Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 1993, Page 8
✓ Nú höldum við
SILDARBALL!
Aðalfundur Síron 1993:
Spilakvöld og dans að
aíloknum fimdarstörfum
Síldarballið- hin
árlega stórskemmtun
Siglfirðingafélagsins í
Reykjavík og nágrenni
verður haldin þann 9.
október n.k. að Félags-
heimili Seltjarnarness
kl. 22.00.
Miðaverðinu er stillt í
hóf eða kr. 1.750,- og
mun hljómsveitin
Stælar sjá um að
halda uppi því fjöri
sem að Siglfirðingar
gera kröfu til!
Nú sem fyrr eru
Siglfirðingar hvattir
til að bregða undir sig
betri fætinumog skella
sér á enn eitt
ógleymanlegt æðis-
gengið SÍLDARBALL!.
Sem dæmi um hópa
sem Fréttabréfið hefur
fregnað að ætli að
hittast á Nesinu eru
árgangar '34-'44 og
'54. Eins og annars-
staðar má lesa í
blaðinu (og á eftir að
birtast oftar hér) er nú
í gangi átak til að fá
fólk fætt 1960 og síðar
til að tilkynna sig í
félagið. Nú er upplagt
tækifæri til að stíga
fyrsta skrefið í átt til
skemmtilegra lífs með
samsveitungum og til
að sannfærast um að
fólkið í félaginu er
flest fætt á þessari
öld. Sjáumst! ■
DAGUR
l’IL AD
MUNA!
Aðalfundur SÍRON
verður haldinn
föstudaginn 12. nóv.
kl. 20:00, að
Hraunholti,
Dalshrauni 15,
Hafnarfirði-bakatil í
Bykohúsinu.
Enn sem fyrr er það
ósk stjórnar
Siglfirðingafélagsins í
Reykjavík og nágrenni
að sem flestir
Siglfirðingar sjái sér
fært að mæta og hafa
áhrif á starfsemi
félagsins. Tilgangur
félagsins er:
-að efla kynni og
samstarf Siglfirðinga
og annarra velunnara
Siglufjarðar í
Reykjavík og nágrenni
með því að halda
skemmtanir og
kynningarfundi.
-að vinna að
menningarmálum á
Siglufirði eftir því
sem tilefni þykir til
að efla tengsl
félaganna við
Siglufjörð.
A aðalfundinum eru
allar meiriháttar
ákvarðanir er varða
starfsemina teknar.
Þar er kosið í stjórn og
nefndirnar sem sjá um
hina margvíslegu
starfsemi félagsins.
Tekið í spil
Að loknum
fundarstörfum sem
taka yfirleitt skamman
tíma veður tekið í
spil. Þessi nýbreytni
var tekin upp á
þótti takast vel.
Spilakvöld Siglfirð-
ingafélagsins á
fundinum í fyrra og
árum áður voru
rómuð fyrir skemmti-
legheit og dæmi voru
um að menn sem áttu
erindi til Reykjavíkur
reyndu að haga því
svo til að þeir kæmust
í leiðinni á spilakvöld
hjá SÍRON. Vegleg
verðlaun verða veitt.
Þegar að spilunum
sleppir er meiningin
að bregða á leik og
taka nokkur dansspor
við undirleik
einhverra hinna
velspilandi siglfirsku
hljóðfæraleikara sem
ætíð fylgir fjör
og gleði.
Fjölmennum! ■
DAGUR
TILAÐ
MUNA!