Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1993, Síða 3
Síldarminjasafnið og umhverfi þess.
Roaldsbrakki 1907. Auk hans sýnir myndin aðflutt
hús og háta- og veiðarfæraskemmu. Þegar
framkvæmdum lýkur þá gæti orðið þarna eitt af
glæsilegustu minjasöfnum þjóðarinnar.
megináherslu á allt
sem viðkemur gamla
síldartímanum,
sköpum við Siglufirði
þá sérstöðu sem gildir
í samkeppninni um
að ná athygli
ferðamanna. Telja má
víst að saga
síldarbæjarins,
síldarminjasafnið
ásamt veginum yfir
Siglufjarðarskarð og
góðum skíðalöndum
okkar verði helsta
aðdráttaraflið fyrir
ferðamenn í
framtíðinni.
Til þess að sem
bestur árangur náist í
uppbyggingu þessarar
atvinnugreinar hér er
nauðsynlegt að allir
aðilar stilli saman
krafta sína í
sameiginlegu
verkefni. Undirstaðan
verður mörkun
heildarstefni okkar í
ferðaþjónustu.
Síldarævintýri
tveggja síðustu
verslunarmannahelga
hefur fært okkur heim
sanninn um hvaða
vinsældum
síldarbærinn
Siglufjörður á að
fagna með þjóðinni.
Við höfum í því
sambandi lært hvaða
þýðingu það hefur að
vanda til verka og
skipuleggja vel það
sem þarf að gera þarf.
"Síldarævintýrið" á að
vera okkur hvatning
til að halda áfram og
gera enn betur í því
að byggja upp
ferðaþjónustu á
Siglufirði.
Hverjir eru
kostirnir?
1. Síldarminjasafnið
og hin sérstæða saga
bæjarins.
Siglufjörður var í
sextíu ár miðstöð
síldariðnaðar á
Norðurlöndum. Hér
gætti mikilla áhrifa
frá Noregi og var
Siglufjörður talinn
Tynesarbrakki frá 1920 - Sunnubrakki
Teikning af húsinu endurbyggðu eins og það leit út áðurfyrr.
Dæmigerður síldarbrakki og ákaflega vel staðsettur við höfnina,
Gert að samkomuhúsi, þar verði boðið upp á "þjóðlegar"
veitingar og haldin síldarböll. Gisting á efri hæð, kojur
í litlum herbergjum eins og á síldarárunum.
Brakkinn gæti orðið frægur af sjálfum
sér og þeirri sérkennilegu skemmtun
sem þarfærifram og hefði mikið
aðdráttarafl fyrirferðamenrd
Önnur nálæg hús Ole Í VHOjar
verða að fá að standy
og vera tiT' , »
einh verra*
nota.
frægasti síldarbær í
heimi. Mörg hús og
mannvirki bera vott
um hinn gullna tíma
síldaræ vintýrisins.
Síldarminjasafnið í
uppbyggingu er
sérhæft safn um
veiðar og vinnslu
síldarinnar og verður
væntanlega eina safn
sinnar tegundar á
Islandi og þó víðar
væri leitað.
2. Bær nútímans
Siglufjörður er ekki
síður bær nútímans
en sögunnar. Blómleg
útgerð er stunduð frá
staðnum og fallegri
höfn er vart finnanleg.
Suðurhlið
miðbæjarins er sjálf
höfnin og hið iðandi
líf við fisk og útgerð
er hluti af
miðbæjarstemm-
ingunni.
Mikilvægt er að
skerpa þessa ímynd:
Nútíma útgerðarbær
sem ber sterkt vipmót
gömlu
"síldarborgarinnar"
þar sem mannlífið
einkennist af nánum
tengslum við söguna,
náttúruna,
sjómennsku og
höfnina.