Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Síða 5
hlustaði á gamalt fólk sem fætt var fyrir 1820
raula þjóðlög og skrifaði upp eftir því. Hann
byrjaði að safna þjóðlögum árið 1880 í Lærða
skólanum en fór að safna þeim skipulega eftir
að hann kom til Siglufjarðar, líklega kringum
1894. Á þessum árum voru menn mikið að safna
þjóðsögum og þóttu þjóðlög frekar gamaldags
þar sem ný menning tónlistar var að ryðja sér
til rúms á íslandi. En Bjarni hélt áfram og vann
mikið brautryðjendastarf í söfnun þjóðlaga á
árunum 1880 til 1906.
Hann skrifaði handritið að þjóðlagasafninu
1899-1904, ritaði mjög ítarlegan formála upp á
tæpar 100 blaðsíður. Hann flokkaði allt safnið
og skráði. Vann Bjarni mikið þrekvirki við söfn-
unina og skráninguna og ákvað að gefa safnið
út. Hann sótti um styrk til þess hjá Carlsberg
bjórframleiðenda í Danmörku vegna þess að svo
kostnaðarsamt verk vafðist fyrir íslenska bók-
menntafélaginu.
Bjarni var einnig gott tónskáld og samdi all-
mörg ágæt sönglög auk Hátíðarsöngva sem enn
eru sungnir á helstu stórhátíðum kirkjunnar.
Árið 1930 gaf Bjarni út Ættarskrá um sína
ætt, mikið rit, og áætlað er að Bjarni hafi verið í
kringum tíu ár að safna efni í þessa bók. Kolbeinn
og Einar Þorsteinsson, bræður Bjarna, eru nefndir
á forsíðu sem „kostnaðarmenn“.
Sr. Bjarni var oft kallaður „faðir Siglufjarðar“
á þessum árum sem hann gegndi þar prestsskap.
Hann háði mikla sjálfstæðisbaráttu sem lauk með
því að Siglufjörður fékk kaupstaðarréttindi árið
1918. Sr. Bjarni var kosinn í fyrstu bæjarstjórn
Siglufjarðar.
Eina skemmtisögu sagði Viðar mér úr grúski
sínu um Bjarna. „Bjarna þótti gott að fá sér í
staupinu og var talað um að hann hafi oft sést
fara um borð í skip sem komu úr siglingum og
kanna áfengisbirgðir sjómannanna og fór einatt
ekki frá borði fyrr en allt áfengi var búið. Sjó-
mennirnir tóku þá það ráð að vera einungis með
hálfa flösku tilbúna þegar Bjarni kom og kölluðu
hana prestinn!“ Lengi vel gengu hálfflöskur undir
nafninu „prestur“ í ÁTVR á Siglufirði!
Mikill áhugi er fyrir útgáfu þessarar bókar um
sr. Bjarna Þorsteinsson en útgáfa hennar er styrkt
af fjölskyldu Arnolds Bjarnasonar, Siglfirðinga-
félaginu, Vildarvinum o.fl. Veröld gefur út.
í bókinni er að finna ýmislegt um sr. Bjarna
og ævi hans sem ekki hefur áður birst og prýða
bókina fjölmargar myndir. Sjb
5