Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1951, Side 10

Vesturland - 24.12.1951, Side 10
VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsöliun, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir)-. — Verð árgangsins krónur 20,00. --------------------- ----------------------—— -----------» Jólin. Jólin eru helgasta hátíð kristinna manna. Mitt í myrkri skammdeg- isins færa þau birtu og yl. Hin logaskæru jólaljós eyða sérhverjum skugga liðinna daga og blinda framtíðina. Jólin taka hug okkar fang- inn og ef til vill eru við þá nær því að lifa, í þess orðs fyllstu merkingu, en nokkurntíma endranær. Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna, og einlæg og hrein gleði þeirra veitir hinum fullorðnu meiri gleði en nokkuð annað. Bömunum hefir alltaf verið eðlilegt að hlakka til jólanna. Sú til- hlökkun, eða jólagleði, hefir ætíð byrjað löngu fyrir jól og orðið sterk ari og innilegri eftir því sem nær dró, unz hún nær hámarki sínu á sjálfri hátíðinni. Þessi gleði nær til fleiri en barnanna. Hún gagntekur einnig hina fullorðnu, og það í svo ríkum mæli, að eigi mun nein fjar- stæða, þótt sagt sé, að um jólin verði allir böm, að á jólunum grípur alla bamsleg gleði. Þá hverfur allur kali og beizkja úr hugum manna. Þá gleymist og hverfur öll óvild til meðbræðra vorra, sem því miður gerir oft á tíðum vart við sig endranær. Þá eru allir reiðubúnir að rétta meðbræðrum sínum hjálparhönd. ★ Jafngömul mannkyninu er þrá þess eftir friði. Á sj^lfri friðarhátíð- inni verður þessi þrá sterkari og krefst meira tillits. Allir menn þrá frið er upphefjist úr myrkviðum styrjalda og ótta. Margir mætir menn hafa látið í ljósi þá skoðun sína, að svo megi verða, En eins og nú horfir, virðist sú spá fjarri sanni. Þjóðir berast á bana- spjót og slíkur er reginmunur á lífsviðhorfi og lífsháttum þjóða heimsins, að mönnum er næst að halda að það bil verði aldrei brúað. Mönnum verður mjög svo skiljanlegt það vægi óvildar og ótta, sem skapast á milli þjóða, sem hafa ólík trúarbrögð og lifnaðarhætti, ef þeir gá að því, hve sterkt slíkt vægi getur orðið milli einstaklinga sama þjóðfélags, sem búa við svipuð lífsskilyrði og hafa sömu trú. Fyrst er við höfum upprætt úr huga okkar óvild til náungans og breytt afstöðu okkar til hans í vináttu og kærleika, þá fyrst er lagður grundvöllur fyrir vinsamleg samskipti þjóða í milli. Megi slíkt verða sem fyrst til eflingar lífshamingju og mannkær- leika hrjáðs mannkyris. ★ Jólin halda kristnir menn hátíðleg til minningar um fæðingu frelsara vors, Jesú Krists. Þá berst hinn fagri og hugljúfi fagnaðarboðskapur til okkar, sem segir: „Verið óhræddir, því að sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, yður er í dag frelsari fæddur“. Megi þessi boðskapur verða okkur til friðþægindar og blessunar í leit okkar að lífshamingju og réttlátum heimi. Takt þú mót þessum jólum með þessi orð skáldsins í huga: „Þótt þú berir hryggð í huga halda skaltu dýrðleg jól. Hann, sem alla harma þekkir, hann, sem lífsins vonir ól lætur falla á leiðir þínar ljós og yl frá kærleikssól. Snúðu þér til hans og haltu helg og dýrðleg þessi jól“. Góður víndill í sögu bæjarins hafði aldrei orð- ið slíkur gauragangur út af morð- máli. Ákærði, Ted Donahue, var heiðarlegur og atorkusamur mað- ur, og allir vissu að hann hafði skotið Mort Layton í sjálfsvöm; en Ted var tiltölulega nýkominn til bæjarins og litið á hann sem ókunnugan, en Layton aftur á móti af áhrifamiklum ættum, svo að bæjarlögmaðurinn leitaðist við að koma Ted í gálgann. — Dómarinn var Harry frændi, eins og við kölluðum hann öll. Við hin ungu tilbáðum gamla dómar- ann, og það var mikill dagur fyrir mig, þegar hann leyfði mér að sitja í tröppunum, sem lágu upp í dóm- arasæti hans. Svo laust var allt í reipunum í réttarsal í þá daga. í ákæruræðu sinni beitti lögmaður- inn allri sinni mælsku. Hann hæddi Ted og nefndi hann utanveltu- besefa, en með hrífandi tilburðum lýsti hann Mort, sem „einum af okkar beztu borgurum“ sláandi dæmi mannkosta og siðgæðis. Hann hafði einmitt talað sig heit- ann, þegar mér varð litið á vindil Harrys frænda. Hann naut hans með auðsærri velliðan, lokaði aug- unum og sogaði reykinn að sér í löngum dráttum. Því meiri vífi- lengjur sem lögmaðurinn við- hafði til að fá kviðdóminn á sitt band, þeim mun rólegri og af- skiptalausari varð dómarinn. Ég varð þess brátt áskynja, að ég starði með nálega sóttkendum æs- ingi á vaxandi öskuna á vindli hans, á hverju augnabliki bjóst ég við að hún myndi detta. — Mér var það brátt fullljóst, að nálega allir hinir áheyrendurnir sátu og einblíndu á vindilöskuna. Kvið- dómendurnir heyrðu ekki orð af því sem lögmaðurinn sagði. Þeir sátu eins og allir hinir og störðu í ofvæni á þennan furðulega vindil. Dómarinn hélt áfram að kófreykja, og öskudröngullinn varð lengri og lengri, rétt eins og hann hefði gert uppreisn gegn þyngdarlögmálinu. Það var aðeins stúfur eftir, þegar lögmaðurinn hafði lokið máli sínu En askan sat kyrr. Kviðdómendurnir voru aðeins tuttugu mínútur úti, og þegar þeir komu inn, var Ted frjáls maður. Þeir höfðu yfirleitt ekkert tillit tekið til röksemda ákæranda. Þá fyrst sló dómarinn öskuna af vindlinum sínum. Hún sáldraðist niður á gólfið, og í ljós kom stál- þráður, sem stungið hafði verið eftir endilöngum vindlinum. í sömu svifum mundi dómarinn eftir því, að ég sat þarna. „Þú sást ekkert, drengur minn, eða hvað?“ „Nei, herra dómari“, svaraði ég, án þess að hafa augun af stálþræð- inum. „Þú ert skynsamur drengur“, sagði hann. „Ég skal segja þér: ákærði var saklaus — en ég þorði ekki að treysta á hina heimsku kviðdómendur. Og ég hefi alltaf haft þá trú, að ég myndi einhvern- tima finna eitthvað sem nota mætti hámálar konunnar minnar við! “ S.H. (Þýtt). O SPAKMÆLI. Bezta ráðið við uppgjöf og í- stöðuleysi, þunglyndi og sljóleika er að leggja sig í líma við að skilja áhyggjur annarra manna og hjálpa þeim til þess að sigrast á þeim. Arnold Bennett. ★ Eitt veit ég: hamingjusamur verður aðeins sá, sem hefir lært að gera öðrum greiða. Albert Schweitzer. ★ Það er nú, sem við eigum að lifa! Byrjaðu strax að lifa og líttu á hvern dag sem heilt líf út af fyr- ir sig. Seneca. ★ Sálfræðingurinn W. M. Marton lagði eftirfarandi spurningu fyrir 3000 einstaklinga: „Fyrir hvað lifið þér lífinu." Sér til skelfingar komst hann að raun um að 94% af þessu fólki eyddi æfinni í að bíða eftir fram- tíðinni. Það beið eftir að eitthvað gerðist, beið þess að börnin yru fullorðin og gætu séð fyrir sér sjálf; beið næsta árs, beið eftir að geta farið í ferðalag, sem það hafði lengi dreymt um; beið eftir því að þessi eða hinn dæi, beiö morgundagsins án þess að gera sér ljóst, að dagurinn í dag er sá eini, sem við höfum tangarhald á, því að gærdagurinn er liðinn og á morgun kemur aldrei. McGraw-Hill. ★ Ef þú — þótt framtíðin virðist ógnþrungin — getur borðað í dag, notið hita og Ijóss sólarinnar í dag, skemmt þér með vinum þín- um í dag, þá gleðstu yfir því og þakkaðu guði þínum. Horfðu ekki til baka á hamingju fyrri daga og láttu þig ekki dreyma um fram- tíðina. Dagurinn í dag er sá eini, sem þú hefir hald á. Láttu hann ekki ganga þér úr greipum. H. W. Bucher.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.