Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. -------------------------— ________________________j Fiskiðjuversmálið. Fiskiðjuversmálið hefir nú verið tekið upp að nýju. Á bæjarráðsfundi 11. þ.m. lagði bæjarstjóri fram símskeyti frá Finni Jónssyni, alþingis- manni. í því skeyti bendir hann á nauðsyn þess, að „bæjarstjóm kjósi tafarlaust nefnd til þess að vinna að því við ríkisstjórnina, að stórt fiskiðjuver verði reist á ísafirði fyrir framlag úr mótvirðissjóði". Bæj- arráð gerði þegar eftirfarandi samþykkt: Bæjarráð leggur til, að bæj- arstjórn kjósi þriggja manna nefnd, er vinni í nafni bæjarstjórnar Isa- fjarðar að útvegun fjármagns úr mótvirðissjóði til byggingar nýtízku fiskiðjuvers á Isafirði. Jafnframt kynni nefndin sér uppdrætti og til- lögur, er fyrir liggja, leiti álits sérfróðra manna og manna með prakt- ska reynslu um tækni, fullkomna hagnýtingu hráefnis, tilhögun húsa- kynna o.fl., og vinni að öllum undirbúningi, svo að framkvæmdir geti hafizt sem fyrst.“ Bæjarstjórn hélt þegar aukafund um málið. Þar var tillaga bæjarráðs samþykkt með samhljóða atkvæðum og voru þessir menn kosnir í nefnd: Matthías Bjarnason, Haraldur Steinþórsson og Birgir Finnsson. Til vara: Ásberg Sigurðsson, Haraldur Guðmundsson og Hannibal Valdi- marsson. Nefnd þessi fór þegar til viðræðna við ríkisstjórnina. Átti hún tal við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og atvinnumálaráðherra. 1 fram- haldi af þeim umræðum reit nefndin ríkisstjórninni bréf, þar sem hún bendir á, að vegna aflabrests hjá vélbátum á þorskveiðum og síldveið- um á siðari árum, hafi atvinnulif Isfirðinga átt mjög erfitt uppdráttar, og hljóti því ísfirðingar að byggja meira á togaraútgerð í framtíðinni, og þakkar hún rikisstjórninni góðan skilning, hvað það snerti, með því að stuðla að fjölgun togara í bænum. Bendir nefndin á, að þessi aukni skipastóll komi ekki að fullu gagni, nema hægt sé að hagnýta mest af afla hans heima fyrir, en mikið skorti á, að því verði við komið. Bygg- ing fiskiðjuvers væri því mjög aðkallandi mál fyrir bæjarfélagið í heild. Eins og nú vær háttað, væri bygging hraðfrystihúss og saltfiskverk- unarstöðvar mest aðkallandi, og yrðu þær framkvæmdir fyrsti áfanginn í byggingu fiskiðjuversins, ef fé fengist til þeirra. Telur nefndin, að fengnu áliti sérfræðings, að til fyrsta áfanga fiskiðjuversins mundi þurfa 6—-8 miljónir króna. Að síðustu bendir nefndin á, að með fram- vindu þessa máls mætti að verulegu leyti koma í veg fyrir fólksflutn- inga úr bænum, og það sé einlæg ósk allra ísfirðinga að hæstvirt ríkis- stjórn sjái sér fært að leggja þessu máli lið. Öllum hugsandi mönnum er fyrir löngu ljós sú staðreynd, að ef reisa ætti efnahags- og atvinnumál bæjarfélagsins úr rústum, þá þyrfti skjótra og raunhæfra ráðstafana við. Þetta var Sjálfstæðismönnum fullljóst, er þeir, ásamt kommúnistum, tóku við stjórn bæjarins 1946. Enda létu þeir það vera sitt fyrsta verk að hefjast handa um undir- búning að byggingu fullkomins fiskiðjuvers, sem þeir töldu að væri mest aðkallandi hagsmunamál ísfirzks atvinnulífs. Þeim var einnig ljóst, að eins og f járhagshorfur voru þá, þá þyrfti samheldni og drengi- lega samvinnu um framgang málsins. Nú er alkunna, að öll þeirra við- leitni strandaði á skilningsleysi kratanna á þessu mesta hagsmunamáli bæjarfélagsins; á ódrengsskap þeirra í samvinnu og fordæmdri niður- rifsstefnu. öll þeirra afstaða til bæjarmála miðaðist við það, að ekkert mætti framkvæma er til framfara horfði, á meðan Sjálfstæðismenn fóru með völd. Eflaust hafa þeir séð nauðsyn þessa máls, en þeir gátu ekki unnt Sjálfstæðismönnum þess að eiga frumkvæðið að því máli, sem þeim bar að hafa hrundið í framkvæmd fyrir löngu síðan, meðan fjármagn var fyrir hendi. Og hvað sýnir svívirðilegri og auðvirðilegri manndóms- og drengskaparleysi en það, að einmitt á meðan nefndin vinnur að fisk- iðjuversmálinu í Reykjavík, þá skuli einn smákratinn læðast inn á skrif- í þr ó ttaþankar. Sumarstarfinu lokið — lþróttalífið dauft — Iþróttavöllurinn er lélegur — Ekkert félagsheimili. Sumarstarfi íþróttafélaganna er lokið að þessu sinni. Mikil deyfð hefir yfirleitt verið yfir öllu íþróttastarfi þetta árið og má segja, að það hafi mótast af um- hverfinu. Þó hafa farið fram ýmis mót hér í sumar og í mörgum þeirra náðst góður árangur. Yfir knattspyrnunni hefur deyfð- in verið mest og er illt til þess að vita, þar sem þetta er sú íþrótt, sem á mestum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa. Vestfjarðamótin hafa ekki farið fram vegna eklu á liðsmönnum. Hafa margir orðið að leita sér atvinnu úr bænum og hefur það haft sín áhrif. 1 handboltanum hefur aftur á móti verið líflegast í sumar og átti Handknattleiksmót Islands í kvennaflokki, sem haldið var hér í sumar, mikinn þátt í því að sú íþrótt var æfð. Vestfjarðamótin hafa farið þannig í handboltanum, að Hörður er Vestfjarðameistari í kvenna- og karlaflokki. 1 kvenna- flokki kepptu aðeins Hörður og Vestri og lauk þeim leik með sigri Harðar 6:4. 1 karlaflokki kepptu þrjú félög: Stefnir, Súgandafirði, Hörður og Vestri. Fóru leikar í þeirri keppni þannig: Hörður vann Vestra 5:4, Stefnir vann Vestra 9:1 og Hörður vann Stefni 5:4. Frjálsíþróttamót hafa verið nokkur í sumar, en þar hefur ver- ið fáliðað eins og í öðrum greinum. Athyglisverður er árangur Guðm- undar Hermannssonar í kúluvarpi. Hefur hann bætt met sitt jafnt og þétt í haust og er nú kominn með kúluna í 14,75. Einnig hafa nokk- ur Vestfjarðamet verið sett í öðr- um greinum. Vestfjarðamótið vann Hörður með 43 stigum, Vestri hlaut 17 stig. Keppni fór tram í sumar milli Ungmennafél- ags Vestfjarða og Frjálsíþrótta- ráðs ísfirðinga. Sigraði Frjáls- íþróttaráðið með 51:37 stigum. Þetta er nú það helzta, sem gerst hefur í íþróttalífinu í sumar í stórum dráttum. En ekki verður því neitað, að íþróttavöllurinn er slæmur og langt frá því að vera sæmilegur. Hann er bæði of lítill og svo vantar allan ofaníburð. Ekkert hefur verið gert til að halda honum við, enda enginn of- aníburður fyrir hendi. Bitnar það mest á knattspyrnunni hve völlur- inn er ófullkominn, því viðbrigðin hafa ætíð verið mikil hjá ísfirzkum knattspyrnumönnum að koma af þessum þrönga velli á venjulega knattspy rnuvelli. ísfirzkir íþróttaleiðtogar hafa lengi haft áhuga fyrir félagsheim- ili í þessum bæ, þar sem íþrótta- starfsemin ætti fastan samastað og gæti byggt upp sína félagsstarf semi. Mikið og langt þóf hefur staðið um kjallarann undir íþrótta- húsinu. Höfðu ýmsir aðilar auga- stað á honum, en nú er svo komið að ákveðið hefur verið, að íþrótta- félögin fái hann til afnota. Einn er þó sá ókostur, að íþróttafull- trúi hefur fyrirskipað að norður- endi kjallarans skuli tekinn undir gufubað, en herbergin sem í upp- hafi voru byggð undir það þykja nú ekki nothæf. Þessi ráðstöfun gerir það að verkum, að salurinn minnkar stórum og plássið notast ekki nærri eins og skyldi. Er nú framundan mikið starf hjá íþrótta félögum þessa bæjar, að taka á- kvarðanir um, hvernig hafa skuli innréttingu þessa kjallara. Hvort félögin eigi að fá hvert fyrir sig herbergi til afnota, eða gera þarna snotran samkomusal með því sem honum tilheyrir, svo hægt sé að hafa smærri skemmtifundi og þá eitt herbergi til fundarhalda fyrir öll félögin. Þetta mál verður eflaust mikið rætt meðal íþróttamanna og von- andi verður sú ákvörðun tekin, sem verður íþróttasamtökunum fyrir beztu. -------0--- Báðskonu vantar mig nú þegar. Sigurður Guðmundsson, bakarameistari, Silfurgötu 11, sími 88. IBÚÐ. Góð íbúð, 3 herbergi og eldhús, óskast til leigu nú í haust. Ólafur Björnsson, loftskeytamaður. stofu Alþýðublaðsins og væna einn nefndarmanna um þjófnað. Skyldi hann hafa hadið að hann væri að vinna þessu bráðnauðsynlega fram- faramáli ísfirðinga heill með slíkri framkomu? Því miður hafði mótvirðissjóði verið ráðstafað að fullu, er nefndin hóf málaleitan við ríkisstjórnina um fjárveitngu úr honum, en um þetta mál mun meira vera rætt í blaðinu, þegar er frekari upplýsingar liggja fyrir um það.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.