Skutull

Volume

Skutull - 13.01.1968, Page 2

Skutull - 13.01.1968, Page 2
/ 2 S K U T U I L lægra en sl. 5 ár. Er þá al- veg gengið fram hjá öllum verðhækkunum innanlands á sama tíma, sem vitanlega hafa stóraukið framleiðslu- kostnaðinn, Svona blekkinga- iðja dæmir sig sjálf. I sambandi við verðfall útfl. afurðanna er rétt að hafa í huga, að verðfallið hófst þeg- ar vorið 1966, en bæði þá og sl. ár var hægt að bæta sjávar útveginum það að nokkru með tilstilli ríkissjóðs vegna góðr- ar afkomu hans. Var einnig komið á verðstöðvun, sem launþegasamtökin tóku af miklum skilningi, einmitt af því, að þau gerðu sér grein fyrir aðsteðjandi vanda, og tóku aðvaranir ríkisstjórar- innar trúanlegar. Var þess vænst, að verðlag útflutnings ins mundi aftur fara hækk- andi, en fram til þessa hefir lítil sem engin breyting orð- ið til batnaðar. Þvert á móti hefir nú frézt, að Rússar hafi lækkað verð á þeim hraðfrysta fiski, sem þeir kaupa, og eyk ur það enn á vandann. Uppbætumar og verðstöðv- unin voru bráðabirgðaaðgerð- ir, og hafa alltaf verið kynnt- ar sem slíkar. Hefir aldrei verið dult með það farið, að meira þyrfti til að koma, ef verðlag á útflutningnum lag- aðist ekki á þeim fresti, sem vannst vegna þessara aðgerða. Þegar fjárlög voru lögð fyrir Alþingi í haust, var gert ráð fyrir, að ríkissjóður þyrfci að bæta stöðu sína um 750 rnillj. kr., til þess að unnt væii að veita atvinnuvegunum sömu aðstoð á árinu 1968 og sl. tvö ár. Var skýrt tekið fram, að þetta út af fyrir sig mundi ekki reynast nægilegt vegna hins gífurlega verðfalls og stórminnkaða afla. Var það vissulega ætlun stjómarflokkanna, að reyna að komast hjá gengisfellingu í lengstu lög, en áður en önnur úrræði höfðu verið könnuð til hlítar, skeði það, að Bretar felldu gengi pundsins um 14,7%. Var þá einsýnt, og viðurkennt af öllum, að ekki yrði hjá því komizt, að fella gengi krónunnar a.m.k. sem svar- aði gengisfellingu pundsins. Þótti þá ráðlegast, úr því sem komið var, að stíga skref ið til fulls, og fella gengi krónunnar það mikið, að gengisfellingin nægði til þess að skapa sjávarútvegi og iðn aði viðunandi rekstursgrund- völl á ný. Þessi þróun mála skapaði miklar annir á Alþingi fyrir jólahátíðina, og er ekki lokið við alla þætti þeirrar laga- setningar, sem gengislækkun- inni fylgir. Þó hefir verið gengið frá nokkrum mikil- vægum atriðum. Verðhækkanir á birgðum innfluttra vara hafa verið bannaðar. Verðlagsákvæði hafa verið aukin á ný, og verzlunarálagn ing lækkuð. Framleiðendur útfl. sjávar- afurða fá nýja gengið fyrst frá áramótum, en gengishagn aði fram að þeim tíma, ca. 400 millj. króna, verður öll- um varið til þarfa sjávarút- vegsins með ýmsu móti. Land búnaðurinn fær einnig nokk- urn gengishagnað af sínum útflutningi, og er honum var ið til að draga úr hækkun landbúnaðarvara innanlands. í undirbúningi er breyting á tollalögum, sem mun hafa í för með sér verulega lækkun tolla. Ákvéðið hefur verið að greiða 10% hækkun á ellilaun og örorkubætur, og á það að nægja til þess að trygginga- bætumar hafi sama kaupmátt og fyrir gengisbreytinguna. • í undirbúningi em reglur cun verðtryggingu fjárskuldbind- inga. Gengisfellingar hér á landi eru jafnan gerðar aðallega til þess að rétta við hag út- flutningsatvinnuveganna, en fari svo, að almennar launa- hækkanir fylgi þeim, áður en þeim tilgangi hefir verið náð, þá em þær að mestu unnar fyrir gíg. Þessu vanda- máli þurfti nú að mæta, eink- um að því er varðar vísitölu- uppbætur á laun, sem vom lögboðnar. Átti kaup að hækka um 7,5% samkv. eldri vísitölugmndvelliinum 1. des. sl., en svo mikil hækkun hefði þegar í stað dregið stórlega úr jákvæðum árangri gengis- breytingarinnar fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina. Verkalýðshreyfingin setti sig upp á móti áformum um að gera hvorttveggja, að fella niður 7,5 prósentin, og afnema vísitölubindingu kaupsins, og höfðu mörg verkalýðsfélög boðað verkfall 1. des. til að mótmæla þessu. Nýr vísitölugmndvöllur hafði verið reiknaður út, og samkvæmt honum átti kaupið 1. des, að hækka um 3,39%. Kom það í ljós í viðræðum ríkisstjómarinnar við fulltrúa launþegasamtakanna, að þau mundu út af fyrir sig ekki snúast gegn því, að nýi grund völlurinn yrði tekinn til við- miðunar, og mun sannast mála, að þegar til lengdar lætur, verði hann launþegum hagstæðari en sá gamli. Var nú horfið að því ráði, að taka upp nýju vísitöluna frá fyrsta des. sl. og hækka laun almennt um 3,39%, en jafnframt er svo frágengið í bili a.m.k., að vísitöluuppbæt- ur em hvorki leyfðar né bann aðar, og geta þær því verið samningsatriði milli stéttarfé- laga og vinnuveitenda. Eftir atvikum létu verkalýðssam- tökin þessa lausn mála kyrra lyggja, a.m.k. fyrst um sinn, og boðuðum verkföllum 1. des. var aflýst. 1 samningaum leitunum um þessi mál sýndi ríkisstjórnin enn á ný vilja sinn til þess að eiga góða samvinnu við verkalýðshreyf- inguna, og þó ekki hafi verið um formlega samninga að ræða, náðist þama vemlegur gagnkvæmur árangur. Þótt segja megi, að nokkur óvissa ríki um frekari framvindu þessara mála, er full ástæða til að ætla að hinir ábyrgari forustumenn stéttarfélaganna geri sér það ljóst, að margt skortir enn þá til þess að rekstrargrundvöllur sjávar- útvegsins sé nægilega vel tryggður. Meðan svo er, er heldur ekki ömggt, að full atvinna haldist, en atvinnu- öryggi og vinnufriður hafa meiri þýðingu fyrir launþega en hækkun kaups í krónutölu. Á miklu veltur, ekki sízt fyrir Vestfirðinga, að vel tak ist til um ákvörðun fiskverðs ins, sem ná er beðið eftir. Sölusamtök fiskútflytjenda þurfa að viðurkenna þá stað- reynd, að fiskur veiddur á línu er sérstök gæðavara, sem ber að greiða mun hærra verði en annan fisk. Eins og nú horfir, er tilgangslaust að Það er staðreynd að... ! rúmlega 90 miljónir króna verða greiddar í vinninga 1968. .... 70 krónur af hverjum 100 verða endurgreiddar viðskiptamönnum í vinningum. .... þetta er hæsta vinningshlutfall, sem nokkurt happdrætti greiðir hérlendis. . . . . einungis í Happdrætti Háskólans er möguleiki á að vinna 2 miljónir króna á sama númerið í einum drætti. . . . . 4. hvert númer hlýtur vinning að meðaltali. . . . . allir vinningar eru undanþegnir tekjuskatti. .... Happdrætti Háskólans er eina happdrættið hérlendis sem greiðir alla vinn- inga út í peningum .... með því að spila í því stuðlið þér að auknum vexti Háskóla Islands og takið þátt í að gera möguleg hin umfangsmiklu vísinda- og rannsóknarstörf sem fara fram á vegum hans. Vinsamlegast endurnýjið sem fyrst til þess að forðast biðraðir síðustu dagana. Fastir viðskiptamenn eiga forgangsrétt á miðum sínum til 7. janúar. i W Happdrætti Háskóla Islands Umboð á Isafirði og Hnífsdal: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.