Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 3

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Umhyggjan fyrir þeim at- vinnulausu í framkvæmd. Nýlega er útrunnin umsóknar- frestur um vélavarðarstarf í raf- stöðinni í Engidal, en því starfi hefur gengt Páll Þórarinsson, vél- stjóri frá Hnífsdal í nokkur ár. Alls bárust sex umsóknir um starfið, þar af þrjár frá ísfirðing- um. Á rafveitustjórnarfundi 27. sept- ember voru umsóknir þessar lagð- ar fram. Rafveitustjóri mælti með Kristjáni Ólafssyni, vélstjóra, ísa- firði og Halldóri Guðbjartssyni, vélstjóra, Reykjavík og taldi þessa tvo umsækjendur koma til greina, því hinir hefðu ekki vél- stjóraréttindi. Formaður rafveitustjórnar, Matthías Bjarnason, lýsti því yfir, að hann teldi Kristján Ólafsson vera vel hæfan til þess að gegna starfinu og hefði hann fengið ná- kvæmar upplýsingar um hæfni hans sem vélstjórá. Kratarnir og komminn lögðu ekki orð í belg. Síðan fór fram atkvæðagreiðsla um umsækjendur, sem fór þannig að Halldór Guðbjartsson var veitt staðan með 4 atkvæðum en Krist- ján Ólafsson fékk 3 atkvæði. Sjálf- stæðismenn kusu Kristján, en kratarnir og kommúnistinn kusu Reykvíkinginn. Erjur á kærleiksheimilinu. Áður en þessi rafveitusfjórnar- fundur fór fram hafa verið haldn- ir margir sellufundir og oft kast- ast í kekki milli elskendanna, krata og kommúnista. Kratarnir kröfðust þess, að komminn kysi Óskar Aðalstein, rithöfund, til þessa starfs, sem var einn um- sækjenda. Hinsvegar litu komm- arnir þannig á, að þennan umsækj- anda skorti algerlega sérþekkingu til að takast starfið á hendur og neituðu bóninni. Lengi vel reyndu kratarnir að vinna ástmey sína með blíðuatlotum, til fylgis við sig, en hún sagðist eiga „sann- færingu" sem hún gengi ekki frá. Rafveitustjórnarfundur var svo boðaður 26. september, en bæjar- stjórinn kom því til leiðar að hon- um var frestað um einn dag. Þessi frestur var svo notaður til frekari ástaratlota. öll stórmenni krataflokksins klæddust bezta skarti sínu (með hvíta rós í hnappagatinu?) og báðu nú elsk- una sína að vera góða og kjósa Óskar, en allt kom fyrir ekki. Ósk- an neitaði algerlega að kjósa Ósk- ar. Urðu kratar þá ókvæða mjög, og brígsluðu henni um að hún væri þeim ótrú. Þetta tók elskan eðli- lega mjög illa upp og mátti um stund ekki tæpara standa að kær- leiksbönd elskendanna hrykkju út í veður og vind. En sem betur fór varð það ekki. Elskendurnir fundu að þau gætu ekki afborið að missa hvort annað, og að lokum sættust þau á að Kristján eða Óskar skyldu hvorugir ráðnir, heldur Reykvíkingurinn. Ekki er Vesturlandi kunnugt, hvað valdið hefur þessum ákafa kratanna, að fyrirbyggja að Krist- ján ólafsson fengi starfið. Þeir virtust alls ófróðir um umsækj- andann sem þeir kusu. Og ef það hefur verið bjargföst trú þessara einstöku „manndóms-“ og „dreng- skapar-“ manna, að Óskar rithöf- undur væri fær til starfsins, þá ef- ast enginn um, að Kristján ólafs- son hafi verið fullkomlega hæfur til þess. Öðru vísi mér áður brá. Fyrir ári síðan var Arinbjörn Clausen ráðinn stöðvarstjóri í Engidal, með 5 atkvæðum, en Sig- ui’ður Pétursson fékk 2 atkvæði. Að kosningu Clausen stóðu Sjálf- stæðismenn og fulltrúi kommún- ista. Sá síðast nefndi kúventi í málinu og flokkur hans tók upp harða baráttu ásamt krötum, að rifta þessari ráðningu. Ofsóknirn- ar gegn Clausen sögðu þeir að væru sprotnar af því, að Clausen hefði ekki verið búsettur á Isafirði þegar honum var veitt staðan. Samt hafði þessi maður dvalið hér mestan hluta ævi sinnar. Svo langt var gengið að komm- arnir slitu bæjarmálasamvinnu við Sjálfstæðismenn á þessu máli, að þeirra eigin sögn. Þá var um- hyggja þeirra fyrir bæjarmönnum ómælanleg. En nú er búsettum fs- firðingi, sem er atvinnulaus með fjögur böm á framfæri, hafnað. Hver skilur þennan vesalings flokk? Skilja höfuðpaurar hans sjálfa sig? Ætla þeir ekki einu sinni að nota aðstööu sína í bæj- arstjórn, þessi rúm tvö ár, sem eftir eru af þeirra pólitízka lífi? Eru þeir algerlega búnir að gefa upp á bátinn flokksmynd sína? Fyrirfinnast nokkrir, sem frek- ar ættu skilið heitið vesælastir allra vesæla? Hvar er nú umhyggja kratanna Jóns Guðjónssonar og Hannibals Valdimarssonar fyrir atvinnulaus- um vélstjóra? Þeirra stefna er, að hæfir menn í þær stöður sem við ráðum, mega ekki vera Isfirðingar, helcTur úr Reykjavík. fsfirzka verkamenn sendum við svo suður á Keflavík- ui’flugvöll. Þetta er viðhorf þess- ara „öðlinga“ til atvinnumálanna í ísafjarðarkaupstað á því herrans ári 1951. Árið 1950 voru þeir fullir „föð- urlegrar" umönnunar fyrir at- SEXTUGUR: Páll Pálsson, hreppstjóri í Þúfum. Páll Pálsson, hreppstjóri, Þúf- um, átti sextugsafmæli 10. þ.m. Páll er fæddur á Prestbakka í Hrútafirði, sonur Páls prests Ól- afssonar, Pálssonar, dómkirkju- prests í Reykjavík og konu hans Arndísar Pétursdóttur, Eggerz frá Akureyjum. Séra Páll fluttist til Vatnsfjarð- ar 1901 og bjó þar myndarbúi um f jórðung aldar og var meðal merk- ustu og vinsælustu manna þess héraðs. Páll Pálsson hefur frá bam- æsku búið í Vatnsfjarðarsveit, fyrst hjá foreldrum sínum, en eft- ir að þau láta af búskap 1925, tekur hann við búinu í Vatnsfirði. Sýndi það sig brátt, að þar var hagsýnn og afkastamikill bóndi á ferð. Eftir lát séra Páls, kemur nýr prestur í Vatsnfjörð, og flytur þá Páll Pálsson bú sitt að Þúfum í Vatnsfjarðarsveit og þar býr hann enn miklu og góðu búi. Jörðin Þúfur hefur í búskapar- tíð hans tekið stórstígum breyting- um. Þar eru góð húsakynni og mikil ræktun lands á þessum ár- um, enda ber jörðin nú stórbú og eru Þúfur með stærstu bújörðum við ísafjarðardjúp. Jafnframt því að vera stórhuga bóndi, hefur Páll lagt mikinn og vinnu bæjarbúa og grétu króka- dílstárum yfir atvinnuleysinu, sem herjað ísafjörð. Hvílikir loddarar! Fyrir réttu ári síðan, 30. sept. 1950, segir Skutull svo orðrétt um ráðningu Arinbjarnar Clausen í embætti rafstöðvarstjóra: „Þannig lýsir sér viðleitni íhalds komma til að útvega bæjarbúum atvinnu. Þeir taka menn frá öðr- um landshlutum úr vellaunuðum stöðum fram yfir a.m.k. jafnfæra Isfirðinga, sem em atvinnuþurfi“. Þann 4. okt. 1950 báru bæjar- fulltrúar krata fram tillögu um brottvikningu Arinbjarnar Claus- ens úr embætti, á þeim grundvelli einum, að liann væri utanbæjar- maður. 1 tillögunni segir meðal annars: „Bæjarstjórn telur það hina mestu óhæfu á slíkum atvinnu- leysistímum, sem nú em hér í bæ, að ráðstafað sé til utanbæjar- manna störfum og stöðum, er bærinn, eða bæjarstofnanir hafa umráð yfir, en gengið fram hjá eins vel hæfum bæjarmönnum, og þannig stuðlað að því að hrekja þá úr bænum“. Þarna eru kratarnir lifandi komnir. En engan undrar er til- þekkir. Kratarnir hafa oft farið heilhring á styttri tíma en ári. Engum kemur á óvart óheillyndi þessara smásála. giftudrjúgan skerf til félagsmála. Hann hefur um 33 ár verið hrepps- nefndaroddviti sveitar sinnar og um langt árabil sýslunefndarmað- ur og hreppstjóri. Hann hefur og um langan tíma verið fulltrúi á búnaðarþingum og gegnt fjölda annara trúnaðar- starfa fyrir hérað sitt og íslenzk- an landbúnað. Páll Pálsson er maöur sístarf- andi og lætur aldrei verk úr hendi sleppa, hann er athugull maður og vinnur öll þau störf, sem hann tekur að sér með stakri kostgæfni. Ég er sannfærður um, að fáir menn hafa víðtækari og meiri þekkingu á sveitarstjómarmálum en Páll, enda hefur hann stjórnað hreppsfélagi sínu af þekkingu og árvekni. Hin fjölmörgu félagsstörf Páls í Þúfum, samfara umfangsmiklum búskap, sanna betur en nokkuð annað dugnað hans og óslökkv- andi vinnusemi. Öll hans mörgu störf eru ávallt í fullkominni reglu og eru rækt af þeirri skyldu- rækni, sem er honum í blóð borin. Páll í Þúfum er gæfumaður, prúður í framkomu, sanngjarn í skoðunum og leggur aldrei stein í götu nokkurs manns. Hann vill leysa allar deilur af góðvild og sanngirni. Þessi góðu skapein- kenni hafa verið Páli ómælanlegt veganesti í gegnum lífið og þau hafa oft gert honum létt að koma fram málum, sem mörgum öði'um hefði reynst ókleift að koma í framkvæmd. Páll er kvæntur Björgu Andrés- dóttur, dugnaðarkonu, sem staðiö hefur við hlið bónda síns og ekki hefur látið sitt eftir liggja í miklu lífsstarfi þeirra beggja. Þau hjón eiga tvö börn á lífi, Ásthildi og Pál, hreppstjóra og bónda að Borg í Miklaholtshreppi. Ég enda svo þessar línur með því að árna Páli og heimili hans allrar blessunar og heilla á ókomn- um árum og vona að lengi enn megi hans njóta í málefnum okkar kæra byggðarlags. M. Bj. -------O------- STÚLKA óskast í vist á gott lieimili í Bolungavik. Þarf helzt að vera vön matreiðslu. Upplýsingar á afgr. Vesturlands Rafmagnseldavél til sölu. Kristján G. Jónasson, Fjarðarstræti 17. WILLYS jeppi smíðaár 1941, yfirbyggður, til sölu. Upplýsingar gefur Þórir Bjarnason, bifreiðastjóri, lsafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.