Skutull

Árgangur

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 7

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 7
SKUTULL 7 Vðruhappdrætti S.Í.B.S. 1968 Happdrætti S.t.B.S. verður í ár með sama sniði og í fyrra MEÐ EINNI VEIGA- MIKILLI UNDANTEKNINGU: Nú gefum við viðskiptavinum happdrættisins kost á stórglæsilegum aukavinningi: CHEYROLET — CAMARO — SPORTBIFREIÐ að verðmæti ca. 450—500 þúsund krónur. Þessi glæsilega bifreið verður dregin út í maí.Að öðru leyti verður vinningaskráin þannig: 1 vinningur á 1.000.000,oo kr. 1.000.000,oo 1 — 500.000,oo — 500.000,oo 1 — 200.000,oo — 200.000,oo 10 vinningar - 250.000,oo — 2.500.000,oo 13 — 100.000,oo — 1.300.000,oo 478 — 10.000,oo — 4.780.000,oo 1000 — 5.000,oo — 5.000.000,oo 14776 — 1.500,oo — 22.164.000,oo 16280 — - kr. 37.444.000,oo Verð miðans er óbreytt, kr. 80,00, ársmiði kr. 960,oo. Vinsamlegast snúið yður sem fyrst til næsta umboðsmanns og tryggið yður miða. VÖRUHAPPDRÆTTI S.t.B.S. Tilkjnning öllum þeim, sem greitt hafa laun á árinu 1967 í Vestfjarðaumdæmi ber að skila launamiðum til skrifstofu minnar á fsafirði, eða til umboðsmanna í hreppunum, fyrir 20. þ.m. Launamiðana á að fylla út í tvíriti eins og formið segir til um, og er alveg sérstaklega minnt á, að allir launamiðar verða að bera með sér greinileg heimilisföng nafn-númer og vinnutímabil launþega. Fjármálaráðuneytið hefur lagt svo fyrir að hraða skuli framlagningu skattskráa. Er því mjög rík nauðsyn á því að launamiðar og launamiðafylgi- skjöl berizt á réttum tíma. Engan frest er unnt að veita í sambandi við skil á launamiðum og launamiðafylgiskjölum. Sérstök athygli er vakin á því, að mjög nauðsyn- legt er að allir launagreiðendur fylll launamiða- fylgiskjalið vandlega út eftir því sem texti þess bendir til. Lesið vandlega textann á bakhlið fylgi- skjalsins, bæði á frumriti, afriti og samriti, það mun auðvelda rétta útfyllingu þess. fsafirði, 5. janúar 1968. SKATTSTJÓRINN í VESTFJARÐAUMDÆMI. HugleiOing... Framhald af 8. síðu Auðvitað er mér ljóst, að þessar framkvæmdir kosta mikið fé og fyrirhöfn, og verða ekki unnar í einni svip- an. En það má bara ekki nema staðar og halda alger- lega að sér höndum, eins og gert hefur verið undnafarin ár. Aftur á móti þyrfti að gera ýtarlega framkvæmdaá- ætlun, og vinna svo sam- kvæmt henni í markvissum áföngum. Ekki er höfuðatriði að hver áfangi sé svo ýkja stór, heldur að ekki verði aftur numið staðar á miðri leið. Mun áhugi íþróttamanna áreiðanlega eflast og glæðast á ný, ef þeir verða varir við góðan vilja og festu ráða- manna, og hver veit nema þá verði hægt að gera stórátak, eins og gert var við skíða- lyftuna. Ég veit, að til eru margir, sem hugsa sem svo, að það sé ekki nema innantómur hé- gómi, er íþróttamenn keppa að sigrum, meistaratitlum og metum. Aðalatriðið sé almeni? þátttaka í líkamsrækt. Þetta er sjálfsagt að ýmsu leyti rétt, svo langt sem það nær. .En maðurinn er nú einu sinni þannig gerður, að hann verður ávallt að hafa eitthvert á- kveðið mark til þess að keppa að, bæði í leik og starfi. Það eru ekki nema tiltölulega fáir, sem endast til að iðka íþróttir til lengdar, vegna hollust- unnar einnar, ef þeir fá aldrei tækifæri til að reyna kraftana við aðra í keppni. Einpig er það staðreynd, að afreksmenn í íþróttum hafa alltaf örv- andi áhrif á fjöldann að reyna sig og vera með, auk þess sem slikir afreksmenn eru ávallt sinni heimabyggð til vegsauka og sæmdar. Því er það svo, að ef hér verða sköpuð viðunandi skil- yrði til þess að við getum eignast nokkra afreksmenn á sviði íþróttanna, mun án efa almennur áhugi og þátttaka fygja í kjölfarið. Og þegar við þá höfum eignast stóran hóp tápmikilla og þjálfaðra æskumanna, er ég viss um, að enginn mun lengur halda því fram, að þeim fjármunum, er til þeirra hluta var varið, hafi verið á glæ kastað. Hans W. Haraldsson. Iðgjaldahækkun Mánaðariðgjald til samlagsins hefur verið ákveðið 175 krónur, frá 1. janúar 1968. Isafirði, 28. des. 1967. Sjúkrasamlag Isafjarðar. Þökkum hjartanlega samúð og vinsemd við andlát og jarðarför ÞORGEmS ÖLAFSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki og stjórn Norðurtangans h.f. fyrir þeirra vinarhug. Jóna Jónsdóttir börn og tengdasonur.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.