Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 3
Séra Tómas Guónmndsson:
Heliji jólatiita.
„Yður cr í dag frelsari fæddur,
sem er Kristur Drottinn, í borg
DavíSsLúk. 2, 11.
Jólahátíðin kemur til mannanna með birtu og yl. Birtu og
yl heimilisgleðinnar og hina innri birtu trúarinnar og kær-
leikans til alls er lifir.
Enginn boðskapur hefur skotið dýpri rótum í hjörtu mann-
kynsins, enginn haft jafn víðtæk áhrif. Og þó finnst okkur
svo oft að áhrifa kristinnar trúar gæti svo lítið. Það er því
miður satt, að í lífi og störfum manna og þjóða virðist oft
* ekki vera rúm fyrir fagnaðarerindi frelsarans, líkt og forðum,
þegar ekki var rúm fyrir hann í gistihúsinu. En ef við lítum
aftur á móti á þær miklu breytingar, sem orðið hafa til hins
betra á allri hjálpar- og líknarstarfsemi, þá sjáum við þar
hvað gleggst áhrifin af kenningu Krists. „Hann, sem gekk
um kring, gjörði gott og græddi alla“, hefur sannarlega opn-
að augu fjölda margra, bæði fyrir því, hve víða er hjálpar
þörf og fyrir gleðinni, sem líknarstörfin veita.
Boðskapur jólanna hefur sérstök áhrif á alla. Það er eins
og slakni á hinum kalda streng hversdagsleikans og hver og
einn verði hið innra með sér mildari, kærleiksríkari og hjálp-
fúsari en venjulega. Undirbúningur jólanna og ánægjan yfir
að hafa glatt einhverja gera líka sitt til að gefa jólahátíðinni
sérstaka helgi. Við finnum, að um leið og kirkjuklukkurnar
hringja á aðfangadagskvöld hefst heilög stund. Og áhrifin, sem
hljómur kirkjuklukknanna hefur á okkur, eru svo sterk, að
eins og ósjálfrátt, knúð af innri þörf göngum við til kirkju,
ef þess er nokkur kostur. Jafnvel þeir, sem aldrei koma í kirkju
á öðrum árstíma, koma í kirkju á jólunum og eiga þar helga
stund, sem þeir vildu ekki missa, þótt mikið væri í boði af
veraldargæðum.
Og vissulega er okkur ekkert dýrmætara, en að eiga sem flest-
ar slíkar helgar stundir. Við finnum öll, hve helgi jólanna er
okkur mikils virði, hve boðskapur Drottins er háleitur og hugg-
unarríkur og hve náð Drottins er mikil. En helga stund í húsi
Drottins getum við átt á hverjum messudegi og oftar, ef við
aðeins notum þau miklu tækifæri, sem okkur eru gefin til and-
legrar uppbyggingar í samfélagi við Hann, sem öllu ræður.
En hvað er það, sem gefur jólahátíðinni svo mikla helgi, að
jafnvel kaldasta steinhjarta hrærist? Það er Jólabarnið. Litla
barnið, sem lagt var í jötuna í‘fjárhúsinu á Betlehemsvöllum
og boðskapur engla Drottins: „yður er í dag frelsari fæddur.“
Ekkert hjarta er svo kalt, að lítið barn fái ekki brætt ísinn
og boðskapurinn dásamlegi gefur nýja von og nýtt líf.
Þama urðu þáttaskil í lífi alls mannkynsins og þessi þátta-
skil lifum við upp aftur og aftur á hverjum jólum. Og minn-
ingar jólanna og þá sérstaklega jólanna á bernskuheimilinu,
geymum við sem helgan gimstein. Við finnum, að náð Drott-
ins er stöðugt yfir okkur. Á helgri jólanótt ríkir friður, gleði og
kærleikur í hjörtum okkar. Við finnum nálægð Jólabarnsins
og í þökk og heitri bæn lofum við nafn þess og syngjum:
Ó, Jesú barn, þú kemur nú í nótt,
og nálægð þína ég í hjarta finn.
Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt,
í kotin jafnt og hallir fer þú inn.
Sem ljós og hlýja í hreysi dimmt og kalt
þitt himneskt orð burt máir skugga og synd.
Þín heilög návist helgar mannlegt allt,
í hverju bami sé ég þína mynd.
(J. J. S.)
CjLkLy fó(!