Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 6
6
SKUTULL
Þurrafhlöður Hellesens eru í notkun um allan heim.
Til vinstri er svertingjakona hjá kaupmanni, sem selur
Hellesens-rafhlöður í Senegal í Vestur-Afríku. — Til
hægri er norsk Sama-stúlka í Tromsö-héraði — meira
en 300 km. norðan heimsskautsbaugs — að skipta um
rafhlöður í transistorviðtækinu sínu.
Á þessu ári eru 80 ár, síðan
daninn Wilhelm Hellesen fann
upp þurrafhlöðuna eftir marg
ra ára tilraunir. í dag kemur
mönnum víða um heim nafn-
ið Hellesen í hug, þegar
nefndar eru þurrafhlöður.
Þótt smátt væri byrjað 1887,
hefir starfsemin verið í sí-
felldum vexti, og í dag eru
starfsmenn verksmiðjanna
tveggja í Danmörku um 1000
talsins.
A/S Hellesens hefir fylgzt
mjög náið með tækniþróun-
inni og framkvæmt hagræð-
ingu jafnóðum og þurft hefir.
Þannig hefir t.d. verið unnt
að fækka rafhlöðutegundum
að mun. Fyrir tiltölulega fá-
um árum framleiddi Hellesens
um 1000 mismunandi rafhlöðu
gerðir, en þeim hefir verið
fækkað í innan við 100 al-
þjóðlega viðurkenndar gerðir,
sem fullnægja rafhlöðuþörfum
af öllu tagi.
Nýtízkulegar verksmiðjur
fyrirtækisins, sem eru skipu-
lagðar og teiknaðar af tækni-
fræðingum þess, geta fram-
leitt alls um 200 milljónir raf
hlaðna á ári.
Hellesens selur framleiðslu
sína í um 100 löndum og mæt
ir vaxandi samkeppni fyrst og
fremst með ströngum kröfum
til mikilla gæða framleiðsl-
unnar. Öll hráefni eru efna-
greind nákvæmlega í rann-
sóknarstofum fyrirtækisins,
svo að samsetning þeirra sé
samkvæmt settum reglum,
þegar framleiðsla úr þeim er
hafin. Gæðamat fer fram á
hverju framleiðslustigi, svo
að einungis rafhlöður, sem
fullnægja þeim ströngu kröf-
um, sem Hellesens hefir jafn-
an gert til framleiðslu sinnar,
eru settar á markað.
Uppfinning W. Hellesens hef
ir í vaxandi mæli orðið ómiss
andi orkulind í daglegu lífi
við starf og leik — í transi-
storviðtækjum, segulbands-
tækjum, leikföngum, kvik-
myndatökuvélum, rakvélum
o.s.frv. En þurrafhlaðan er
einnig mikilvæg í ýmsum sér-
hæfðum tækjum, t.d. lækn-
ingatækjum, björgunarvest-
um, upptökutækjum, herbún-
aði o.þ.h.
Framtíðin býður vafalaust
upp á marga og merka mögu-
leika fyrir þessa litlu, færan-
legu rafstöð.
Hjnskapur
Þann 15. nóv. sl. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú
María Sigríður Guðröðsdóttir
og Halldór Hafliðason, bóndi
í Ögri í Ögurhreppi.
Þann 18. nóv. sl. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú
Guðmunda Margrét Brynjólfs-
dóttir og Hilmar Friðrik
Þórðarson, Engjaveg 9, ísa-
firði.
Þann 17. des. sl. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú
Sóley Gestsdóttir og Baldur
Kjartansson, Njálsgötu 50,
Reykjavík.
Þann 24. des. sl. voru gefin
saman í hjónaband brúðhjón-
in: Kristjana Jóhannesdóttir
og Hréiðar Einarsson, sjómað
Til solu
neðsta hæðin í
húsinu Túngata 21
á ísafirði.
Bæring G. Jónsson.
ur, Hnífsdal; ungfrú Guðrún
Ásgeirsdóttir og Þórir Axels-
son sjómaður, Silfurgötu 11,
Isafirði.
Þann 26. des. sl. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú
Guðný Helga Kristjánsdóttir
og Svavar C. Kristmundsson
iðnnemi, Grundargötu 6, Isa-
firði.
Þann 30. des. sl. voru gefin
saman í hjónaband brúðhjónin
ungfrú Jóhanna Unnur Reim-
arsdóttir og Jón Elís Vagns-
son útgerðarmaður, Hnífsdal;
ungfrú Ásgerður H. Annas-
dóttir og Ómar Guðbrandur
Ellertsson, Isafirði.
Þann 31. des. sl. voru gefin
saman í hjónaband brúðhjón-
in ungfrú Soffía Vigdís Sig-
ríður Sævaldsdóttir og Gunn-
ar Þórarinsson sjómaður,
Hnífsdal; ungfrú Friðgerður
Hallgrímsdóttir og Magnús
Amórsson verkamaður, Sund-
stræti 27, Isafirði.
Sóknarpresturinn, séra Sig-
urður Kristjánsson, gaf öll
brúðhjónin saman.
Tilboö óskast
í mjólkurflutninga fyrir Mjólkursamlag Is-
firðinga.
Flutningar þeir, sem um er að ræða em:
Flutningur mjólkur frá bændum í Hólshreppi,
Eyrarhreppi og Súðavíkurhreppi til mjólkur-
stöðvarinnar og pakkaðrar mjólkur þaðan til
Súðavíkur, Hnífsdals og Bolungarvíkur, þrjár
ferðir í viku eftir 1. marz n.k.
Gengið er út frá því að mjólkin verði komin
til stöðvar kl. 1 e.h.
Flutningur mjólkur frá bændum vestan
Breiðadalsheiðar og pakkaðrar mjólkur frá
stöðinni til Flateyrar, þrjár ferðir í viku eftir
að vegur opnast. Mjólkin verði komin til
stöðvar um kl. 9 árdegis.
Flutningur mjólkur frá bændum í Súganda-
firði til stöðvarinnar og pakkaðrar mjólkur
frá henni til Suðureyrar, þrjáf ferðir í viku
eftir að vegur opnast.
Nánari upplýsingar um tilhögun ferða og
mjólkurmagn geta þeir, sem hugsa sér að
gera tilboð, fengið á skrifstofu Kaupfélags
Isfirðinga.
Gera má tilboð í einstaka liði þessara flutn-
inga eða þá alla sameiginlega.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu K. 1. fyrir
1. febrúar n.k.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða 'hafna öllum.
Stjórn Mjólkursamlags ísfirðinga.
Þorrablót
Þar sem Átthagaíélag Djúpmanna hefur breytt
sínu áhrifasvæði og tekið Álftfirðinga með, svo og
af öðrum ástæðum, höfum við ákveðið, að Þorra-
blótið verði nú og framvegis, aðeins á vegum
Átthagafélags Djúpmanna og er fólk, sem telur
sig Súðvíkinga löglegir þátttakendur þar í.
Djúpmannamótið verður auglýst síðar.
F.h. skemmtinefndar
Átthagamóts Súðvíkinga,
Símon Helgason.
Tilkpning
Frestur til að skila skattframtölum til skrifstofu
minnar á ísafirði og til umboðsmanna í hrepp-
unum í Vestfjarðaumdæmi rennur út 31. þ.m. Þeir
sem hafa atvinnurekstur með höndum þurfa þó
eigi að hafa skilað skattaframtölum og reksturs-
reikningum fyrr en fyrir febrúarlok.
Frekari framtalsfrestur verður alls ekki veittur
nema alveg sérstaklega standi á, enda hefur fjár-
málaráðuneytið lagt svo fyrir að hraða skuli fram-
lagningu skattskráa. Þeir sem nauðsynlega þurfa
á framtalsfresti að halda ,verða að sækja bréf-
lega um frest til skattstjóra eða umboðsmanns
hans, og fá samþykki fyrir frestinum.
Lögð er áherzla á það, að fólk geri sjálft vandlega
skattframtöl sín og skili þeim fullfrágengnum á
réttum tíma. Þeir sem á aðstoð þurfa að halda
verða að leggja fram allar nauðsynlegar upplýsing-
ar, svo sem um upphæð tekna og skulda og reikn-
inga vegna viðlialdskostnaðar húsa, enda ber öllum
að leggja fram í Iaunamiðaformi hverjum sá kostn
aður hafi verið greiddur.
Vakin er athygli á ákvæðum laga nr. 90/1965 um
viðurlög, allt að 25% hækkun, hafi skattframtal
eigi borist á réttum tíma.
Dagana 30. og 31. þ.m. verður skattstofan á fsa-
firði opin auk venjulegs skrifstofutíma kl. 5—10
e.h.
Framtalsaðstoð verður veitt þeim, sem þess þurfa
með til 31. þ.m.
Isafirði, 5. janúar 1968.
SKATTSTJÓRINN í VESTFJARÐAUMDÆMI.