Vesturland


Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 1
&jsn® afessTFmzoafiH sdfteFssm&œMJWfi XXVIII. árgangur Isafjörður, 29. september 1951 12.—13. tölublað. Sólborg er stærsta skip togaraflotans ísfirðingar fögnuðu hinum nýja togara sínum 29. ágúst s.l. Hinn nýji togari ísfirðinga, Sólborg, kom hingað til Isa- fjarðar 29. ágúst s.l. og lagðist að bæjarbryggjunni kl. 6 síðdegis. Mikill fjöldi bæjarbúa fagnaði komu skipsins af alhug, og voru fánar dregnir að hún um allan bæinn. Þegar Sólborg lagðist að bæjar- bryggjunni kl. 6 e.h. söng Sunnu- kórinn, undir stjórn Jónasar Tóm- assonar, Islands íáni, eftir söng- stjórann. Því næst flutti Matthías Bjarnason, forseti bæjarstjórnar, ávarp og bauð skipið og skipshöfn þess velkomið til Isafjarðar, og árnaði skipstjóra og skipshöfn íslenzka togaraflotans. Að loknu ávarpi hans söng Sunnukórinn í faðmi fjalla blárra, en síðan var almenningi boðið að skoða skipið, og þekktust margir það boð. Um kvöldið bauð stjórn Isfirð- ings h.f., skipshöfn Sólborgar, bæjarstjórn og nokkrum öðrum gestum til kaffidrykkju að Upp- Stærsti togari flotans. Sólborg er áttundi togarinn af þeim tíu togurum, sem ríkisstjórn- in hafði samið um smíði á í Bret- landi, og síðasti eimtogarinn. Lengd skipsins er 183,5 fet, breidd 30 fet og dýpt 16 fet, og er það því 6yz feti lengra en Isborg. Það er 732 brúttósmálestir að stærð, byggt í skipasmíðastöð Alexander Hall & Co. Ltd. í Aberdeen, en sú skipasmíðastöð hefir byggt 10 ný- sköpunartogara fyrir Islendinga eftir stríðið. Sólborg er systurskip togaranna Harðbaks og Júní. . Aðalvél skipsins er 1300 hest- öfl, og hefir það olíugeyma fyrir 235 tonn af brennsluolíu. Auk þess allra heilla í starfi sínu, en að því loknu var hrópað ferfalt húrra fyr- ir Sólborg og skipshöfn hennar. Þá söng Sunnukórinn Faðir andanna en síðan flutti Ásberg Sigurðs- son, framkvæmdastjóri ísfirðings h.f., sem er eigandi skipsins, ávarp og þakkaði hlýjar og alúðlegar móttökur, en hann kom heim með skipinu f rá Bretlandi. Gat hann. þess, að Sólborg væri stærsta skip Togarinn SÓLBORG. sölum. Formaður stjórnar Isfirð- ings h.f., Matthías Bjarnason, stjórnaði og las upp heillaskeyti frá Sigurði Bjarnasyni og Hauk Helgasyni, í hófinu. Flutti hann við það tækifæri stutta ræðu, en auk hans töluðu Ásberg Sigurðs- son og Haraldur Steinþórsson, settur bæjarstjóri. Sungið var á milli ræðanna, og stjórnaði Jónas Tómasson söngnum. eru í skipinu tvær 80 kw. og ein 15 kw. ljósavél. Sólborg fór í reynsluför 22. ágúst, og var gang- hraði skipsins 12 sjómílur, en með alganghraði skipsins er um 12y2 sjómíla. Sólborg er búin öllum fullkomn- ustu öryggistækjum. Tveir dýptar- mælar eru í skipinu, miðunarstöð, radar, rafmagnsvegmælir og full- komnustu loftskeytatæki, m.a. „UM TÓMT MÁL AÐ TALA". Á fundi bæjarstjórnar 11. þ. m. fluttu Sjálfstæðismenn til- lögu um það, að 20—30 mönn- um væri nú þegar bætt við í bæjarvinnuna, til að draga úr atvinnuleysinu í bænum og halda uppi vinnu meðan tíð er góð. Sjálfstæðismenn bentu á verkefni eins og vatnsveituna og fyrirhleðslur til varnar land- broti, sem bæjarstjórn hefur áður gert samþykktir um. Þessari tillögu Sjálfstæðis- manna var illa tekið af verka- lýðsflokkunum, sérstaklega krötunum, sem hrópuðu á at- vinnubótavinnu í vetur og heimtuðu vinnu við grjótnám og vatnsveituna þegar fanna- Iögin voru mest. Bæjarstjóri kratanna, Jón Guðjónsson, lýsti því hátíðlega yfir og án þess aS roðna, ,; að það væri um tómt mál að tala, að halda uppi vinnu á vegum bæjarsjóðs". Þetta óskamfeilna svar bæj- arstjórans féll í góðan jarðveg hjá formanni verkalýðsfélags- ins, Guðmundi Kristjánssyni, sem nú hefur mestan áhuga fyrir því, að flæma verkamenn burt úr bænum suður á Kefla- víkurflugvöll. Taldi hann mál- um vel borgið, ef 20—30 menn fengju atvinnu þar. Sjálfstæðismenn bentu bæjar- stjóranum á, að á f járhagsáætl- un væri 100 þús. kr. til atvinnu- mála, sem ekki hefði verið not- að og í annan stað væri 100 þús. króna lánsheimild til vatns veituframkvæmda, sem heldur ekki hefði verið notfærð, þrátt fyrir upplýsingar hans sjálfs í sumar, að möguleikar væru á að fá lán til þessara hluta hjá Brunabótafélagi Islands. stuttbylgjustöð og stór móttakarí, sem aðeins er í einum öðrum tog- ara. Mannaíbúðir eru allar hinar Framhald á 8. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.