Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1997, Blaðsíða 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sep. 1997, Blaðsíða 5
Sturlaugi Kristjánssyni, fyrir hans framlag til ævin- týrisins. Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim listamönnum sem tóku þátt í að gera ævin- týrið mögulegt. Eg held að ekki sé á neinn hallað þó að ég þakki bróður mín- um — Miðaldamanninum, síldarsaltandanum, nikku- spilaranum meðhjálparan- um og undirleikaranum, Harmonikkusveit Siglufiarðar spilaði við góðar undirtektir gesta A Síldarœvintýrinu 1997. lega í gegn, Vorboðarnir okkar, annað árið í röð ásamt Júlíusi Júlíussyni sem sá um kynningar fyrir kórinn og var vel tekið undir sönginn. Ung sigl- firsk stúlka, Eva Karlotta, steig á stokk og flutti frumsamin Iög sín og naut hún aðstoðar Ómars Hlynssonar trúbadors. Þess má geta að þessi 17 ára bráðefnilega söngkona Eva Karlotta er dóttir Regínu Mikka. I tónlistarveislunni voru líka gestir á kristilegum nótum, á laugardeginum var samkoma á palli í um- sjón Júlíusar Hraunberg í Hvítasunnukirkjunni og gesta hans. Var söngur þeirra og hljóðfæraleikur frábær og töldu sumir að besti tónlistarflutningur- inn á ævintýrinu hafi verið á þeirra vegum. Hjálpræð- isherinn mætti síðan á sunnudeginum með stór- an hóp ungliða og spilaði og söng af hjartans Iist. A sunnudeginum var að sjálfsögðu messa í Hvann- eyrarskálinni sem var vel sótt eins og ávallt. Dagskránni lauk með grillveislu og götulífi. Þar komu margir listamenn fram, m.a. var þar mætt Lína langsokkur, hópur ungra línudansara og tróðu hljómsveitir helgar- innar upp hver af annarri og voru ekki af verri end- anum, Sixties, Sóldögg, 8- villt, Miðaldamenn, Tvö- föld áhrif o.fl. Siglfirðingar eiga að sjálf- sögðu sína fulltrúa í þess- um stórsveitum. I Sóldögg spilar Jónsi Erlings á bassa og í 8-villt spilar Andri Hrannar, hennar Gunnu Árna, á trommur. Birna Bjöms hefur tekiðþátt í öllum SiULmevintýmnum ogsaltað síldaf lífi og sál og dansað við bryggjukallana þess á milli. Á mynd- inni er Lóa Kristjáns að veita Birnu viðurkenningu jyrir... ég held bara að vera til! í gestahópnum þetta árið voru mörg kunnugleg andlit sem komu heim til að rifja upp síldarstemn- inguna og taka þátt í sölt- unarsýningum og dansin- um. Mikið var um fjöl- skyldumót og Siglfirðingar búsettir annars staðar settu svip sinn á ævintýrið. Sumir sögðu að þetta væri eins og að koma á stórt ættarmót. Við sem að framkvæmd- inni stóðum vorum þreytt en ánægð í helgarlok og vonumst eftir að sjá ykkur sem flest aftur að ári. ÓlöfKnstjdnsdóttir Veislustjóri Síldarœvintýris- ins d Siglufirði 1997 5

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.