Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.09.1951, Síða 7

Vesturland - 29.09.1951, Síða 7
VESTURLAND 7 UTSVARS- gjaldendur athugi, að þeim gefst hér með kostur á að greiða í næstu viku, og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðarmót, það sem á kann að vanta, að þeir hafi staðið í skilum á réttum gjalddögum. Geri þeir það ekki er allt útsvar þeirra fallið í eindaga lögum samkvæmt. Kaupgreiðendur athugi, að þeim er skylt að greiða útsvór starfs- manna sinna á réttum gjalddögum, og eins þótt vanrækt hafi verið að taka útsvarið af kaupi, vinnulaunum eða aflahlut. Kaupgreiðendur eru hér með aðvaraðir um að greiða bæjargjaldkera tafarlaust öll útsvör, sem þeir hafa innheimt hjá verkamönnum, sjó- mönnum og öðrum starfsmönnum. Bæjargjaldkeri tekur við útsvarsgreiðslum. \ lsafirði, 15. september 1951, BÆJABSTJÓRI. TILKYNNING um olíukyndingartæki og notkun þeirra. Bæjarbúar athugi, að óheimilt er að setja upp olíukyndingartæki eða að . taka ný tæki í notkun nema með leyfi Björns Guðmundssonar, slökkviliðsstjóra. ísafirði, 20. september 1951, BÆJARSTJÓRI. Nr. 36/1951. TILKYNNING Fjárhagsráð liefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem liér segir: Heildsöluverð án söluskatts ltr. 4,49 kr. 10,31 Heildsöluverð með söluskatti — 4,80 — 10,62 Smásöluverð án söluskatts — 5,49 — 11,37 Smásöluverð með söluskatti — 5,60 — 11,60 Reykjavík, 16. sept. 1951, VERÐL AGSSKRIF STOF AN. Tilkynnjng frá Bókasafni ísafjarðar. Lestrarsalur Bókasafns ísafjarðar verður opnaður mánudaginn 24. Lestrarsalur Bókasafns Isafjarðar verður opnaður mánudaginn 22. þ.m. kl. 1 e.h„ og verður eftirleiðis opinn sem hér segir: Mánudaga kl. 1—3 og 8—10 e.h. Þriðjudaga kl. 1—3 og 8—10 e.h. Miðvikudaga kl. 1—3 e.h. Fimmtudaga kl. 4—7 e.h. Föstudaga kl. 1—3 og 8—10 e.h. Laugardaga kl. 1—3 og 4—7 e.h. Sunnudaga kl. 1—3 e.h. Salurinn er öllum opinn, sem náð hafa 12 ára aldri og hlýða settum reglum. Börn yngri en 14 ára fá þó ekki aðgang á kvöldin og; á öðrum tímum ganga fullorðnir fyrir. Bannað er að hafa með sér á lestrarsal sundskýlur, handklæði eða annað lauslegt. * BÓKAVÖRÐUR. Nr. 34/1951. Tilkynning Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Án söluskatts Með söluskatti Franskbrauð 500 gr. kr. 2.62 kr. 2.70 Heilhveitibrauð 500 gr. — 2.62 — 2.70 Vínarbrauð pr. stk. — 0.73 — 0.75 Kringlur pr. kg — 7.66 — 7.90 Tvíbökur pr. kg. — 11.64 — 12.00 Séu brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sann- anlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 8. ágúst 1951. Verðlagsskrifstofan. Gagnfræðaskólinn á ísafirði tekur til starfa I. okt. n.k. Unglingar í bænum eru skólaskyldir í I. og II. bekk. Innritun skólaskyldra nemenda fer fram fimmtudaginn 20. september kl. 4 síðdegis. Utanbæjarnemendur ættu að senda umsóknir sínar sem fyrst. Inntökuskilyrði í þriðja bekk er unglingapróf með lág- markseinkunninni 5 — og inntökuskilyrði í 4 bekk gagn- fræðastigsins miðskólapróf með sömu lágmarkseinkunn. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir 20. september. Framhaldsdeild með námsefni I. bekkjar menntaskóla mun starfa við skólann eins og að undanförnu. Inntökuskilyrði í deildina er miðskólapróf með eigi lægri einkunn en 6 í landsprófsgreinum. Þeir, sem ekki hafa innritast ennþá, tali við skólastjóra sem fyrst. ísafirði, 2. september 1951, Hannibal Valdimársson (skólastjóri). Tilkynning Skuldaskilasjóður útvegsmanna hefur falið útibúinu að annast greiðslur á sjóveðskröfum (mannakaupi) vegna skipa þessara félaga: Samvinnufélag Isfirðinga Njörður h.f. Andvari h.f. Hnífsdælingur h.f. Reynir h.f. Víkingur h.f. Skutull h.f. Utborgun er þegar hafin og geta lcröfuhafar, eða þeir er hafa frá þeim fullgild umboð, vitjað peninganna. LANDSBANKI ISLANDS Útibúið á ísafirði.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.