Skutull - 24.12.1961, Side 13
SKUTULL
13
'því, hvort það gæti átt sér stað,
að jólatréð væri óþekkt í Ameríku.
Svörin írá prestunum bárust
hvaðanæva að, en öll fluttu hið
sama neikvæða svar.
Fólk, sem kom frá Evrópu,
þekkti siðinn, en almenningur í
Ameríku vissi ekki, að neitt væri
til í veröldinni, sem héti jólatré.
En drungaiegan nóvemberdag
barði eldri herramaður að dyrum
hjá föður Schwan. Hann hafði ver-
ið prófessor við háskólann í
Worms, og var nýkominn til
Ameríku, og hafði frétt um eftir-
grennslanir prestsins í Cleveland
varðandi jólatréð svonefnda.
Hann sagði hinum eftirvænting-
arfulla föður Schwan, að þessi sið-
ur ætti upptök sín í Alsace.
I riti, sem út var gefið í Stras-
bourg 1646, er í fyrsta skipti birt
mjög greinileg frásögn um skreytt
jólatré, — þó án ljósa.
Áður en 50 ár voru liðin, var
tréð komið yfir Rínarfljótið. Ein-
hvers staðar á þeirri leið fékk það
Ijósin á sig, og um það bil árið
1700 kemur það fram í fjölmörg-
um þýzkum furstadæmum.
Samkvæmt upplýsingum pró-
fessorsins kom fyrsta jólatréð til
Finnlands um 1800, til Danmerk-
ur náði það 1810 og til Noregs
1928.
Dag nokkurn fékk svo faðir
Schwan bréf frá bænum Wooster
í Ohió. Þar var frá því skýrt, að
þar hefðu menn haft jólatré í mörg
ár. Presturinn skrapp til Wooster,
og þar kynntist hann August
Imgard. Imgard var ungur Þjóð-
verji, er fluttist til Ameríku árið
1847. Eldri bróðir hans, Frederik,
bjó í Wooster með konu sinni og
tveim börnum, þegar August kom
þangað, og þar sem jólin voru
brátt gengin í garð, vildi August
koma frænku sinni og frænda á
óvart, hann vildi fagna jólunum á
sama hátt og gert var heima í
gamla landinu, — það átti því
einnig að vera jólatré.
Hann felldi grenitré og bjó til
skraut á það. Jóladagskvöldið
1847 hafði því grenitré staðið í
húsi Frederiks Imgards, skínandi
í ljósadýrð og svo ósegjanlega fag-
urt, — það var fyrsta jólatréð í
Ameríku.
Börnin voru yfir sig hrifin, og
næstu árin höfðu margir aðrir
innflytjendur í bænum einnig
tendrað jólatré á heimilum sínum.
Þegar faðir Schwan kom aftur til
Cleveland kallaði hann alla helztu
menn safnaðarins saman til fund-
ar. Þangað bauð hann einnig
blaðamanni frá blaði einu, sem
hafði kallað jólatréð í Zíonskirkj-
unni: „t.ilgangslaust, heimskulegt
og hlægilegt tiltæki". Presturinn
sagði þeim nú frá niðurstöðum
þeim, sem hin ýtarlega athugun
hans hafði leitt í ljós.
Hann sagði þeim einnig frá söng
einum, sem hann hafði heyrt í
Wooster, og hann byrjaði að
syngja hann. Söngur þessi var um
jólatréð, sem væri einskonar tákn
um óendanlega gæzku Guðs og
tryggð hans við mennina. Hið ein-
falda lag var auðlært og brátt tók
einn af öðrum undir viðlagið.
En faðir Schwan hafði samt
sem áður ekki fundið minnstu
sönnun fyrir því, að jólatréð hafi
frá upphafi verið kristinn siður.
Rétt fyrir jólin árið 1852 heim-
sótti hann aftur föður Canfield
þeirra erinda að játa, að áform
hans hefði mistekizt, en vinur hans
var þá rétt nýkominn heim úr
ferðalagi til kanadísku skóganna.
Þar hafði munkur einn sagt hon-
um forna helgisögn, er skráð hafði
verið í sikileysku klaustri snemma
á miðöldum.
Sögnin var um nóttina helgu
þegar Frelsarinn fæddist. Allt lif-
andi hélt til Betlehem þeirra er-
inda að tilbiðja hann og veita hon-
um lotningu. Einnig trén voru þar
með. Ekkert tré var svo langt að
komið eins og það minnsta þeirra,
lítið grenitré. Það var svo þreytt
og örmagna, að það gat naumast
haldið sér uppréttu, og hin trén,
skreytt ilmandi blómum og miklu
laufskrúði, með sínum gildu stofn-
um huldu næstum algjörlega þetta
vesalings langt að komna tré.
En stjörnurnar kenndu í brjósti
um grenitréð litla, — og sjá, —
mikið stjörnuregn féll frá himn-
um, og hin skæra jólastjama
tyllti sér á topp grenitrésins, og
allar hinar stjörnurnar skipuðu
sér á greinar þess. Og barnið bless-
aði litla grenitréð brosandi.
Löngu áður en menn þekktu
jólatréð hefir guðhræddur maður
séð sanna táknmynd um eilífan
kærleika guðs í sígrænu trénu, og
jafnframt skynjað stjörnumprýtt
grenitré sem tákn frá sjálfum
himninum. Og hann hefir skráð
frásögnina um þessa dásamlegu
opinberun svo hún geymdist kom-
andi kynslóðum.
Á aðfangadag jóla var barið að
dyrum hjá föður Schwan, og hann
gekk til dyra. Úti fyrir var yndis-
legt jólatré. Silfurglitrandi engla-
hár bylgjaðist um stjörnuna í trjá-
toppinum, litlar glerbjöllur héngu
á greinunum og klingdu við þegar
blærinn bærið þær, rauð epli og
gullnar hnetur dingluðu milli
greinanna, er voru prýddar hvít-
um Ijósum.
Og hjá trénu stóðu tvö brosandi
börn: „Við eigum að óska yður
gleðilegra jóla frá föður Canfield“,
sagði annað barnið. „Þetta er jóla-
gjöf hans til kirkjunnar yðar“.
Þannig atvikaðist það, að í ann-
að skipti ljómaði jólatré í Zíons-
kirkjunni, og innan skamms
breiddist þessi siður út um alla
Ameríku.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
n.
MATTHÍASAR BJARNASQNAR
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Eimskipafélag Islands h.f., afgreiðslan á ísafirði
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Verzl. Matth. Sveinssonar. - Rakarastofa Áma Matthíassonar.
GLEÐIIÆG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Hannyrðabúðin.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁP!
Þakka viðskiptin á líðandi ári.
Rakarastofa Vilbergs Vilbergssonar.
SJÚKRASAMLAG ÍSAFJARÐAR
óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla
og farsældar og heiibrigðis á komandi ári.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á Mðandi ári.
R A F H. F.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Olíusamlag útvegsmanna. — Verzlun Rögnvaldar Jónssonar.
GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Verzlun Jóns Ö. Bárðarsonar.
Verzlunin Bræðraborg. — Verzlunin París.
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu.
Guðmundur & Jóhann.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Guðmundur Sæmimdsson og synir.
óskum öllum viðskiptamönnum og starfsfólki
gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs
með þökk fyrir viðskipti og samstarf á líðandi ári.
HraðlrystihúsiO Norðurtangi h.f.