Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sept 1997, Qupperneq 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - sept 1997, Qupperneq 8
Sunnan við Snók eru tveir lækir með alllöngu millibili, en renna saman er niður kemur að Skarðs- dalshryggjum. Heitir lækur þessi Grísará. Milli þessara lækja heitir Miðhaus og er hann grasi vaxinn uppá brún. Þar næst kemur fjallið Illveðurshnjúkur. Er það hæsta fjall við Siglufjörð, 895 m hátt. Upp undir tindi fjallsins eru all- miklar hraunbrúnir sem heita eftir hnjúknum. Neðar í miðju fjallinu eru Grashólabrúnir, og neðan við þær Grashólarnir í Skarðsdalnum. I Grashólunum, skammt frá vegin- um, eru tveir steinar hvor á sínum stað, heita þeir Grái steinn og Könnusteinn. Sunnarlega á Illveð- urshnjúki er samskonar vik í fjall- seggina og á Hafnarfjalli, kallast það einnig Steindyr og er þar mið- aftansmerki frá Skarðsdal. Niður undan þessum Steindyrum hefst Siglufjarðarháls, er liggur suðaust- ur frá fjallinu og endar við veginn skammt ofan við Þvergil hjá Kirkjusteini. Nokkru sunnan við Illveðurshnjúk er Siglufjarðar- skarð, um 620 m yfir sjávarmáli. Skammt suðaustan við skarðið er Klettahnjúkur allhár en rétt sunn- an við hann er Afglapaskarðið, ófært sakir kletta Siglufjarðar- megin en greiðfært uppgöngu Fljótamegin og þess vegna hættu- legt vegfarendum í dimmviðri að vetrarlagi. Skammt austan við skarð þetta er fjall sem nefnist Hákambar, er það upp af Leyningssúlum 838 m hátt, en svo er fjallið kallað ofan við Leyningsbæinn. Kambar þessir eru klettótdr og stórgrýttir efst en skriður neðan. Neðan við þá, uppi á Leyningssúlum, er djúpt vatn eða stór tjörn, tveir til þrír hektar- ar að stærð. Lækur, er Rjómalækur nefnist, rennur úr vatninu, norður af Súlum, niður Leyningskinn og í Leyningsá. Ain var áður landa- merki milli Skarðsdals og Leyn- ings, en síðar milli Skarðsdalskots og Leynings. Af Leyningssúlum er fallegt útsýni yfir Siglufjörð og til hafsins. Súlurnar eru sléttar ofan og góðar yfirferðar svo að bílfært væri eftir þeim. Sunnan við Leyn- ingssúlu og Hákamba er Selskál, úr henni rennur Selá niður í Fjarð- ará. Norðan árinnar eru seltóftir frá Leyningi. Ofan við þær eru Sel- hryggir en sunnan árinnar er Sel- hlíðin, upp af henni Selfjall. Á Sel- fjalli er nónbilsmerki frá Skarðsdal. Sunnan við Selfjall er vetrarfjall- vegur til Fljóta er nefnist Botna- leið. Austan við Botnaleiðina er Blekkilsáin, er skilur á milli Sel- hlíðar og Lág-Blekkils, eða afrétt- arlands er liggur fram vestan meg- in við Fjarðará á móti Hólsdal. Næsti hnjúkur austan við Botna- leið heitir Blekkill, 821 m hár. Vestan á honum er lítill hnjúkur er heitir Blekkilshorn. Fjallseggin austan við Blekkil er klettótt - um hana miðja er hamrahryggur sem gengur ögn lengra niður og kallast Fiskihryggur. Skammt austan við hann er hnjúkur er heitir Almenn- ingshnakki. Er hann hádegismerki frá Skarðsdal. Hnjúkur þessi er skammt suðvestan við Hólsskarð 630 m en um það er hesta- og mannavegur til Héðinsfjarðar. Er þá komið niður í Ámárdal. Einnig er leið þessi farin ef farið er yfir Ámárhyrnu og fyrir botn Héðins- fjarðar til Ólafsfjarðar, er þá hægt að fara hvort heldur niður Skeggja- brekkudal eða Vikið og er þá kom- ið niður að Kvíabekk. Alllangt niður á Hólsdalnum frá Hólsskarði er allstór hóll er nefnist Stórhóll. Rétt hjá honum er foss í Fjarðaránni er heitir Gálgafoss. Norðan við Hólsskarð hækkar fjallseggin allmikið þar til komið er norður á Hólshyrnu, 683 m háa, sem er upp af bænum Hóli. Sker fjall þetta sig úr fjall- garðinum og myndast við það all- stór dalur austan við Hyrnuna og rennur á eftir dalnum. Austan megin árinnar nefnist Skútudalur en vestan megin Saurbæjardalur. Er áin landamerki milli Efri-Skútu og Saurbæjar. Landamerkin milli Hóls og Saurbæjar er úr Hóls- hyrnuröðli, beina línu í Fjarðará, rétt sunnan við brúna. Norðan brúarinnar er Álfhóll. Sagt er að þar sé heygður Álfur bóndi er búið hafi í Saurbæ. Nokkru sunnar með ánni, í Hólslandi, eru Finnuhólar og er mælt að þar sé heygð Finna er bjó á Hóli. Austan við Hólshyrnu og norður eftir fjallgarðinum, eru þessi örnefni: Næst Hyrnunni er Neshnjúkur, þá Móskógahnjúkur, þar næst Dísan, 747 m, og Palla- hnjúkur, 861 m, norðan við hana. Þá kemur Hestsskarð 850 m, er þar dagmálamerki frá Skarðsdal. Þá kemur Staðarhólshnjúkur, 778 m. Milli hnjúka þessara er djúp skál er Skollaskál nefnist. Norð- vestan í Staðarhólshnjúki, ofarlega,

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.