Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2011, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2011, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ FRETTABLAÐ ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: S. JÓNA HILMARSDÓTTIR Ágætu félagar. Gleðilegt sumar. Félagið okkar er 50 ára í ár, var stofnað á afmælis- degi sr. Bjarna Þorsteinssonar 14. október 1961. Mikið er um viðburði í tilefni afmælisins. Einnig er í ár haldið upp á 150 ára afmæli sr. Bjarna, heiðursborgara Sigluíj'arðar og þjóðlagasafnara. Stefnt er að útgáfu ævisögu sr. Bjarna 14. október í haust. Afmælisárið hófst með dansleik á veitingastaðnum Spot í Kópavogi í janúar sl. í samvinnu við unga siglfirska listamenn sem þar tróðu upp. Fjölskyldudagurinn verður svo haldinn í Grafar- vogskirkju sunnudaginn 22. maí og hefst með messu kl. 14.00. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrverandi formaður Siglfirðingafélagsins, flytur hátíðarræðu. Veitingar og spjall verða í Safnaðarheimili Grafarvogskirkju á eftir. Hin árlega Þjóðlagahátíð verður 8.-10. júlí á Siglufirði. Ber hátíðin að þessu sinni yfirskriftina „Látum dansinn duna“ og verður að stórum hluta tileinkuð sr. Bjarna Þorsteinssyni. Afmælisútgáfa af Fréttablaði Siglfirðingafélagsins kemur út í október í haust. Stórt, fjölbreytt og veglegt blað í tilefni afmælisársins þar sem félagsins og félaga mun verða minnst með viðeigandi hætti. Þann 22. október verður svo afmælishátíð á Broadway þar sem íjöldi listamanna frá Siglufirði mun koma fram. Verðinu verður stillt í hóf, allir hvattir til að mæta, takið daginn frá. í þessu blaði er sagt frá tilurð ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar og viðtal við Viðar Hreinsson, skrásetjara bókarinnar. Einnig er einstakt viðtal við Höllu Haraldsdóttur myndlistarkonu um listaverkið í anddyri Sjúkrahúss Siglufjarðar en Halla gerði þetta eftirminnilega verk árið 1966. Félagar eru hvattir til að mæta á Fjölskyldudaginn og í messu í Grafarvogskirkju 22. maí. Jón Ásgeir Ásgeirsson, barnabarn Jónasar Ásgeirs, leikur á harmonikku fyrir gesti. Lifið heil, S. Jóna Hilmarsdóttir. Sumrinu. fiimum vú á mhhUu- defji féldúsm 22. maí Fögnum sumri og hittumst í Grafarvogskirkju sunnudaginn 22. maí nk. Dagurinn hefst meö guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14.00 þar sem sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og Jón Sæmundur Sigurjónsson flytur hátíöarræöu. Kaffi og spjall á eftir. Jón Ásgeir Ásgeirsson leikur á harmonikku fyrir gesti. Árgangar 1951-1961-1971 fjölmenna og aöstoöa viö bakstur, uppröðun, þjónustu og frágang. Siglfiröingar nær og Ijær eru hvattir til aö mæta, sýna sig og sjá aðra. Tekið veröur á móti kökum í kirkjunni eftir klukkan 11.00 sama dag.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.