Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Sep 1997, Page 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Sep 1997, Page 11
rk • 1 Jiálaball 1997 Tíminn þýtur áfram og senn líður að hausti, þó að ekki sé ennþá farið að snjóa að minnsta kosti ekki sunnanlands, viljum við nota tækifærið og minna á okkar árlega jólaball sem haldið verður sunnudaginn 28. desember nk. kl. 16.30 í sal F.Í.H. við Sogaveg. Eins og á síðustu skemmtun mun Edda Borg ásamt hljómsveit sinni sjá um að allir skemmti sér vel og að sjálfsögðu mun jólasveinn koma í heimsókn með eitthvað gott í pokahorninu handa börnunum. Við hvetjum alla sem möguleika eiga á því að koma með börnin sín og eiga saman góða stund og reyna að endurvekja stemninguna sem var í þá gömlu og góðu daga er jólaböllin voru haldin á Hótel Höfn á Sigló. Stjórn jólaballsnefndar Þessar ungu, glæsilegu ogprúðbúnu stúlkur eru allarfœddar árið 1937. Síðustu helgina í júlí í sumar hittistþessi árgangur og afþví tilefiii ákvað ritstjóri að birta þessa mynd sem hannfann í albúmi hjá frænku sinni í Kópa- vogi, Áslaugu Gunnsteinsdóttur. Efri röðfrá vinstri: Anna Þráinsdóttir og Sigrún Davíðsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Helga Ólafsdóttir (Ólafs læktiis), Steinunn Gunnsteinsdóttir Grónvaldt (Baddý) og Hrafnhildur Stefánsdóttir (Rabbý hans Stebba Guðmtinds). Helga er látin. Myndin líklega tekin árið 1947 Ritstjóri 11

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.