Skutull

Árgangur

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 07.11.1956, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Minningarorö: Guðtnunður Jónsson frá Mosdal Minningarorð: Sigurður Guðmundsson bakarameistari Sigurður Guðmundsson, bakarameistari, lézt úr hjartaslagi á heim- ili sínu 19. ágúst s.L, 59 ára að aldri. Á fundi bæjarstjómar Isafjarðar 5. september s.l. flutti Birgir Finns- son, forseti bæjarstjómarinnar, eftirfarandi minningarræðu um þenn- an valinkunna og mæta mann. Áður en gengið er til dagskrár þessa fundar vil ég minnast Sig- urðar Guðmundssonar, bakara- meistara, með örfáum orðum. Sigurður heitinn var fæddur í Gufudal í Gufudalshreppi 20. júlí 1897, sonur hjónanna séra Guð- mundar heitins Guðmundssonar og Rebekku Jónsdóttur frá Gautlönd- um, sem mikinn hluta æfi sinnar störfuðu meðal Isfirðinga við ágæt- an orðstý. Er frú Rebekka nú bú- sett í Reykjavík, háöldruð. Sigurður ólst upp í föðurgarði, og flutti með foreldrum sínum hingað til Isafjarðar og dvaldi hér jafnan á unglings- og fullorðins- árunum að undanteknum fáum ár- um sem hann var við nám í Dan- mörku. Hann hóf æfistarf sitt sem bakari við hlið föður síns hjá Bök- unarfélagi ísfirðinga, og að séra Guðmundi látnum tók Sigurður við forstjórn fyrirtækisins og rak það síðan til dauðadags. Um tveggja ára skeið var hann gjald- keri Útvegsbankans hér. Fyrir áhrif foreldra sinna var Sigurður fastmótaður félags- hyggjumaður og templari. Hann fylgdi Alþýðuflokknum að málum í stjómmálum og vann fyrir hann ýmis trúnaðarstörf. Bæjarfulltrúi fyrir flokkinn var hann kjörinn 22. nóv. 1924, og sat hann um nokkurt skeið í Bæjarstjórn Isa- fjarðar. Félagsmál stéttar sinnar lét Sigurður mjög til sín taka, var hann lengi formaður Iðnaðar- mannafélags ísfirðinga, og sótti mörg iðnþing sem fulltrúi ísfirzkra iðnaðarmanna. í góðtemplararegl- unni var Sigurður ötull starfsmað- ur og naut mikils álits meðal reglu- félaga sinna. Af öðrum trúnaðarstörfum Sig- urðar má nefna það að hann var formaður sjúkrasamlagsstjórnar frá ársbyrjun 1947 til dauðadags og þekkti ég af eigin raun, hversu samvizkusamlega Sigurður gegndi því starfi, og hversu annt hann lét sér um hag samlagsins, en þannig var hann í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Sigurður heitinn var aðsópsmik- ill maður, ef því var að skipta. Hann var kurteis vel, en gat verið kjarnyrtur og gagnorður, og leyndi þá sér ekki það tungutak, sem hann hafði lært af föður sínum, sem frægur var fyrir orðkynngi og ritsnilld. Hann gerði sér far um að vanda málfar sitt og fram- komu, og tókst það svo vel að sam- borgarar hans allir viðurkenna, að með honum sé horfinn af sjónar- sviðinu vandaður maður og dreng- ur góður, sem ætíð var heill í hvorju máli. Sigurður heitinn lézt án þess að dauðinn gerði boð á undan sér 19. f. m. Kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir, hin mætasta kona, dó allmörgum árum á undan Sigurði frá þrem ungum sonum. Ég bið bæjarstjórn Isafjarðar að votta sonum þeirra hjóna og öðr- um aðstandendum Sigurðar heit- ins Guðmundssonar, samúð og virðingu með því að rísa úr sæt- um.“ Þegar forseti hafði þetta mælt, risu bæjarfulltrúar úr sætum í virðingarskyni við hinn látna. Minnst 50 ára afmælis unglinga- fræðslunnar á ísafirði og 25 ára afmælis gagnfræðaskólans. Gagnfræðaskólinn á Isafirði var settur laugardaginn 29. sept. s.l. Við það tækifæri var minnst 50 ára afmælis unglingafræðslunnar á ísafirði og 25 ára afmælis gagn- fræðaskólans. Skólasetningin fór fram í Alþýðuhúsinu og var fjöl- menni viðstatt. Ræður fluttu Björgvin Sighvatsson, form. fræðsluráðs ísafjarðar, Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, sem var skólastjóri Gagnfræða- skólans í 15 ár, Guðmundur G. Hagalín, fyrrum skólanefndarfor- maður og kennari við skólann, Haraldur Leósson, skólastjóri unglingaskólans árin 1923—1931 og alls kennari við báða skólana í 30 ár, Ása Grímsson, er talaði f.h. 50 ára nemenda, Guðmundur Lud- vigsson, er talaði f.h. gagnfræð- inga 1932, Ólafur Hannesson f.h. nemenda, sem komu í skólann 1931 Maríus Þ. Guðmundsson f. h. 15 ára nemenda og loks Guðjón Krist- insson, núverandi skólastjóri, sem flutti skólasetningarræðu. Milli ræðanna stjórnaði Ragnar H. Ragnar almennum söng. Allir full- trúar eldri nemenda færðu skól- anum gjafir og þakkir og Guðm. G. Hagalín flutti skólanum heilla- óskir fræðslumálastjóra. Fjöldi heillaskeyta bárust m. a. frá menntamálaráðherra, Bjarna Jóns- syni vígslubiskupi, Sigurjóni Jóns- Einn mætasti og kunnasti borg- ari Isafjarðar andaðist í sumar. Það var Guðmundur Jónsson frá Mosdal, en hann lézt 3. júlí s.L eft- ir erfiða sjúkdómslegu. Guðmundur frá Mosdal fæddist 24. sept. 1886 að Villingadal á Ingjaldssandi. Foreldrar hans voru hjónin Sveinfríður Sigmundsdóttir og Jón bóndi Jónsson á Villingadal. Skömmu fyrir jólin, árið sem Guðmundur fæddist, fórst faðir hans af slysförum, lenti hann í snjóflóði. Voiiö eftir var Guðmundur tek- inn í fóstur í Mosdal, en þar bjó hálfbróðir Jóns heitins, Guðmund- ur Jóhannesson. Strax í æsku kom listhneigð Guðmundar í ljós, svo og bók- hneigð hans. Hagnýtti hann hverja stund sem til féll til ástundunar íyrrgreindra hugðarefna. Árið 1911 brauzt hann af Íitlum efnum en ríkri þörf og óbugandi áhuga til náms í tréskurði hjá snillingnum Stefáni Eiríkssyni. Lauk hann því námi 1916. syni, fyrrverandi bankastjóra og Luðvig Guðmundssyni, fyrrverandi skólastjórum. Unglingaskólinn á ísafirði var fyrst rekinn af bæjarfélaginu. Fyrsti skólastjóri hans var dr. Björn Björnsson frá Viðfirði, en fyrsti skólastjóri gagnfræðaskólans var Ludvig Guð- mundsson, núverandi skólastjóri Handíðaskólans. Fyrstu sjö ár gagnfræðaskólans, eða meðan Luðvig Guðmundsson var skólastj. hans, var tekin upp ýmis nýbreytni í skólastarfinu m. a. aukin verkleg kennsla og lögð mikil rækt við fé- lagslíf nemenda. þá var byggt skólaselið Birkihlíð, þar var um skeið rekinn vinnuskóli undir stjórn Luðvigs. Var verknáms- kennslunni einnig haldið áfram eftir að Luðvig hvarf frá skólan- um og var skólinn fyrsti gagn- fræðaskóli landsins, sem uppfyllti kröfur núgildandi fræðslulaga til verknáms, en það var í skóla- stjóratíð Hannibals Valdimarsson- ar. í skólastjóratíð hans var hús- næði skólans aukið stórum og býr hann nú við ágæt skilyrði hvað húsnæði snertir. Nemendur í vetur eru 142 tals- ins og starfar skólinn í þrem bekkjum í 7 deildum. Á laugar- dagskvöldið hafði fræðsluráð Isa- fjarðar boð inni að Uppsölum fyr- ir fjölda gesta í tilefni afmælis- ins og voru þar margar ræður fluttar og vel sungið undir stjórn Ragnars H. Ragnars. Formaður Um haustið 1916 fór Guðmund- ur til ísafjarðar og átti hér heima nær óslitið upp frá því. A árunUm 1919—’21 dvaldi hann við íramhaldsnám í sérgrein sinni erlendis. Þegar heim kom hóf hann kennslu hér í bænum og víðar í smíðum, tréskurði, bókbandi og dráttlist. Hann gerðist kennari við barna- og unglingaskólann hér ár- ið 1923 og gegndi hann því starfi af stakri trúmennsku og ríkum áhuga til dauðadags. Eins og þeir vita gleggst, sem Guðmund þekktu, þá var hann ein- lægur hugsjónamaður og mikill félagshyggjumaður, sem hafði ætíð drenglund, manngildi og góðvild að leiðarljósi í öllum störfum sín- um. Þáð var því ekki nema að von- um, að Guðmundur gerðist forvíg- is- og áhrifamaður þeirra samtaka, sem unnu að ræktun lands og lýðs. Um langt árabil var hann einn helzti áhrifamaður ungmennafé- lagshreyfingarinnar og hvíldu mjög á honum margháttuð trúnað- arstörf þeirra samtaka. Innan góðtemplarareglunnar gegndi hann einnig trúnaðarstörf- um og lét sérstaklega til sín taka þau mál, sem snertu velferð ungl- ingareglunnar. Uni langt skeið var hann í safn- aðarstjórn hér í bæ og meðhjálp- ari í kirkjunni. Starf manna eins og Guðmund- ar Jónssonar frá Mosdal verður seint metið til verðs eða þakkað sem vert er, til þess er það of dýr- mætt og þýðingarmikið. Allir, sem áttu þeirri hamingju að fagna, að kynnast Guðmundi, munu af heil- um hug geta tekið undir eftirfar- andi orð úr hinni afburðasnjöllu ræðu, sem séra Eiríkur J. Eiríks- son á Núpi flutti í Isafjarðarkirkju við jarðarförina. Hann sagði: „ . . . en fegursta minnismerkið, sem Guðmundur frá Mosdal gerði, er mynd minninganna, sem við vinir hans eigum af þonum. Hún er ekki í gullumgjörð auðs né valds, en hlý hjörtu hinna mörgu, er hann liðsinnti, munu varðveita hana. Líkamlegt atgerfi eða ytri glæsileiki gerði hann ekki að for- ingja og brautryðjenda, en yfir honum var þó reisn gáfaðs manns, traustrar gerðar, af djúpri, ósvik- inni rót íslenzkra, vestfirzkra ætta, með reynslu og baráttu þjóðarinn- ar og þessa landshluta í blóðinu, mál hennar á tungu, menningu hennar í huga og hjarta og í hönd- um.“ fræðsluráðs, Björgvin Sighvatsson, stjórnaði hófinu. Vegleg skólahátíð

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.