Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 2
150 VESTURLAND „Sýslumenn eiga að beita valdi sínu friðsamlega og mannlega“. Viðtal við Torfa Hjartarson fyrrverandi sýslumann. T október s. 1. fluttist þau alfarin héðan frá ísafirði Torfi Hjartarson fyrrverandi sýslumaður og bæjar- fógeti og kona hans, frú Anna Jónsdóttir. Höfðu þau þá dvalið hér í tæp 10 ár og hlotið hér miklar vinsældir, í senn fyrir afburða embættisrekstur sýslumannsins og alúð og drengskap þeirra hjóna utan heimilis þeirra sem innan. 16. júlí í sumar var Torfa Hjartarsyni veitt tollstj óraem- bættið i Reykjavík, eitt umfangsmesta og virðulegasta embætti landsins. Lét hann þessvegna af embætti sínu hér vestra. Enda þótt Isfirðingar í bæn- um og sýslunum báðum hörm- uðu að sjá á bak hinum vin- sæla sýslumanni sínum fylgdu lionum óg fjölskyldu lians hinar hlýjustu óskir um gæfu og gengi í hinu nýja embætti. Ritstjóri Vesturlands heim- sótti þau hjónin á hinu n<’ja heimili þeirra og átti samtal við Torfa Hjartarson og bað hann að greina lítillega frá starfi sinu og kynnum hér vestra. Var 10 ár á Isafirði. Er Oddur Gíslason sýslu- maður andaðist í júlí 1932 var ég settur sýslumaður á Isafirði, segir Torfi Hjartarson. Tók ég við embættinu 1. ágúst og gegndi þvi til aprilloka 1933, en um veturinn hafði Sigurður Eggerz verið veitt það og tók hann við því 1. maí það ár. Vorið 1934 var honum síðan veitt Akureyri og Eyjafjarðar- sýsla. Var ég þá aftur settur í embættið á Isafirði og tók við þvi 1. júní en var skipaður í það 16. júlí um sumarið og gegndi því síðan til 1. okt. s. 1. Hefi ég því dvalið á Isafirði rúm 10 ár. Fyrstu kynni. Hvernig leizt þér umhorfs hér vestra við fyrstu kynni? Daginn, sem ég kom til Isa- fjarðar í fyrsta skipti var sól- skin og sumarbliða, einn hinn fegursti dagur sumarsins. Og þegar á land kom átti ég hver- vetna alúð og vinsemd að mæta, þótt flestir menn væru mér ókunnugir. Má því segja að Vestfirðir hafa heilsað mér vel. Þykir mér nú við lok dvalar minnar vestra, sem koman til Isafjarðar hafi ver- ið réttur fyrirboði um síðari dvöl þar. Hún var mér mjög ánægjuleg allan þennan tíma. Kynntist ég þar fjölmörgu ágætu fólki, bæði í bænum og sýslunum og naut alla tíð mik- illar velvildar og alúðar hér- aðsbúa, scm ég fæ ckki full- þakkað og gerði mér starl' mitt ánægjulegt og rniklu létt- ara en það hel'ði annars orðið. Torfi Hjartarson. Sýslumannsstörfin eru fjöl- breytt. Iivernig féllu þér annars embættisstörfin í fyrstu? Ágætlega. Er ég kom vestur var ég embættisrekstrinum gersamlega ókunnugur og stóð liálfgerður beigur al' að taka við þessu umfangsmikla em- bætti. 'En er ég fór að kynn- ast störfunum Jéllu mér þau vel. Þarna þurfti að vinna mikið og verkin voru svo fjöl- breytt að ekki var hægt að láta sér leiðast þau. Menn gera sér e. t. v. ekki fyllilega grein fyrir því, hve ljölbreytt störl’ sýslumannanna eru yfir- leitt og hve viðskipti þeirra við héraðsbúa eru víðtæk. Svo nokkuð sé nefnt má minnast á þetta: Dómsvald í öllum inálum í undirrétti, svo sem almennum einkamálum, hvers- konar refsimálum, fógetamál- um sjódómaramálum, skipta- málum, barnfaðernismálum o. fl. Þá má og geta giftinga og hjónaskilnaða. Ennfremur lög- regluframkvæmd. Þá er og hverskonar innheimta opin- berra gjalda, sýslustjórn og margskonar afskipti af mál- efnum hreppanna, utanréttar- úrskurðir í ýmsum niálum svo sem sveitfestis- og fátækra- málum, kosningamálum o. fl. Þá hafa sýslumennirnir einnig scm fonnenn yfirskatlanefnda mikil afskipti af skaltamálum í umdæmum sínum. Auk þess- ara o. fl. skyldustarfa, koma fjölda mörg önnur mál, sem menn jafnan leita með til sýslumanna sinna lil álita og leiðbeininga. Má i stuttu máli segja., að varla sé um það til- vik að ræða í lífi og athöfnum liéraðsbúa, sem ekki geti eða þurfi á einhvern hátt að koma til afskipta þessara sýslu- manna. Verður það þessvegna með sanni sagt að líf hérað- anna og athafnir fólksins hrærist í smækkaðri mynd á skrifstolum þeirra og starfs- sviði. Þegar á allt þetta er litið, munu menn skilja að „sýsli“ hefur oft í mörg horn að líta og verður að hlaupa. úr einu í annað og ol t að taka ákvarð- anir án jiess að hafa mikið næði til umhugsunar. Má af því sjá að ekki er óeðlilegt að ýmiskonar glappaskot hendi og fólkið þurfi á því a.ð halda að vera þolii^nótt og geta fyr- irgefið sýsíumanni sínum. Virðast mér Isfirðingar í bæ og sýslum skilja þetta vel og kann ég þeim þakkir fyrir að hafa jafnan fært glappaskot mín á betri veg. Dökkar hliðar. Þá má og minnast þess, að enda þótt starf sýslumannanna sé yfirleitt ánægjulegt á það þó sínar dökku hliðar. Þeir þurfa oft í störfum sínum að ganga nólægt einkalííi manna og hagsnmnum og skyldu sinn- ar vegna að beita hörðum að- ferðum, sem ekki eru cinatt geðfelldar. Það er þó skoðun mín "'á þessum efnum, að hezt fari á því að sýslumennirnir, scm eru i senn, umboðsmenn framkvæmdavaldsins í land- inu, og þjónar fólksins í liér- uðum sínum, beiti v.aldi sinu friðsamlega og sem mannleg- ast, þó með festu verði að vera. Hygg ég það affærasæl- ast að á þessu ríki fullur skiln- ingur bæði bjá yfirvöldum og almenningi, enda þótt oft sé vandratað meðalhóf. Samstarfið í héraði. Hvernig féll þér samstarfið við sýslunefndirnar og aðra forráðamenn liéraðanna ? Sýslufundirnir þóttu mér jafnan mjög ánægjulegir. Samstarfið var þar gott og sýslunefndarmennirnir ræktu störfin með alvöru og áhuga og varð þar naumast vart jjólitísks ágreinings þó menn væru þar af ýmsum flokkum og stundum va’ri slegið í brýnu. Var vinskapur góður með mönnum og olt glatt á hjalla og á ég um það ýmsar skemmtilegar endurminningar. Mér er einnig ánægja að því að á þessum árum, scm mörg voru þó crfið kreppuár, hatn- aði fjárhagur sýslnanna vcru- lega og ýmsum umbólamálum komið fram eða nokkuð á leið, svo sem vegagerðum og samgöngum á sjó. Samstarfið við hreppstjóra og hreppsnefndir var einnig hið ánægj ulegasta. öllum þessum mönnum bið ég þig að flytja kveðju mína með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf. Horft fram á veginn. Hverjum augum lítur þú framtiðina hér vestra? Allan fyrri hluta þess tíma er ég var vestra var þar, eins og víða annarsstaðar, mjög örðugt árferði til lands og sjávar, oft atvinnuskortur og bág afkoma og hjá ýmsum fullkomin örbirgð. tJr þessu hefur nú stórum ræst svo að segja má að afkoma manna sé víða sæmileg og sumstaðar mjög góð. Er vonandi að það haldist þó húast megi við örð- ugleikum. Lífsbaráttan á Vest- l’jörðum er liörð. Nokkuð hef- ur borið á því að fólki hafi fækkað þar í sveitunum og að menn leiti til annara héraða. Ég vil þó líta björtum augum á framtíð Vestfjarða. Þar er mikið af þróttmiklu fólki, sem liefur stælst í harðri lífsbar- áttu og má mikils af þvi vænta. F ramtíðarmöguleikar V est- fjarða eru miklir. Þar eru víða góðar bújarðir og vax- andi ræktun. Vestfirðir liggja við ágæt fiskimið og í Arnarfirði bíða orkumikil fallvötn virkjunar, sem þegar er í undirbúningi og vænta má að innan skamms verði framkvæmd. Ilygg ég það vera glæsilegasta fram- faramál Vestfirðinga. Má segja að upphafsmemi þess hali verið hinir slórhuga og 1 ramsýnu .Sólbakka-bræður þótt þeir liafi verið það á und- an sínum tíma að þeim auðn- aðist ekki að sjá framkvæmd- irnar: — Ef vel er á haldið ættu Islendingar ekki a.ð þurfa að kvíða framtíðinni. Við strendur landsins erú auðug- ustu fiskimið heimsins, óþrjót- andi náma fjölbreyttra fisk- tegunda. Fiskimiðin sjá okk- ur fyrir óþrjótandi hráefni fiskjar og lýsis. Mesl af þessu er nú flutt úr landi lítt eða óunnið. Fiskurinn, feitin og foss- aflið. I framtíðinni mun hagur þjóðarinnar fyrst og fremst byggjast á því að henni takist að hagnýta sem liezt þetta þrcnnt, fiskinn, feitina og fossaflið, láta fossaflið verða lyftistöng fjölhreytts fisk- og feitisiðnaðar. 1 þessum efnum standa Vest- firðingar vel að vígi og ælti a.ð niega vænta þar blómlegs at- vinnulífs og bjarlrar frám- líðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.