Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 1993, Page 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 1993, Page 6
B Norska sjómanna- heimilið Byggt 1915, friðad 1978, endurbyggt 1985. Upprunalega samkomuhús og hjúkrunarheimili. Nú Tónlistarskóli Siglufjarðar. Ferðaþiónusta á Siglufirði -Hugmyndir og tillögur að endurgera og þeim fundið nýtt hlutverk. Mjög mikilvægt væri að hefja samstillt átak til endurreisnar Aðalgötunni. Heildarmyndin er þessi. Siglufjörður er nútíma sjávarútvegs- bær sem ber sterkt svipmót gömlu "síldarborgarinnar". Mikilvægt er að skerpa þassa ímynd bæjarins. Skrá um brýnustu verkefnin 1. Síldarminjasafn - skipulega er unnið að uppbyggingu safnsins. a. Roaldsbrakki og bryggja . Safnið sett þar upp 1996-98. Bátaskemma tilbúin 1998-2000. 2. Nauðsynlegar lagfæringar gerðar á veginum yfir Siglufjarðarskarð og veginum upp í Tynesarhúsið frá 1912-13. Borgarkaffi. Ibúðarhús Ole Tynes. Hann var norskur síldarspekúlant og merkur borgari á Siglufirði. Mikilvæg húsasamstæða Bíóið, gamla apótekið og Aðalbúðin. Sömuleiðis er mikilvægt að koma á samvinnu við granna okkar í austri sem skipuleggja ferðir þúsunda ferðamanna skemmtiferðaskipum o.s.frv. Svarfaðardalur - Dalvík - Siglufjörður. Öðruvísi bær Siglufjörður er að hálfu bær sögunnar og að hálfu bær nútímans. Það er staðreynd að áhugi ferðamanna beinist mjög að fortíðinni, sögunni og því sem telja má sérkennilegt fyrir mannlíf og staðhætti. Fjöldi mannvirkja á Siglufirði bera sögunni ljósan vott og að þeim þarf sérstaklega að hyggja. Vert væri að beina athyglinni að þeim húsum sem standa í miðbænum og skipta máli fyrir svipmót bæjarins, bæði hvað varðar sögulegt og fagurfræðilegt mikilvægi. Hér skal aðallega bent á hús við tvær götur, þar sem mikil umferð liggur um og geta talist andlit bæjarins. Snorragötuna mætti kalla götu síldarinnar en á þeim slóðum voru mörg síldarplön og flestir svipmestu síldarbrakkarnir. Síldarminjasafnið er þar í uppbyggingu og fleiri möguleikar felast þar í endurbyggingu gamalla brakka. Aðalgata og Torgið er aftur á móti gara verslunar og viðskipta og þar má glöggt sjá merki um mikil umsvif fyrri tíðar og þar er ýmislegt í "stórborgarstíl". Þar standa nokkur hús sem vegna sögu þeirra og ytra útlits væri vert

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.