Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1997, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1997, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐiNGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍKOG NÁGRENNI œ FRÉTTABRJÉF ÚTGEFANDI: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVIKOG NÁGRENNI. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR S. JÓNA H1LMARSDÓTTIR Kæru Siglfirðingar! Enn einu sinni dettur inn um lúguna hjá ykk- ur Fréttabréf SÍRON. Meðal efnis að þessu sinni er örnefnaskrá sem ll Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Siglufirði (afi Gunnlaugs skólastjóra í Garðabæ), tók saman fyrir nokkuð mörgum árum síðan og barst mér í hendur seint í vor. Því miður of seint fyrir vorblaðið en ég vona samt að hún verði ykkur að gagni, þá bara næsta sumar ef ekki í ár. Þessi skrá er skemmtileg lesning því samantekt Gunnlaugs er mjög fróðleg. Opnumyndina af fjallahring Siglufjarðar fékk ég hjá Erlu Þórðar- dóttur, Siglfirðingi, búsettri í Hafnarfirði. Kaffidagurinn í maí sl. tókst vel að sögn Krist- rúnar Gunnlaugsdóttur. Var þar margt um mann- inn og mikið spjallað. Þar mættu m.a. fyrrver- andi símastúlkur og eru birtar myndir af þeim hér á næstu síðu, teknar með 50 ára millibili. Lóa Kristjánsdóttir, veislustjóri Síldarævin- týrisins á Siglufirði sl. verslunarmannahelgi sendi inn grein um ævintýrið í ár og var þar greinilega mikið og margt skemmtilegt um að vera. Fjöldi aðfluttra Siglfirðinga sótti bæinn heim. Félagið okkar er alltaf að eflast og er það vel. Fjórar uppákomur eru fyrirhugaðar hjá félaginu á næstunni. Fyrst er að nefna árshátíðina í næsta mánuði á Hótel Sögu. Helga Ottósdóttir og Oli Baldursson skemmtinefndarformenn sjá um hátíðina að þessu sinni. Hvet ég alla, unga sem aldna til að skella sér, sýna sig og sjá aðra! Strax daginn eftir árshátíðina er fyrirhuguð gönguferð á Esjuna, ef veður leyfir, á vegum nýskipaðrar útivistarnefndar. Allar upplýsingar um þessa ferð veitir formaður hennar, Helga Ottósdóttir í síma 557 6110. Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. októ- ber á Lækjarbrekku. Félagar eru hvattir til að mæta. Orðið er laust! Föst hefð er komin á jólaballið, að þessu sinni 28. desember. Sjá nánari auglýsingu á bls. 11. Að lokum má geta þess að ritstjóri Fréttabréfs SIRON er flutt norður til Akureyrar! Hvað lengi veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá ... Fréttabréfið kemur vonandi út áfram og tel ég lítið mál að stýra því að norðan. Hver veit nema stofnuð verði Akureyrardeild Siglfirðinga hér norðan heiða? Forsíðumyndina prýða gömlu góðu Gautarnir. Júlíus Júlíusson sendi mér þessa mynd ásamt öðrum sem ég hef birt hér í blaðinu af og til og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Auglýsi ég hér með enn og aftur eftir gömlum og/eða nýjum myndum, greinum eða skemmti- legum sögum. Hjálpumst að og eflum blaðið. Hcimilisfang: Smárahlíð 22f, 603 Akurcyri, sími 462 6336 Gleðilega árshátíð! S. Jóna Hilmarsdóttir 2

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.