Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 5

Vesturland - 24.12.1943, Blaðsíða 5
VESTURLAND 153 Áttræður: Helgi Sigurgeirsson gullsmiOur. lianu varð áttræður 20. þ. m. Allmargir eldri og yngri sam- borgarar, börn og barnabörn lieimsóttu gamla manninn á þessum merkis degi hans. Helgi hefur lengstan tíma hins háá aldur sins dvalið hér á Isaí'irði og er þannig einn af elztu borgurum bæjarins. Árið 1885 fluttist liann liingað á 23. aldurs ári og hefur þannig i samfleytt 58 ár alið hér aldur sinn og síns heimilis. Fáa j afn- aldra mun hann eiga liér er jaí'n lengi hafa átt heirna 1 hænum, eða lengri sögu bæj- arins þekkja og kunna svo vel sem liann af eigin reynd að skilgreina. 1 þeim efnum mætti því um margt af hinum gamla manni fræðast svo vel og hressilega sem hann enn nýtur andlegs og likamlegs at- gervis síns. Hann er skyldurækinn og starfsamur mjög en mun þó fáa daga ársins vanrækja lengri eða skemri gönguí'erð oftast nokkuð út úr bænum áður en hann sezt að daglegu handverki sínu, gullsmiðun- um, er frá unglingsárum hafa verið aðal lífsstarl' hans. Helgi er í'æddur í Mýratungu í Reykliólasveit, sonur hjón- anna Sigurgeirs Sigurðssonar og Bjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu þar búi sinu. Var fað- ir hans af norðlenzkum en móðirin af breiðfirzkum ætt- um. Ólst Helgi upp í foreldra húsum til 18 ára aldurs að hann hóf iðnnám sitt hjá hin- um góðkunna gullsmið Einari Skúlasyni Jjónda á Tannstaða- bakka í Hrútafirði. Lauk hann námi sínu lijá Einari á 3 ár- um en var þó einu ári lengur hjá honum. Þá fluttist hann árið 1885 hingað vestur til lsa- fjarðar og hóf hér sjálfstæða iðn i gullsmíði. Tveimur árum síðar giftist hann' fyrri konu sinni, Sjgur- rós Sveinsdóttur, en húji lézt árið 1905. Ilafði þeim lijónum orðið 6 barna auðið, þrjú þeirra dóu ung en ennþá lifa 3, búsett hér á Isafirði, Þór- arinn smiður, Guðrún og Sig- urrós. Seinni kona Helga var Sesselja Kristj ánsdóttir; gil't- ust þau 1908 og áttu 8 börn en aðeins 2 þeirra lifa enn, bræð- urnir Kristján og Stefán, báð- ir búsettir i Ameríku. Frú Sesselja er fyrir mörgum ár- um látin. Smíðahandiðn Helga varð hans aðal lifsstarf þólt lengi vel fram til séinni ára hai'i hann um sumartímann orðið sér og sínum til lífsframfærir að meta meir að hverfa til ýmsra arðvænlegri starl'a. Má þar til nefna að hann stundaði hér um langt skeið landnóta- síldveiðar. Átti hann þannig hlutdeild i Sildveiðal'élaginu Máf hér á Isafirði og var um skeið i útgerðarstjórn þess og fiskiformaöur á sumrum.Hafði hann einnig áður verið sild- veiðaformaður fyrir verzlun Á. Ásgeirssonar hér í bæn- um. En um aldarfjórðungur mun nú vera umliðinn siðan Helgi hefur varla nokkrum öðrum atvinnustörfum gegnt en smíðavinnunni. Og enn sit- ur liann alla virka daga full- an vinnuthna við smiðaborð sitt og íatast ennþá hvergi að séð verði í hinni löngu al- þekktu snilli sinni í handverk- inu. Má það reyndar furða heita að svo gömlum manni skuli ennþá endast sjón og nákvæmni til svo l'íngerðrar liegurðar sem flest verk lians krefjast og jafnframt að öli- um l'rágangi votta honum. Sá fjöldi fagurra smíðisgripa sem komið liafa úr deiglunni og höndum Helga og þá jafn- framt flestir hlotið skrautverk lians í áletrunum munu vissu- lega margir i góðri endingu víðsvegar meðal ýmsra manna „lengi lofa meistarann“ til góðra endurminninga um list- fengi hans og snilli. Helgi er þannig fyrir löngu orðinn iðn- stétt sinni til varanlegs sóina, auk þess sem hann átti langan og góðan þátt í stjórn félags iðnaðarmanna hér í bænum. En þótt Helgi hafi þannig með mikilli trúmennsku og ielagslyndi lielgað lífsstarfi sínu og forsjón stórs lieimilis mestan hluta starfskrafta sinna, hefur hann þó jafn- framt um ýms önnur góð mál- efni i hvívetna Verið hinn fé- lagslyndasti og traustasti sam- borgari. Jafnlyndi hans, glað- værð og prúðmennska i öll- um viðskiptum og umgengni hal'a jafnan prýtt hann mjög, enda heíur hann lengi notið góðra vinsælda og virðinga samborgara sinna. Vestuijand vill óska, að allt æfikvöld hins glaðlynda öldungs megi end- ast honum sem lengst með sama lifsþrótti og heiðrikju, er ennþá einkennir það. St. S. Undirbúmngur stoinun lýðræðisstjórnar. Þrír stærstu stjórnmála- flokkarnir á Alþingi, Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Sameiningar- flokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn, háfa nýlega kosið 11 manna nel'nd til þess að undirbúa til næsta alþingis stofnun lýðveldisins. Voru eftirgreindir menn kosnir í nefndina. Sj álfstæðismenn: Alþingism. Bjarni Benediktsson, Gísli Sveinsson, ólafur Thors. Framsóknarmenn: Hennann Jónasson alþm., Hihnar Ste- fánsson bankastjóri, Jónas Jónsson alþm. Sósíalistar: Alþingismenn- irnir Áki Jakobsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Einar 01- geirsson. Úr ríkisstjórn: Björn Ólafs- son og Einar Arnórsson. Formaður nefndarinnar er Gísli Sveinsson. I sérstaka framkvæmda- nei'nd hefur nefndin kosið Bjarna Benediktsson, Einar Olgeirsson og Hilmar Stefáns- son. DÁNARFREGN. Jóhannes Stel'ánsson kaup- maður í Reykjavík lézt á Víf- ilsstaðahæli 13. þ. m. 83 ára gamall. Jóhannes var öllum Isfirðing- um að góðu kunnur fyrir margra ára lieimilisvist sina hér í bænum, er hann var verzlunarst j óri fyrir heild- söluverzlun Nathans & Olsen. Atliugasemd. Herra ritstjóri! I greininni „Sjávarútvegs- mál í bænum“ i blaði yðar s.l. laugardag stendur eftirfarandi klau’sa: „Áælluð aflaskifti tveggja 18 tonna og eins 24 tonna báta fyrir tímabilið 1. nóv. til 15. þ. m. eru 1500 til 2000 kr. hásetahlutir. Má segja að miðað við mjög stopular sjógæftir allt thnabilið og mjög ríran afla langt fram í s.l. mán- uð sé þetta mjög góð afkoma, enda telja útgerðir þessara báta nokkurn liagnað i sinn lilut þrátt fyrir nokkuð veiða- færatap“. Með því að greinarhöfundur álti samtal við mig og spurði um aflahluti á bátum h/f. Munins vil ég geta þess,-að ég gaf honum upplýsingar um upphæð aflahluta, en alls ekki að um hagnað á útgerðinni væri að ræða, þvert á móti tók ég það fram, að urn góða þén- ustu gæti verið að ræða fyrir mennina enda þótt að útgerð- in hagnaðist ekki. Isafirði, 22. des. 1943. Ólafuv Guðmundsson. ★ Höfundur ofangreindrar athuga- semdar segist ekki hafa gefið mér upplýsingar um hagnáð á útgerð þeirri er ég átli áður tal við hann um og birti þá eftir honum áœll- aða aflahluti 1500 til 2000 kr. fyrir 114 mánuð. Ég fullyrði þó og lield fast við að ég hafi skilið það rétt í fyrra samtali mínu við hann að útgerðin muni hafa hagnast, þó það sé áætlun eins og aflahlutirnir og það muni síðar við aflaskifti staðfestast. Mér eru þó ljósar nokkrar ástæður útgerðarmanna fyrir að vilja sem minnst láta gjöra úr liagnaði útgerðarinnar, og get því ekki verið að neita þessari athugasemd (). G. um rúm í hlað- inu, ef hann lieldur að hún leið- rétti nokkuð fyrra samtal okkar um fjárhagsafkomu útgerðarinnar á nel'ndu tímahili. Þeir sein lesa í Um heilbrigöismál Inflúenzan er nú komin í bæinn öðru sinni á árinu. Annars má það teljast regla nú orðið, að in- flúenzufaraldur gjósi upp ann- að hvert úr. Inflúenzan er mjög næmur uirus-sjúkdómur, sem nærri allir eru móttækilegir fyrir. Mjög er erl'itt að verjast veikinni, því að auk þess sem menn smitast við snertingu og öndunarúða sj úkra, sérstak- lega við tal eða hósta, má telja víst, að heilbrigðir geti borið veikina. Almennar sóttvarnir eru því lítt framkvæmanlegar nema í afskekktustu héruðum. Þar sem meðgöngutími þessarar næinu veiki er aðeins 1—2 dagar, breiðist hún að líkum mjög liratt út í fjölmenni, nema einhverrar varúðar sé gætt. Helztu varúðarráðstafanir eru þessar: 1. Samkomubann, en það heft- ir auðvitað mjög almennt athafnal'relsi og verður því að takmarkast við brýna nauðsyn. 2. Einangrun fyrsta sjúklings- ins á heimilinu, til þess að allt heimilisfólk veikist ekki samtímis. 3. Að einstaklingar fari ekki á mannamót fgrstu dagana, sem þeir eru veikir til þess að smita ekki aðra. Ef allir stunduðu þetta siðasta boð- orð myndi rnikið draga úr þunga veikinnar og út- breiðslu. Þessi síðast nefnda sóttvarn- arráðstöfun fellur og saman við þá einustu lækningu, sem til er við veikinni, rúmlegu, að minnsta kosti fyrstu 2 dagana, en helzt á nieðah hitavottur er. Það er ekkert til að þykjast af að vera á fótum með hita. In- flúenzan byrjar oft hastarlega með mikilli vanlíðan, höfuð- verk, beinverkjum og sárind- um fyrir brjósti, háum hita og síðan ol't sárum liósta. En far- aldrarnir eru mjög misþungir, en eiga það allir sammerkt að geta skilið eftir vai’anlegar veilur ef ekkert er skeytt um sj úkdóminn. Eins og áður er fram tekið er ekkert meðal til, sem getur læknað sjúkdóminn, aðeins rúmlega getur stytt hann. Þó er hægt að milda einkenni hans með ýmsum meðulum — svo sem anisdropum í heitu sykurvatni, heitri vatnsgufu, kamillute, aspirini o. s. frv. ísafirði, 10. des. 1943. Héraðslæknirinn. siðasta lölublaði Sluituls glósur til Vesturtands og Vigur-frænda ættu að skilja vel þær ástæður er at- liugasemd Ólafs er bvggð á og sennilega upplýsast þær enn betur l>egar efndar verða hótanirnar um frekari ádcilur um þetla síðar í Skutli. st. S.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.