Skutull

Árgangur

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 1

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 1
Alþýðuflokksfólk Munið skemmtifund flokks- félaganna í Alþýðuhússkjall- aranum sunnudaginn 14. jan. kl. 21. 1.—2. tölubl. Birgir Finnsson, alþingismaður: Á tímamótum Á nýbyrjuðu ári óska ég öllum lesendum Skutuls nær og fjær gæfu og gengis, og þakka liðna árið. Einkum þakka ég ánægjulegt sam- starf við Alþýðuflokkskjós- endur í Vestfjarðakjördæmi á árinu 1967. í kosningunum til Alþingis þ. 11. júní sl, vann Alþýðu- flokkurinn verulega á, og bætti við sig þingsæti. Hefði hann raunar að réttu lagi átt að bæta við sig tveim þingsætum, en annað þeirra hlotnaðist Alþýðubandalaginu á hæpnum forsendum, eins og frægt er að endemum. Flokks broti Hannibals Valdimars- sonar tókst að koma því til leiðar að atkvæði, sem féllu á utanflokkslista þess í Rvík, voru talin Alþýðubandalaginu við úthlutun uppbótarþing- sæta, og af því leiddi, að bandalagið fékk uppbótarsæti, sem Alþýðuflokkurinn hefði annars fengið. En ,,illur fengur illa for- gengur", og ekki hafði lengi verið setið á þingi,, þegar „flokkurinn", sem þannig hafði verið efldur með vafa- sömum ráðum, splundraðist gjörsamlega. Form. H. V. rauk í fússi af flokksstjórnar- fundi, og með honum nokkur hópur manna. Eftir það hættu 3 þingmenn Alþýðubandalags- ins að mæta á þingflokksfund um þess, og klögumálin tóku að ganga á víxl af miklu fjöri milli flokksformannsins, Hannibals Valdimarssonar, annarsvegar ,og formanns þingflokksins, Lúðvíks Jóseps- sonar, hinsvegar, og „Austri" Þjóðviljans leggur hinum síðarnefnda óspart lið. Hefir þannig aldrei ríkt meiri óvissa um framtíð Al- þýðubandalagsins sem stjórn- málaflokks en nú í ársbyrjun, þótt oft hafi áður verið róst- ursamt í þeim herbúðum, og á ýmsu gengið. Mér finnst af þessu tilefni alveg sérstök ástæða til að hvetja það fólk, sem á sínum tíma yfirgaf Alþýðuflokkinn með Hannibal Valdimarssyni, til þess að skoða nú hug sinn enn á ný, og hverfa frá villu síns vegar. Flest af því fólki á samleið með Alþýðuflokk- num, þótt það hafi af mis- skilinni tryggð við H.V. fylgt honum út í misheppnað æfin- týri. Framsóknarflokkurinn varð fyrir miklum vonbrigðum í kosningunum — tapaði einu þingsæti. Forráðamenn Fram- sóknar hafa, á undanfömum stjómarandstöðuárum, beitt þeirri áróðursaðferð, að yfir- bjóða kommúnista á öllum sviðum. Hafa þeir þannig reynt að koma því inn hjá þjóðinni, að þeir væra róttæk astir allra manna. Þetta hafa þeir, sem stjórnarandstöðu- flokkur, talið líklegustu að- ferðina til að efla kjörfylgi Framsóknar. Þeir hafa stutt allar kröfur, þar á meðal kröfur hálauna- manna um meiri laun. Þeir hafa eftir mætti kynnt undir óróa á vinnumarkaðinum með það fyrir augum, að beita samtökum launþega til þess að komast sjálfir í stjómarað stöðu, en alkunnugt er, að væra Framsóknarmenn aðilar að ríkisstjórn, þá mundu þeir, eins og margoft hefir sann- ast, reynast íhaldssamastir allra flokka. Loks hafa þeir í ræðu og riti dregið upp svo afskræmdar myndir af efna- hag þjóðarinnar, að þær lýs- ingar hafa misst marks. Kosningaúrslitin sýndu, að þessar áróðursaðferðir skiluðu ekki tilætluðum árangri, og er nú vitað, að í röðum Fram sóknar ríkir megn óánægja með þá forastu, sem stjórnað hefir margra ára eyðimerkur- göngu flokksins. Einkum var útkoman í alþingiskosning- unum þungt áfall fyrir flokks formanninn, Eystein Jónsson, sem mesta ábyrgð hefir borið á baráttuaðferðum síðustu ára. Framsókn þolir illa að vera mörg ár utan stjórnar, og á Alþingi nú í haust varð þess vart, að eftir vonbrigði kosninganna þreifaði Eysteinn Jónsson fyrir sér um myndun þjóðstjórnar, en varð ekki á- gengt í því efni. Átti þá fyrst að úthluta ráðherrastólum, en síðar að ræða um málefna- samning. Er nú uppi þrálátur orðrómur um það, að E.J. muni láta af formennsku í Framsókn, og reynist það rétt, mun Ólafur prófessor Jóhannesson taka við þeim vanda. Hann hefir um langt árbil verið mjög handgeng- inn Framsóknarforingjunum Hermanni Jónassyni og Ey- steini Jónssyni, og er því ekki að vænta neinna straum hvarfa hjá Framsókn, þótt úr þessum mannaskiptum verði. Framsóknarflokkurinn hefir verið, er og verður henti- stefnuflokkur af fyrstu gráðu. Þetta, sem ég hefi laus- lega rakið, bendir ekki til þess, að mikils sé af stjórnar andstöðunni að vænta nú, fremur en endranær, við lausn málanna. Meirihluti kjósenda sýndi mjög greinilega á sl. sumri, að stjórnarflokkunum er treyst til þess að ráða fram úr þeim vanda, sem nú hefir að höndum borið. Jafnframt voru kosningaúrslitin viður- kenning fyrir störf stjómar- flokkanna á liðnum árum. Er ótvírætt, að meirihluti þjóðar- innar kann vel að meta árang urinn af farsælli og öraggri stjóm, og kærir sig ekki um stjómarkreppur fyrri ára ,sem oft leiddu til þess, að hin raunverulegu vandamál biðu að meira eða minna leyti ó- leyst. Sízt hefði þjóðin mátt við því, eins og nú stendur á, að kjósa yfir sig st.iómar- kreppu, því vandamál þau, sem efst era á baugi, era tor- leystari en oftast áður. Annar stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, varð að vísu fyrir talsverðu áfalli, einkum í höfuðvígi sínu, Rvík, en þar og annarsstaðar, var Alþýðuflokkurinn aftur á móti í sókn. Sýnir þetta m.a., að borgarstjórnarmál í Rvík kunna að hafa blandast inn í landsmálin, og að kjósend- ur þar hafa ekki viljað skipta um ríkisstjórn, þrátt fyrir einhverja óánægju með borg- arstjóm Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þegar meta skal hlut Al- þýðuflokksins í stjórnarsam- starfinu, þá má benda á, að þeir málaflokkar, sem ráðherr ar flokksins hafa farið með sl. 8 ár, eru mjög mikilvægir. Þeir era félagsmál, þar á með al almannatryggingar og bygg ing íbúðarhúsnæðis, sjávarút- vegsmál, menntam., viðskipta- og bankamál og utanríkismál. Verður þess stundum vart, að sumum fylgismönnum Sjálf- stæðisflokksins finnist nóg um áhrif Alþýðuflokksins, og telja þeir, að hann ráði of miklu í stjómarsamvinnunni. Þessu má svara því til, að Sjálfstæðisflokkurinn kunni á liðnum áram að hafa tryggt sér fylgi með því að fallast á og styðja stefnu Alþýðuflokks ins í veigamiklum efnum — fylgi; sem hann hefði ekki Birgir Finnsson náð til að öðrum kosti. Um þetta tjáir þó ekki að metast, því mest er um vert, að í sam starfi tveggja aðila þarfnast báðir hvors annars, og veltur á mestu, að unnið sé saman af fullum heilindum. Það hefir 1 stjómarflokkunum mætavel lekizt í tvö kjörtíma bil. í áróðri stjórnarandstöðunn ar síðustu vikur hefir þeirri fjarstæðu verið haldið á lofti, að stjórnarflokkarnir hafi reynt að fela fyrir þjóðinni þá erfiðleika, sem stafa af geipilegu verðfalli útflutnings afurða, vaxandi verðbólgu, breyttum aðstæðum við síld- veiðar, minnkandi afla á þorskveiðum, hrani skreiðar- markaðar í Nígeriu, kali í túnum og annarri óáran. Það er út af fyrir sig ráðgáta, hvernig hægt ætti að vera að leyna þessu, því allir lands- menn finna óhjákvæmilega fyrir afleiðingunum af svo miklum breytingum til hins verra. Þeim hefir heldur ekki verið leynt af hálfu stjórnar- flokkanna, en athyglisvert er, og til umhugsunar, að ekki er ýkja langt síðan Fram- sókn og Alþýðubandalagið sögðu í kór fullum hálsi, að enginn vandi væri á ferðinni, og enn halda sömu flokkar því fram, að vandinn sé ekki ýkja stór, af því að meðal- verð útflutningsins sé ekki ■ Skutull óskar landsmönnum öllum árs og friðar

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.