lagt niður), var gerð undir forustu Alþýðuflokks- ins. Þeir samþykkja sjálfir leng- ingu á sumarfríum starfsmanna bæjarins, en koma svo á eftir og heimta það, að ekki séu teknir menn til afleysingar í fríum. Þeir tala um seinagang á hafnarfram- kvæmdum, en gleyma að geta um kyrrstöðuna, sem ríkti í þeirra valdatíð, þeir tala um vanrækslu á viðhaldi húseigna bæjarins, og Frá Iðnaðarmannafélagi Isfirðinga Iðnaðarmannafélag Isfirðinga hélt aðalfund sinn 15. jan. s.l. 1 stjórn voru kosnir: Guðmund- ur B. Jónsson jámsmíðameistari, formaður, Daníel Sigmundsson, húsasmíðameistari, ritari og Kjart- an Guðmundsson, málarameistari, gjaldkeri. Á fundi þessum var brotið blað í sögu félagsins, er kom að þeim lið í dagskránni, að skólanefnd Iðnskóla Iðnaðarmannafélagsins skilaði af sér störfum og öllum gögnum skólans til félagsins, þar sem honum var slitið í síðasta skipti, sem slíkum, við lok síðasta skólaárs, og hafði félagið þá starf- rækt hann í 50 ár, lengst af fyrir eigin reikning, en hin síðari ár með styrk frá bæjarfélaginu og ríkissjóði. Skólastjóri hans s.l. 25 ár hefur verið Björn H. Jónsson og af því tilefni, og fyrir margvísleg störf í þágu iðnaðarmannafélagsins, og ísfirzkra iðnaðarmanna fyr og síð- ar, var hann á þessum fundi kjör- inn heiðursfélagi Iðnaðarmannafé- lagsins. En skólinn hóf starfsemi sína á þessu skólaári, sem Iðnskóli ríkisins, eftir hinum nýju lögum um Iðnskóla og Iðnfræðslu, sem tóku gildi á s.l. hausti. sleppa til hægðarauka fyrir sjálfa sig tímabilinu 1946—1951, meðan þeir voru í náðinni hjá kommunum og réðu bæjarmálum með þeim. Þannig mætti lengi telja, en hér skal staðar numið. Áróður Sjálf- stæðismanna um bæjarmálin er svo gagnsær blekkingavefur, þeg- ar litið er til fortíðar þeiri’a sjálfra að þeir munu lítið á honum græða annað en að verða bæjarmönnum til aðhláturs. \

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.