Vesturland

Årgang

Vesturland - 15.02.1947, Side 1

Vesturland - 15.02.1947, Side 1
wm \ íbjsr® a/esu 11 Fmzxrn 8dðBFssœs»s* i mom XXIV. árgangur. | Is afjörður, 15. febr. 1947. 6.—7. tölublað. Fjárhagsáætlun ísafjarðar árið 1947 Hækkun útsvara mun lægri en gera hefði mátt ráð fyrir, með tilliti til vaxandi dýrtíðar. Á bæjarstjórnarfundi síðastliðið miðvikudagskvöld .var við síðari umræðu samþykkt fjárhagsáætlun fyrir Isa- fjarðarkaupstað fyrir árið 1947. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru sem hér segir: Tekjur kr. 2 057 446,00, gjöld kr. 3 940 240,00 og áætluð útsvör því kr. 1 882 794,00. Þess má geta til samanburðar við árið í fyrra, að þá voru tekjur áætlaðar kr. 1 509 100,00, gjöld kr. 3 146 900,00 og útsvör kr. 1 637 800,(5o. Hækkun útsvara frá því í fyrra nemur um kr. 240 þús. og verður það að teljast hófleg hækkun, þegar þess er gætt, að 8% grunnkaupshækkun hefur átt sér stað á ár- inu og reikna verður með vísitölu 320 í stað 290 á síðast- liðnu ári. IJtsvörin hækka ekki að sama skapi, sem dýrtíð- in hefur aukist og launagreiðslur hækkað, auk þess sem þó nýir útgjaldaliðir bætast við fjárhagsáætlunina í ár, svo sem framlag til almannatrygginga og reksturs á Kirkjubólsbúinu. Það er almennt til þess ætl- ast að útsvör geti að mestu haldist óbreytt frá ái'i til árs, enda þótt rekstrarútgjöld l)æj- arfélágsins stóraukist árlega. Sú skoðun gerir jafnvel vart við sig hjá einstaka mönnum, að hægt sé að lækka útsvör um leið og óhjákvæmileg útgjöld bæjarins fara stöðugt vaxandi. Það er að ^ísu óskemmtilegt til þess að vita, að bær og ríki slculi stöðugt þurfa að seilast dýpra og dýpra niður í vasa skattgreiðandans, og væri ó- neitanlega ánægjulegt að geta spyrnt við fæti í þeim efnum. En á meðan útgjöld hins opin- bera fara ört vaxandi, er eng- in sanngirni sem mælir með því, að hægt sé að stilla hinum opinberu gjöldum meira í hóf, en gert er í fjárhagsáætlun þeirri, sem nú hefur verið samþykkt i l)æjarstjórn Isa- fjarðar fyrir árið 1947. Þeir föstu liðir á fjárhagsá- ætluninni, sem einkiun hafa hækkað frá því á síðastliðnu ári eru þessir: Til stjórnar bæjarmálefna er áætlað 23 þús. meira en á siðastliðnu ári, sem að mestu leyti byggist á hækkuðum launum starfsfólks bæjarins, hæði grunnkaupshækkun og hækkun vísitölu. Til fram- fæKslumála eru áætlaðar 60 þús. umfram það, sem áætlað var í fyrra. Upphæð sú, sem áætluð er til framfærslumál- anna að þessu sinni, er þó 13 þús. kr. lægri en það sem fór til þeirra mála á siðastliðnu ári. Til menntamála eru áætl- aðar 76 þús. kr. meira en á síð- asta ári. Aðalorsakir þeirrar hækkunar eru laun bókavarð- ar, en laun hans hafa fram til þessa að mestu verið greidd úr ríkissjóði og verið þá bundin við nafn Guðm. G. Hagalín, og framlag til Húsmæðraskólans, sem hækkar um röskar 11 þús- undir króna. Þá hækkar fram- lag til Barnaskólans um 73 þús., en framlag til Gagn- fræðaskólans lækkar liins veg- ar um 68 þúsundir, vegna. breytinga á fræðslulögunum. Undir þennan lið telst líka rekstur Sundhallar. — Lög- gæzla hækkar um 12 þúsundir. Til heilbrigðismála eru áætlað- ar um 26 þús. meira en á sið- astliðnu ári. En liækkun þess- ara tveggja síðast töldu liða stafar eingöngu af hækkaðri vísitölu og einstaka launa- breytingum. — Til atvinnu- mála eru áætlaðar 287 þús. umfram það, sem áætlað var á síðastliðnu ári. Þær hækkan- ir stafa að langmestu leyti af búrekstri bæjarins og þarf það mál gagngerðrar endurskoð- unar við, ef það á ekki að sliga að fullu þetta bæjarfélag á næstu árum. Væri algjör stefnubreyting í þeim efnum að sjálfsögðu heppilegasta ef ekki eina leiðin út úr þcim ó- göngum. — Til vatnsveitu eru áætlaðar 360 þús., en þar af er lántökuheimild fyrir kr. 350 þús'. — Til eldvarna eru áætl- aðar 20 þús. umfram það, sem áætlað var í fyrra. — Til fast- éigna hækkar um 2 þús. og til götulýsingar um 15 þús., vegna hækkaðs ljósaverðs. — Vextir liækka um 16 þús. og framlag til Byggingars j óðs verka- mannabústaða ilm 39 þús. króna. Þessar gj aldahækkanir nema því alls um 576 þús. króna, eða röskri hálfri miljón. Hins veg- ar hafa tekjuliðir ekki hækk- að nema um 200 þús., en á móti hefur svo einn gjaldalið- urinn lækkað um 74 þús., lýð- trygging og lýðhjálp. Gjöld umfram tekjur nema því um 300 þús. króna meira en á sið- astliðnu ári. Það getur því ekki talizt nein ósköp, þótt útsvör hækki á sama tíma um 240 þúsundir lcróna. Þá hafa verið samþykktar lántökuheimildir til eftirfar- andi framkvæmda: 350 þús. kr. til nýrrar vatns- veitu, 200 þús. kr. til kaupa á logara, 100 þús. kr. til fiskiðju- vers, 100 þús. kr. til opinberra bygginga, 30 þús. kr. til sjó- mannaskóla og 20 þús. kr. til bifreiðakaupa, eða samtals kr. 800 þús. Það, sem erfiðast gerir um vik við samning fjárhagsáætl- unar eru hinir mýmörgu föstu liðir, sem á engan hátt verður gengið fram lijá. Þessir liðir verða þeimmun erfiðari viður- eignar, sem það bæjarfélag er fámennara, er þeir verða að jafnast niður á. Auk þess stendur Isafjörður ver að vígi en flest önnur bæjarfélög að því leyti, að liér virðist á und- anförnum árum hafa verið lögð á það megin áherzla að ofþyngja framleiðslunni, með því að ráðast í kostnaðarsam- ar framkvæmdir, sem hafa í för með sér stórkostlegan reksturskostnað, án þess að auka fi’amleiðslutældn að sama skapi. Þetta er hver heil- vita maður í bænum fyrir löngu farinn að skilja og á meðan verið er að kornast yfir þessa öi'ðugleiká er óhjá- kvæmilegt að bæjai'búar verði að leggja hart að sér. Hins vegar er það hlutverk núver- andi meirihluta bæj arstj óniar- innai', að taka upp algjöra stefnubreytingu í þessum efn- urn strax og þeim frafnkvæmd- , um hefur vexáð lokið, sem skapað hafa þessu bæjax'félagi mestra fjái'hagslegi’a byi’ða á undanföi’num árunx. Það er sannfæi'ing núver- andi nxeii-ihluta í bæj arstj ói'n- inni, að ísfirzkir skattgreiðend- ur taki hinni eðlilegu hækkun útsvaranna að þessu sinni með fullri sanngirni og skilningi, enda hafa fulltrúar nxinni- hlxitans í bæjarstjói-ninni ekki treyst sér til að konxa með frambærilegar tillögur til lækkunar á þeixri fjárhagsá- ætlun, senx meirihlutinn hefur lagt fyrir. Staðreyndirnar tala þar sínu nxáli og eftir öðru verður eklci farið. -------o------- Leiðrétting. 1 greininni „Til fyrirmyndar og eftii’breytni“ í síðasta tölu- blaði hafði misritast föðurnafn Kristjáns klénsnxiðs. Var hann sagður Beixediktssoji í stað Ai’ngrímsson. Þetta leiði’éttist hér nxeð. Ritstj.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.