Skutull

Árgangur

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 3

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 3
SKUTTJLL 3 Minningarorð: Guðmundur Bjarnason Fæddur 7. júlí 1908 — Dáinn 13. nóvember 1967 Guðmundur Bjamason, hús vörður, lézt í Fjórðungssjúkra húsinu á ísafirði 13. nóv. sl. eftir nokkra vikna stranga sjúkdómslegu. Guðmundur Bjamason var fæddur 7. júlí 1908 að Mið- húsum í Reykhólasveit: For- eldrar hans, sem þá bjuggu á Miðhúsum, voru hjónin Björg Magnúsdóttir og Bjarni Guðbrandsson. Þau voru bæði ættuð úr Strandasýslu. Tveggja ára að aldri flutt- ist Guðmundur með foreldmm sínum til Isafjarðar. Hér átti hann síðan heima til dánar- dags. Á bemsku- og uppvaxtar- ámm Guðmundar heitins Bjamasonar vom lífskjör dag launamanna engin sældarævi. Daglegt áhyggjuefni verka- mannsins var það að sjá fjöl- skyldunni fyrir allra brýnustu lífsnauðsynjum. Það verkefni var sannarlega mikil þolraun, því aðstæðurnar vom erfiðar. Ananrs vegar árstíðabundið og oft langvarandi atvinnu- lesi ,en á hinn bóginn var harðdrægt og skilningslítið peningavald, sem hélt almenn- koma með lélegan fisk að landi í trausti þess, að hægt sé að vinna úr honum skreið fyrir Afríkumarkað. Við stöndum á tímamótum, hvað snertir sjávarútveginn og markaðina fyrir aðalút- flutningsafurðir okkar. Utan- aðkomandi og óviðráðanlegar ástæður valda því, að nú þarf að endurskipuleggja margt í þessum hefðbundna atvinnu- vegi hér heima fyrir ,og brjóta nýjar leiðir í markaðsmálun- um. Við höfum margt gott til þess að byggja á: Góð skip og vel búin tækjum, og full- komnar vinnslustöðvar í landi. Margar þessar vinnslu- stöðvar hefir þó að undan- förnu skort verkefni, m.a. vegna þess ofurkapps, sem lagt hefir verið á síldveið- amar, með vægast sagt mis- jöfnum árangri. Hækkun fisk- verðsins getur bætt verulega úr þessu, en ég segi það aftur, að leggja verður áherzlu á að greiða hæsta verð fyrir bezta fiskinn. Við höfum fram til þessa hugsað of mikið um aflamagn ið, en of Htið gert að því að vinna úrvals gæðavöru úr þvl ingi í úlfakreppu fátæktar og öryggisleysis. Bjami, faðir Guðmundar, var að sögn mesti elju- og dugnaðarmaður. Böm þeirra Guðinundur Bjarnason hjóna voru sex, tvær dætur og fjórir synir. Meðan börnin vom í ómegð var fyrirvinna heimilisins aðeins ein. Það liggur því í augum uppi að þar muni ekki hafa verið mik ill auður í garði, þrátt fyrir dugnað og ráðdeild þeirra hjóna. Á þessum ámm var það brýn nauðsyn, að bornin færu ágæta hráefni, sem við eigum kost á. Aðrar þjóðir keppast nú við að koma sér upp fljót- andi verksmiðjum, sem fá sitt hráefni glænýtt úr hafdjúp- inu. Við þetta versnar sam- keppnisaðstaða okkar, hvað gæðin snertir, og á því meg- um við alvarlega vara okkur. Við þurfum að hafa meiri fjölbreytni í framleiðslunni, og vinna vömrnar í neytenda umbúðir, hvort sem þær em hraðfrystar eða niðursoðnar, eða unnar á annan hátt. Þetta er auðsagt, en í framkvæmd- inni rekum við okkur á tolla- bandalög og tollmúra, og þá staðreynd, að fullunnar vömr em allsstaðar hærra tollaðar en hráefni, eða lítt unnar vör ur. Þessi vandi er þessvegna óleysanlegur, nema með ein- hverskonar aðgangi að stóm markaðssvæði, t.d. Fríverzlun arlöndunum. Allt þetta, og sitthvað fleira er í deiglunni um þessi ára- mót. Ég vona, að fyrir þjóðar heildina sé farsæl lausn vanda málanna ekki langt undan. Gleðilegt nýár. fsafirði, 7. janúar 1968. Birgir Finnsson. að vinna fyrir sér strax og unnt var, enda þörf alþýðu- heimilanna mikil til að drýgja knappar vinnutekjur. Hlutskipti Guðmimdar heitins og systkina hans varð því það að létta undir með for- eldmnum strax og kraftar leyfðu. Guðmundur byrjaði því starfsævi sína næsta ung- ur að ámm, fyrst við salt- fiskþurrkun, sem á þeirri tíð var helzti atvinnuvegur bæjar búa, og sem gat nýtt vinnu- afl barna öðrum atvinnugrein- um fremur, Eftir því, sem líkamsþroski og starfsgeta Guðmundar óx, urðu verkefnin fjölbreyttari og erfiðari. Snemma bar á kappsfullum dugnaði hans. Hann varð því brátt eftir- sóttur til starfa, enda harð- duglegur, verklaginn og fjöl- hæfur mannskapsmaður. Ámm saman vann hann hjá sömu verkstjómm, bæði á fiskvinnslustöðvum, í rækju vei’ksmiðju, sem bærinn rak í Neðstakaupstað og víðar. Þá var hann í hópi þeirra harðduglegu verkamanna, sem unnu frábært starf við erfið- ar aðstæður í sambandi við raforkuframkvæmdirnar við Fossavatn og að Fossum í Engidal. Aðalstarf Guðmundar var þó húsvarzla í Alþýðuhúsinu. Því erfiða og vanþakkláta starfi gengdi hann um 30 ára skeið af sérstakri árvekni og trúmennsku. Við fyrstu sýn og í augum ókunnugra virðist Guðmundur Bjarnason ekki eiga að baki sér atburðaríka eða stór- brotna sögu. En þegar dýpra er skyggnzt og horft bak við hversdagsleikann, sem að sjálfsögðu ber í ríkum mæli svipmót þeirra lífskjara, sem uppvaxtarárin buðu upp á, blasir önnur og sannari mynd við. En það, sem skiptir þó mestu máli, er sú staðreynd, að hér var um náttúmgreind- an, fjölhæfan og heilsteyptan drengskaparmann að ræða, sem vegna þjóðfélagslegrar að stöðu stéttar sinnar átti þeirra einna kosta völ á mestu manndómsámm æv- innar, að taka hlutskipti sínu og lífsbaráttu af sannri karl- mennsku, og reynast vanda- mönnum sínum og vinum drengur góður. SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson, Neðstakaupstað Blaðnefnd: Haraldur Jónsson, Sigurður Jóhannsson, Þorgeir Hjörleifsson, Isafirði, Eyjólfur Bjamason, Suðureyri, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Ágúst Innheimtumaður: Haraldur Jónsson, Þvergötu 3. Pétursson, Patreksfirði. VélgæzlumaOur Staða vélgæzlumanns við rafstöðina í Engi- dal er laus til umsóknar. Æskilegt að umsækjendur hafa vélstjóra- réttindi og próf frá rafmagnsdeild Vélskólans Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu vorri fyrir 15. febr. Bafveita lsafjarðar. Guðmundur heitinn var mikill félagshyggjumaður. Brauðstrit æskuáranna kæfði ekki þau lífsviðhorf hans. Hann var einn af stofnendum íþróttafélagsins Magna og mjög virkur starfskraftur þess lengi. Magni var um langt árabil helzti burðarás- inn í fjölþættu félags- og skemmtanalífi bæjarins. Fé- lagið hóf til vegs fimleika. í því efni naut það ötullar handleiðslu Gunnars Andrews, íþróttakennara. Guðmundur var fjölhæfur fimleikamaður. Hann var í sýningarflokki Magna í mörg ár, en sú úrvalssveit sýndi fimleika víða um landið við mikinn orðstír. Guðmundur Bjamason var einn þeirra unglinga, sem stofnuðu skátafélagið Ein- herjar. Virkur meðlimur þess var hann í nokkur ár. Ungur að aldri gekk Guð- mundur í Verkalýðsfélagið Baldur, svo og í Jafnaðar- mannafélagið, en þau sam- tök voru þá brjóstvöm og helzta baráttutæki ísfirzkrar alþýðu í hagsmunabarttunni. Þátttaka Guðmnudar í þeim samtökum alþýðunnar var í fullu samræmi við lífsviðhorf hans og félagshyggju. Hann var alla tíð traustur og ein- lægur verkalýðssynni og jafn aðarmaður, sem hélt órofa tryggð við þær hugsjónir, sem eru fjöregg og vegvísir sam- takanna. Það var ekki að skaplyndi Guðmundar heitins að hafa sig mikið í frammi innan al- þýðusamtakanna eða á mál- þingum. Aftur á móti hélt hann fast á sínum skoðunum í daglegum orðræðum, sagði skoðanir sínar hispurslaust og óhikað hver sem í hlut átti. Hann var því einn þeirra alþýðumanna, sem með kyrr- látu og traustu starfi sínu og staðföstum trúnaði við mál efni samtakanna áttu ómetan legan þátt í uppbyggingu þeirra félagslegu umbóta, sem velferðaríki nútímans grund- vallast á. Þrátt fyrir hlédrægni Guð- mundar naut hann trausts inn an alþýðusamtakanna og var þar falinn margvíslegur trún- aður. Hann var m.a. fulltrúi Baldurs á Alþýðusambands- þingum, fulltrúi Alþýðuflokks félagsins á flokksþingum Al- þýðuflokksins, varafulltrúi Alþ.fl. í bæjarstjórn, auk þess átti hann árum saman sæti í trúnaðarmannaráði Baldurs. 1 aðalstjórn Baldurs átti hann sæti í nokkur ár. Öll þau störf, sem honum voru falin, rækti hann af einstæðri ábyrgðartilfinningu og trúmennsku. Guðmundur Bjamason hafði gaman af bókum og las því mikið. Hann fylgdist mjög vel með í öllum almennum þjóð- málum og kunni góð skil bæði á mönnum og málefnum. 1 daglegri umgengni var hann fáskiptinn og hlédrægur, en við kunnuga var hann léttur í máli og skemmtilegur í viðræðum, enda kunni hann frá mörgu athyglisverðu og skemmtilegu að segja. Björgvin Sighvatsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.