Skutull

Árgangur

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 4

Skutull - 13.01.1968, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Skíðalyftan vígð Langþráður draumur rætist — Um 80 manns unnu rúmar 2000 vinnustundir í sjálfboðavinnu — íþróttamannvirki er markar tímamót — Lofsvert framtak áhugamanna, sem bæjarbúar allir standa í þakkarskuld við. Gjörbreytt aðstaða til skíðaiðkana, er gerir íþróttina að meiri almenningseign. Lyftan formlega afhent Iþróttabandalagi Isfirðinga. Frá vinstri Sigurður Jóhannsson form. I.B.I. og Guðmundur Sveinsson. Sl. sunnudag fór fram vígsla skíðalyftunnar á Selja- landsdal. Hófst athöfnin við Jyftuna með því að form. l.B.l bauð alla viðstadda velkomna, en síðan lýsti Guðmundur Sveinsson form. lyftunefndar, aðdraganda að lyftubygging- unni, byggigarsögu og gerð « | Myndin tekin þegar mælt var fyrir lyftunni. Frá vinstri: Bragi Ragnarsson, Jean Poma galski, Kristinn Benediktsson lyftunnar. Þrátt fyrir kalsa- veður var margt manna á dalnum og var á stundum löng biðröð eftir að komast í lyftuna, eftir að hún hafði ver ið formlega opnuð. Er Guðmundur hafði lokið máli sínu afhenti hann 1- þróttabandalaginu lyftuna, en sérsjóður íþróttabandalagsins er eigandi hennar. Sigurður Jóhannsson, form. Í.B.Í. þakk aði framkvæmdanefndinni störf hennar, og stuðning hinna fjölmörgu einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila og bað síðan bæjarstjórann Jóhann Einvarðsson, að opna lyftuna. Að loknu ávarpi, opn aði svo bæjarstjórinn lyftuna til afnota og um leið rann ung stúlka af stað, Sigrún Sig urðardóttir og síðan hver af annarri, síðan ungir og upp- vaxandi skíðamenn og þá hin- ir eldri. Er aUip voru komnir upp kom hópurinn brunandi niður hlíðina. Strax og síðasti skíðamaðurinn var kominn af stað í lyftunni, streymdu á- horfendur að, því allir vildu prófa þetta þægilega tæki. Að lokinni vígsluathöfn á Seljalandsdal bauð Iþrótta- bandalagið til kaffidrykkju að Eyrarveri. Þar gerði Guðm- undur Sveinsson ýtarlegri grein fyrir lyftubyggingunni, sem hann kvað vera aðeins lið í uppbyggingu íþróttamann virkja á dalnum. Með tilkomu lyftunnar verður óhjákvæmi- legt að stækka og endurbæta Skíðheima. Þá er nauðsyn á nýjum uppbyggðum vegi þar sem búast má við stóraukn- ingu umferðar. Gunnlaugur Jónasson, gjald keri lyftunefndar, gerði grein fyrir reikningum. Greiddur kostnaður er í dag kr. 830 þús, Er þá eftir að greiða 10% af lyftuandvirðinu. Þá er að sjálfsögðu eftir að reikna og meta gefna vinnu og efni, lán á tækjum o.fl. Lauslega áætlað er raunverulegur kostn aður við lyftubygginguna um 1,5—1,7 milljónir króna. Af hálfu gesta töluðu Björgvin Sighvatsson, fors. bæjarstjómar og Birgir Finns (son, alþingismaður. Báru þeir fram ámaðaróskir og fóru lof samlegum orðum um það mikla starf áhugamanna, sem þarna hefir verið innt af hendi. Að lokum talaði form. Í.B.Í. og færði þakkir öllum þeim, er lagt höfðu þessu máli lið en beindi að iokum máli sínu til Guðmundar Sveinssonar, sem hann kvað hafa unnið frába^rt starf, sem aldrei yrði metið að verðle'kum. Tóku viðstaddir undir orð form. og hylltu Guðmund með kröftugu lófataki. Fjöldi heillaskeyta og óska barst í tilefni vígslunnar. Skíðalyftan kom til bæjar- ins 20. júní sl. og 1. júlí hófst vinnan með því, að Þorkell Er lingsson, verkfr., mældi út all ar undirstöður og hófst gröft- ur um leið. Eins og fyrr segir hafa liðlega 80 manns unnið í sjálfboðavinnu yfir 2000 vinnustundir. Er það afrek, sem vert er um að tala og sýnir bezt þann einhug, er var um lyftubygginguna. Auk þessa studdu einstaklingar, fé lög og fyrirtæki framkvæmd- ina með lánum á tækjum, gjöfum á efni o.fl. Öll steypa var hrærð í vél, sem Eggert Lárusson lánaði, Veturliði Vet urliðason á Úlfsá, lánaði loft- pressu, Hafsteinn Sigurðsson, hinn kunni skíðamaður, gróf fyrir jarðstreng, Páll Guð- finnsson og Rotaryklubbur Is- afjarðar gáfu sementið er þurfti, Frímúrarar steypu- styrktarjárni, Oddfellowar timbur í uppstillingu og Baarregaard og synir akkerið, sem lyftan er strekkt með. Kvennadeild Slysavarnafélags ins gaf hús undir rafbúnað. Spenni fyrir lyftuna var kom- ið fyrir í Skíðheimum, en Póllinn hf., Óskar Eggertsson og Árni Guðbjamarson gáfu vinnu við raflögnina. Við flutning á lyftuútbún- aðinum voru notuð verkfæri frá bænum, sömuleiðis flutti Sigurður Sveinsson mikið af búnaðinum, þá léðu mörg fyr irtæki og einstaklingar bif- reiðir. Af framansögðu er ljóst að hjálpsemi og samheldni ís- firðinga og annarra var mikil og verður aldrei fullþökkuð. Fjármagns til þess hluta framkvæmdanna, sem ekki hefir verið unnin í sjálfboða- vinnu, hefir verið aflað á ýmsan hátt. Bæjarsjóður Isa- fjarðar styrkir bygginguna með kr. 300 þús. framlagi, sem greiðist á þrem árum. Guðmundur Sveinsson form. lyftunefndar rakti aðdraganda og framkvæmdir við byggingu lyftunnar. Framkgvæmdasjóður íþrótta- sambands Islands lánaði kr. 400 þús. og er ætlunin að endurgreiða þetta lán með styrkjum frá Iþróttanefnd ríkisins, sem greiðir 40% af kostnaðarverði. Efnt var til happdrættis og hafði Bragi Ragnarsson, framkv.stj. um- sjón þess með höndum. Á sl. ári og í ár hafa verið gefin út dagatöl, og hefir verið mikill fjárhagslegur styrkur af út- gáfunni, sem Árni Sigurðsson, skíðakappi, sá um. Ennfremur hafa borizt nokkrar peninga- gjafir. Þá hefir þurft að taka lán í þremur sparisjóðum á Vestfjörðum. Skíðalyftan er frá franska fyrirtækinu Pomagalski sem er mjög þekkt og hefur fram- leitt um 50% allra skíða- lyftna í heiminum. Er lyftan mjög einföld' og þægileg í notkun. Lyftustjóri setur hvern og einn af stað, en það hefir engin áhrif á ferðir ann arra, sem í lyftunni eru. Er bað mikilvægur kostur að burfa ekki að stöðva lyftuna í hvert sinn, sem nýr maður íer af stað. Vegna þessa út- búnaðar er og hægt að safna togstöngunum saman á enda stöð, þegar lyftan er ekki í notkun. Ekki er nauðsyn að fara lyftuna á enda, heldur er hægt að sleppa togstöng- inni, þegar menn eru komnir í þá hæð, sem þeir telja að hæfi skíðagetu þeirra. Kemur lyftan því jöfnum höndum að notum fyrir byrjendur, sem keppnismenn. Endastöðvar lyftunnar eru rétt fyrir ofan Skíðheima og upp á svonefndum Gullhól og er lengd hennar um 1250 m. hæðarmismunur 200 m og mesta hæð yfir sjávarmál tæpir 500 m. Frá Gullhól eru skíðabrautir við allra hæfi, bæði fyrir byrjendur og kepp endur. Einnig er þar flatlendi fyrir þá er vilja fara í göngu ferðir. Hámarksafköst lyft- unnar eru 535 manns á klst. I des. sl. kom hingað sér- fræðingur frá Pomagalski, Daníel Bertrand, og gekk hann endanlega frá lyftunni. Má geta þess hér, að hann varð mjög hrifinn af skíða- landinu á Seljalandsdal og undraðist að ekki skyldi fyrr vera kominn lyfta á jafn á- kjósanlegt skíðaland. I sam- bandi við komu hr. Bertrand veittu flugfélögin Loftleiðir hf. og Flugfélag íslands hf., fyrir forgöngu fulltrúa sinna hér á ísafirði skíðalyftunni mikilvægan styrk, er þau gáfu farmiðana, sem á þurfti að halda. Eins og fyrr segir er lyftan eign Iþróttabandalagsins, en

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.