Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 5

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 Aðalfundur Sjálfstæðisfél. ísfirðinga. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Is- firðinga, var haldinn að Uppsölum þriðjudaginn 13. maí s.l. Formaður félagsins, Högni Þórðarson, setti fundinn og flutti skýrslu um fé- lagsstarfið á liðnu starfsári. Hafði félagsstarfið verið mjög fjöibreytt og þróttmikið. Grímur Samúelsson, gjaldkeri, las upp reikninga félagsins, einnig voru lagðir fram reikningar blað- nefndar og húsnefndar. Högni Þórðarson, sem verið hef- ur formaður félagsins s.l. þrjú ár, baðst eindregið undan endurkosn- ingu, og var Albert K. Sanders kosinn formaður í hans stað. Aðrir í stjórn eru: Böðvar Sveinbjörns- son, Grímur Samúelsson, Jón Halldórsson og Sigurður Pálsson. í varastjórn eiga sæti: Júlíus Helgason, Kristján G. Jónasson, Guðjón Jóhannsson og Kristján Tryggvason. í blaðnefnd voru kosnir: Jón Páll Halldórsson, Matthías Bjarnason og Ásberg Sigurðsson. í húsnefnd voru kosn- Albert Karl Sanders. ir: Maríus Helgason, Jón Ö. Bárð- arson og Albert K. Sanders. ^Matthías Bjarnason flutti ræðu um stjórnmáláástandið og síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Að lokum var sýnd kvikmynd. Fjölmenni var mikið á fundinum. r Kammertónleikar á Xsafirði. Strengjakvartett efndi til kamm- ertónleika í Alþýðuhúsinu 18. þ.m. I kvartettinum voi’u: frá Sinfon- íuhljómsveit Islands, Bjöm ólafs- son og Jón Sen, fiðluleikarar, og frá Sinfoníuhljómsveitinni í Bost- on, George Humphrey (viola) og Karl Zeise (sello). Þá lék með kvartettinum Edgar S. Borup á fiðlu ,tvö verk eftir Mozart. Kvartettinn lék verk eftir Beethoven, Schubert og Dvorak. Tónleikum þessum var afar vel tekið og urðu listamennirnir að leika nokkur aukalög. Því miður voru þessir ágætu tónleikar alltof illa sóttir, en óhætt er að fullyrða að þeir sem þá sóttu nutu í ríkum mæli dásamlegrar skemmtunar. Tónleikarnir voru haldnir á veg- um íslenzk- Ameríska félagsins hér og Tónlistarfélags Isafjarðar. I fylgd með tónlistarmönnunum var Th. B. Olson, 1. sendifulltrúi við sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík, og kona hans. Smfoniuhljómsveit íslands fer nm VestfirOi. Sinfoníuhljómsveit íslands efnir til hljómleika á Vestfjörðum. I hljómsveitinni munu leika 32 hljóðfæraleikarar og verða hljóm- leikar sem hér segir: Á Isafirði 1. júlí, Bolungavík 2. júlí, Bíldudal 3. júlí, Þingeyri 5. júlí, Suðureyri 6. júlí síðdegis og Flateyri um kvöldið, og 7. júlí fer hljómsveitin til Patreksfjarðar og leikur þar um kvöldið. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður dr. Páll Isólfsson, en farar- stjóri er Jón Þórarinsson, fram- kvæmdarstjóri Sinfoníuhljómsveit- arinnar. Söngvari verður með hljómsveitinni og hefur heyrzt að það verði Guðmundur Jónsson. Það er ekki að efa að koma Sin- foníuhljómsveitarinnar til Vest- fjarða er öllum Vestfirðingum mikið ánægjuefni. Finnbjorn Hermannsson áttræður. Finnbjörn Hermannsson, fyrrv. verzlunarmaður varð áttræður 20. þ.m. Finnbjörn er fæddur að Læk í Aðalvík og voru foreldrar hans Iiermann Sigurðsson bóndi og kona hans Guðrún Finnbjarnar- dóttir. Finnbjörn réðst ungur í þjón- ustu Ásgeirsverzlunar við útibúið á Hesteyri, en nokkrum árum síðar gerðist hann starfsmaður verzlun- arinnar hér á Isafirði, og starfaði hann hjá fyrirtækinu þar til það var selt, 1. desember 1918, Hinum sameinuðu íslenzku verzlunum. Hann hélt störfum sínum áfram hjá hinum nýju eigendum og var um nokkur ár verzlunarstjóri við útibúið á: Hesteyri, eða þangað til verzlanirnar voru seldar. Síðan vann Finnbjörn almenn skrifstofustörf um margra ára skeið og var lengi meðal annars afgreiðslumaður Vesturlands, en er nú fyrir allöngu hættur störf- um. Finnbjörn hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum í bænum. Hann var í áratugi í söngfélögum bæj- arins, í kirkjukórnum hefur hann verið flest þau ár, sem hann hefur verið hér búsettur. Hann hefur á- vallt verið áhugasamur um þjóð- mál og verið traustur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins og aldrei hlaupið í felur með skoðanir sínar. Finnbjörn Hermannsson er sterkur persónuleiki, heilsteyptur og traustur. Hann lætur lítið yfir Finnbjörn Hermannsson. sér, en persóna hans er á þann veg að eftir honum er hvarvetna tekið. Hann er fulltrúi þeirra gömlu og góðu verzlunarmanna, sem sett hafa svip á bæinn, og nú eru marg- ir fallnir í valinn. Kona Finnbjarnar er Elísabet Jóelsdóttir, og hafa þau hjón eign- ast fimm böm og eru fjögur þeirra á lífi: Margrét, gift Krist- jáni Tryggvasyni klæðskerameist- ara, Sigurður, múrarameistari Jón Hjörtur, prentari, báðir í Reykja- vík, og Árni, fulltrúi fyrir S. H. búsettur í Prag. Finnbjörn ber aldurinn vel og fylgist betur með þjóðmálum en margir aðrir sem yngri eru. Ég sendi honum beztu hamingju- óskir með 80 ára afmælið og óska honum góðs og fagurs ævikvölds. M. Bj. Skólaslit GaonfræOa- skóans. Gagnfræðaskólanum á Isafirði var slitið 20. maí. Skólastjórinn Guðjón Kristins- son flutti skýrslu um störf skólans á liðnum vetri. I skólanum voru alls 165 nem- endur, eða um 30 fleiri en s.l. vet- ur. Prófum var öllum lokið, nema landsprófi miðskóla, en því lauk 30. f.m. Niðurstöður prófa í heild yfir skólann voru sem hér greinir: 4 nemendur voru með ágætis- einkunn. 54 með 1. einkunn. 66 með 2. einkunn. 24 með 3. einkunn. 15 gagnfræðingar brautskráðust. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi upp úr 4. bekk hlaut Guð- mundína Þorláksdóttir, 1. eink- unn: 8,45. Hæstu aðaleinkunn í skólanum fékk Margrét Jóelsdóttir, 1. bók- námsdeild, 9,16. Hæstu einkunn í bóklegum greinum yfir skólann hlaut Bragi Ólafsson, 1. bóknámsdeild, 9,65. Þá voru afhent verðlaun frá skólanum þeim nemendum, er fram úr sköruðu í námi, svo og nemendum fyrir vel unnin trúnað- arstörf. Að lokum afhenti skóla- stjórinn gagnfræðingum skírteini, ávarpaði þá nokkrum kveðjuorð- um og sagði skólanum slitið. ■— Síðan var sungið undir stjórn söngkennarans Ragnars H. Ragn- ar. Orð að sönnu. Jón Pálmason, þingmaður A- Húnvetninga gaf stjómarliðinu það heilræði í eldhúsdagsumræðun- um, að skipta um fjármálaráð- lierra, og sagði að það væri full- reynt að engra bóta er að vænta á meðan Eysteinn Jónsson gegndi því embætti. Jón benti réttilega á að þó að núverandi ríkisstjórn væri slæm, þá gæti hún lagast til mikilla muna ef hún fengi þróttmikinn, fyrir- hyggjusaman og greindan fjár- málaráðlierra í stað þess, sem nú er. Gunnar Thoroddsen sagði \úð þessar sömu umræður: Hygginn verkalýðsleiðtogi úr einum stjórnarflokkanna sagði ný- lega: Aðal efnahagsvandamál þjóð- arinnar er Framsóknarflokkurinn. Þetta er líka all útbreidd skoðun meðal íslenzku þjóðarinnar og ekki óeðlileg. Með þeim einstæðu for- réttindum, sem flokkurinn nýtur, skattfríðindum þess verzlunarfyr- irtækis senv hann byggist á og miskunnarlausri misnotkun flokks- ins á aðstöðunni, er Framsóknar- flokkurinn orðinn eitt mesta vandamál þjóðfélagsins. Sýning á handavinnu og teikn- ingum nemenda var sunnudaginn 18. maí. Var sýningin fjölbreytt og sóttu hana um 1200 gestir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.