Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 8
VESTURLAND Þegar við göngum niður í bæinn sjáum við fljótlega, að bærinn hef- ur tekið á sig annan svip, það er hinn okkur svo kunni jólasvipur sem bærinn hefir tekið á sig. Skrautlegir verzlnargluggar með leikföngum og ýmsu gimilegu, draga fólkið að sér, þó sérstaklega blessuð bömin, sem ganga frá glugga til glugga. Áhyggjulaus, saklaus og óvitandi um erfiði dagsins, njóta þau undirbúnings jólanna innan um alla umferð og hraða sem fylgir þessu utan húss, og ekki sízt, þegar hátíðin er sett, með því að kveikt er á jólatrénu og þau klædd í sín beztu föt, taka á móti jólagjöfum. Hér getur maður sagt, að um sanna lífshamingju sé að ræða, ef hún er þá nokkursstað- ar til. Blöðin færa okkur margt, sér- staklega um jólin. Skrautleg jóla- blöð em gefin út. Flytja þau jóla- sögur, fallegar myndir, og margt fallegt um hátíðina. En blöðin færa okkur einnig annað, fréttir utan úr heimi, fréttir, sem eiga lítið sameiginlegt við jólin, nefni- lega frásagnir um orustur, styrj- aldir á sjó og landi, hörmungar, sult og kvalir, sem sumir þurfa að líða, einmitt á þeim sama tíma og aðrir halda hina mestu hátíð kristinna manna heilaga. Vafa- laust hafa margir hugsað sem svo, hvemig það sé á vígstöðvunum um jólin? Það hlýtur að vera ró- legt. Kristnir menn geta ekki ver- ið svo grimmir að myrða hvern annan á sjálfan fæðingardag Krists. Því getur aðeins sá svarað, sem hefur sjálfur verið í fremstu víglínu yfir jólahátíðina. Við skulum líta svolítið aftur í tímann. Jólin 1943 lágu hinir dimmu skuggar styrjaldarinnar yfir flestum löndum Evrópu, og sum þeirra blæddu opnum sárum. Æska þessara þjóða stóð á víg- vellinum og barðist hver á móti annarri með mestu vélatækni, sem enn þekkist í nokkurri styrjöld. Mestu orustur í þessari styrjöld vom háðar í austri, í landi sem sumarið er heitt og frjósamt og komið oft meira en mannhæð. En nú var vetur og um 20 stiga frost. Veturinn var sérstaklega harður, já, hann var grimmur. Það var eins og náttúran hefði tekið upp sömu grimmd og mennirnir er þar börðust. Það var líkast því, að mannkynið væri tryllt. Hér mætt- ust tvær stefnur, kommúnismi og nazismi. Hér var aðeins um að ræða líf eða dauða. Áróður og ein- á vígsföðvum. Sönn saga úr stríðinu. Miða fréttaflutningur, var búinn að æsa þessa menn svo upp, að þeir héldu sig hata hver annan. Er leið að jólum varð svo sem ekki mikil breyting, nema hvað veðrið hélt hermönnunum niðri í skotgröfunum, og aðeins framverð- ir stóðu á verði, og áttust lítils- háttar við milli skotgrafa, og auk þess skiptust fallbyssur á kveðj- um við og við. 1 einni skotgröfinni, eða jarðholu, sem hermennimir höfðu grafið út frá skotgröfinni voru átta hermenn. Þeir voru á ýmsum aldri, milli tvítugs og fer- tugs. Þeir lágu þétt saman til þess að halda á sér hita. Þeir voru hor- aðir og þreytulegir að sjá, órakað- ir og óhreinir, sem ekki var að furða því að síðustu 14 dagana höfðu þeir ekki séð vatn nema til drykkjar. Þeir sváfu allir nema einn, ungur ljóshærður piltur. Skegg hans var mjúkt en óhreint, eins og hann reyndar allur. Eftir útliti hans að dæma gæti maður haldið að hann væri rúmlega tví- tugur, en hann var aðeins nítján ára. Þetta ár, sem herinn og víg- línan hafði notið hans, hafði skrif- að sína sögu í andlitið. Hann hafði breytzt og þroskazt, og einnig elzt mikið. Augu hans beindust að ein- um hermannana sem svaf. Aum- J ingja Karl, hugsaði hann, fimm böm átti hann og indæla konu, sem hann talaði oft um. Átta mán- uðir voru liðnir síðan Karl hafði verið í orlofi. Yngsta barn sit.t hafði hann ekki séð ennþá og í dag var aðfangadagskvöld. En hvemig var með hann sjálfan? Tæpt ár var liðið síðan hann var tekinn í herinn, og hann aldrei komist í orlof. Hvernig ætli það sé núna heima? Mamma er vafa- laust búin að skreyta jólatréð og útbúa pakkana eins og venjulega. Ætli hann eigi líka pakka? Jú, mamma gleymir honum ekki þótt hann sé ekki heima. Já, hún elsku mamma hans. Hann hafði ekki kunnað að meta hana fyrr en að hann fór að heiman. Nú fyrst vissi hann hve vænt honum þótti um mömmu sína. í sama augna- bliki berst lágt suð að eyrum þeirra. Hermennirnir rísa upp og nudda augun. Þetta hljóð kannast þeir allir við. Það er vélsleðinn, sem færir þeim matinn og stund- um póst. Þeir heyra, að sleðinn nemur staðar og stormurinn yfir- gnæfir nú aftur öll önnur hljóð. Eftir augnablik byrtist andlit undirforingjans, sem kom með sleðan. Hann var með mikið dökt skegg, þó mun betur hirt en hjá hinum, þar sem hann kom oft bak við víglínuna. Gleðileg jól, drengir, kallaði hann, og tók í hendi hvers er í þessari jarðholu var. Ég kom með matinn, en pósturinn er ekki kom- inn ennþá, en hann hlýtur að koma næstu daga. Hermennirnir tóku blikkílát sín, og fóru fram í skot- gröf til þess að sækja matinn sinn, sem var baunasúpa með fleski í, er þeir tóku úr brúsa sem undir- foringinn hafði borið á bakinu síðasta spölinn frá sleðanum. Einnig var þar annar brúsi með svörtu kaffi, sem var sætt, og að tilefni hátíðarinnar svolítið romm út í. Hermennirnir tóku hver sinn skammt af súpu, og fylltu flöskur sínar af kaffi, skriðu að því loknu aftur inn í jarðholuna. Þar spurði einn hermannanna undirforingj- ann, hvernig ferðin hefði gengið. Hún gekk vel, nema hvað fall- býssuskothríð truflaði leiðina á köflum. Annars hefi ég gleðifréttir fyrir þig Karl, sagði hann og snéri sér að unga ljóshærða manninum. Þú ert næstur með orlofið, og átt að koma með mér aftur fyrir og fara með sjúkralestinni í fyrra- málið, svo að þú munt verða kom- inn heim um nýár. Kurt reis upp frá matnum, honum langaði til þess að kalla húrra, húrra, en í sömu svipan var honum litið á Karl. Gat hann, sem einhleypur maður farið í orlof, meðan hér sat fjölskyldumaður, sem átti mörg börn. Hann hafði ekki einu sinni séð það yngsta. Nei, hann gat það ekki. Iiann var fljótur að ákveða. Hann gat beðið. Nei, sagði hann upphátt, ég get beðið. Mér liggur ekkert á. Karl, þú skalt fara núna, ég fer bara seinna. Karl horfði á hann stórum augum. Ætlar þú virkilega að bíða? Þú, sem ekki hefir komið heim í heilt ár! Jú, jú, sagði Kurt, mér liggur ekkert á. Ég fer eftir nýár. Karl rétti fram hendina og með tárin í aug- unum sagði hann: Kæri vinur, ég þakka sér af heilum hug, og vona að guð launi þér þína rausn. I sömu svipan kom hermaður inn í jarðholuna. Hann var allur snjó- ugur og hafði vafið trefilinn um andlit sér, svo að rétt sást í augu hans fyrir neðan hjálminn. Hann kallaði upphátt: Vagtaskipti! Kúrt er næstur. Kurt sem" hafði sezt, reis á fætur, setti á sig hjálminn, tók riffilinn, kvaddi Karl. Hann bauð honum góða ferð og flýtti sér út í myrkrið, út í óvissuna, því að nú stóð hann vörð milli vina sinna og óvina. Hann varð að vera vel vakandi, og hlusta vel. Ef eitt- hvað skyldi heyrast frá óvinum varð hann að hlaupa til baka og kalla vini sína fram í skotgröfina. Hann starði út í myrkrið, sá ekk- ert, heyrði ekkert nema hljóðið í storminum sem hvein yfir sléttur Rússlands, og fallbyssudrunur í fjarlægð. Karl hvarf einnig út í myrkrið í aðra átt, í áttina heim. Tveim klukkutímum síðar. Kurt var kominn af vaktinni og lagstur til hvíldar, en hann gat ekki sofið. Fallbyssurnar voru farnar að herða á skothríðinni. Fyrst heyrð- ist dimmur kvellur í fjarlægð, er skotið reið af, síðan blístur er fylgdi skotinu, þegar það nálgað- ist og að lokum snöggur kvellur þegar sprengjan splundraðist og hvítir blossar. Hann gat heyrt sprengjubrotin þeysast yfir skotgröfina. Svona gekk það í tæpan klukkutíma síðan beindi óvinurinn fallbyssum sín- um í aðra átt, í leit að nýjum og betri skotmörkum. Allt í einu barst kunnugt hljóð að eyrum þeirra. Þeir risu allir upp sem einn, þetta var vélsleðinn. Hvað var að? Hann átti ekki að koma fyrr en undir morgun. Kurt skreið út í skotgröfina, þar mætti hann undirforingjanum, sem ýtti honum aftur inn í jarðholuna. Vinstri handleggur hans var vaf- inn sárabindum. Það var auðséð að honum leiö illa. Hvað kom fyrir? spurði einn hermanna. Hvar er Karl? Undirforinginn settist nið ur og sagði: Karl, já Karl, hann féll. Við vorum komnir svolítið.á leið, þegar einhver bilun gerði vart við sig, ég gat fljótlega lagað það. Það var aðeins benzínstífla, en er við ætluðum að leggja af stað aft- ur kom skothríðin yfir okkur. Karl dó strax, ég fékk smá skrámu á handlegginn. Og nú er ég kominn til þess að sækja þig kæri Kurt. Kurt varð eins og einhver tæki um hverkar honum, hann gat ekk- ert sagt. Þetta eru örlög og guðs vilji, sagði undirforinginn, því get- um við ekki breytt. Guðs vilji, end urtók Kurt. Hvað hafði Karl sagt áður en hann fór: Guð mun launa þér þína rausn. Guð, var hann nokkurs staðar? Varla hér. Undir- foringinn vakti Kurt upp úr hugs- unum sínum. Kurt komdu, við skulum leggja af stað meðan allt er rólegt. Þeir hurfu út í myrkrið, út í óvissuna, út í líf eða dauða. Og í fjarlægð heyrðust fallbyssu- drunur. E. H.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.