Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 6

Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 6
6 VESTURLAND Frá höfninni. — Júní 1958. Goðafoss hefur snúið inni og lestar freðfisk við hafnarbakkann. tíma. Aflahæsti báturinn var m.b. Andvari, 38 tonn að stærð. Vél- bátaútgerðin frá staðnum hefur skapað mikla atvinnu hjá Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar h.f. á Geirseyri, sem tekur til vinnslu allan bátafiskinn, en hann er ýmist frystur, saltaður eða hertur. Það frystihús tekur einnig við fiski úr togurunum, eftir því sem við verð- ur komið. Hraðfrystihúsið á Geirseyri, sem var byggt á stríðsárunum, hefur fyrir nokkru verið endurbyggt og stækkað allmikið, en frystigeymsl- ur hússins eru enn of litlar. Um svipað leyti var beinamjölsverk- smiðja fyrstihússins einnig byggð. Hafnargerðin á Patreksfirði er mikið mannvirki. Örugg og góð höfn er eitt hið mikilvægasta fyrir staði, sem byggja alla afkomu sína á úterð og sjósókn. Einu hafnarmannvirk- in, sem til skamms tíma voru á Patreksfirði, voru hafskipabryggja úr tré og lítil steinbryggja að inn- anverðu við Vatneyraroddann. Einnig var áður trébryggja fyrir framan verzlunarhús kaupfélags- ins á Geirseyri, og fyrr á tímum voru bryggjur innar á eyrinni, en þá var mikill atvinnurekstur þar. Almennt er álitið, að hafnir, sem grafnar eru inn í landið, séu öruggari og endingarbetri, en þær, sem myndaðar eru af hafnargörð- um. Að utanverðu á Vatneyrinni var tjöm, sem myndaði eins konar þríhyrning, og við hana rúmgott og slétt athafnasvæði. Ákveðið var að gera höfn úr þessari tjöm og grafa skurð skáhallt út úr henni. Árið 1946 var hafizt handa við framkvæmd verksins, sem að vísu er enn ólokið, en markar á vissan hátt tímamót í sögu staðarins. Þessar framkvæmdir hafa löng- um verið umdeildar, og höfnin hef- ur fengið á sig ýms miður viðeig- andi nöfn. Ýmsir er þeirrar skoð- unar, að heldur hefði átt að byggja höfnina að innanverðu við oddann með görðum, öðrum úr oddanum og hinum einhvers staðar úr Geirs- eyrinni. En við mat á því verða menn að gera sér grein fyrir þeim staðreyndum, sem blasa við í þess- um efnum, með tilliti til kostnaðar, hagkvæmni og framtíðar staðar- ins. Framkvæmdum miðaði bezt á- fram á fyrstu árunum eftir að þær hófust, og á sjómannadaginn 1949 sigldi bátaflotinn með blaktandi fánum inn í höfnina í fyrsta sinn. Árið eftir var höfnin svo tekin í notkun fyrir alvöru. Var þá lokið við að fullgera rennuna inn í tjörn- ina, ramma niður 320 metra langt stálþil og grafa skurð, allbreiða ræmu, upp með því. Nær öll skipa- afgreiðsla fór nú fram í hinni nýju höfn, landanir úr togurunum og afgreiðsla flutninga- og strand- ferðaskipanna. Fyrsta skipið, sem afgreitt var í höfninni, var hol- lenzka kaupfarið Lingerstroom, og nokkrum mánuðum síðar lá Trölla- foss, stærsta skip íslenzka flotans, við hafnarbakkann. Síðan hefur verið grafið út úr höfninni, eftir því sera fjármagn hefur fengist til frekari fram- kvæmda. Seinast var grafið í árs- lok 1956 og fyrri hluta ársins 1957. Var þá innsiglingin breikkuð og grafið það mikið inni í höfninni, að nú geta öll íslenzku skipin snú- ið þar. Var það með öllu óumflý- anlegt, því að 1954 neituðu skipa- félögin algjörlega að láta skip sín koma inn í höfnina, vegna þess hve örðugt væri að athafna sig þar. Var þá notast við gömlu haf- skipabryggjuna, en eftir að fremsti hluti hennar datt niður í fárviðri í ársbyrjun 1957, varð um tíma að afgreiða öll skip úti á firði, svo sem tíðkaðist um aldamótin og á öldinni sem leið. Það geta þannig orðið miklar sveiflur í vinnubrögðum og þjón- ustu, sem byggist á opinberum framkvæmdum, er eiga framgang sinn undir náð hins íslenzka ríkis- valds á ofanverðri 20. öld. Kostnaður hafnarframkvæmda er nú um 9—10 millj. ltr. 1 upphafi varð gerð kostnaðar- áætlun um verkið, og átti heildar- kostnaðurinn að verða 4—5 millj. króna, miðað við þáverandi verð- lag. Allar slíkar áætlanir eru nú staðlausir stafir. Um það hefur verðbólguþróun undanfarinna ára séð. Það kostaði 5 krónur að grafa fyrsta rúmmetrann 1946, en 30 kr. þann síðasta, aðeins 11 árum síð- ar. Kostnaður við höfnina, eins og hún er nú, mun vera orðinn um 9—10 millj. króna. Grafnir hafa verið um 2/3 hlutar af heildar- magninu og álitið er, að það, sem eftir er að grafa, sé fremur auð- velt viðfangs. Er það að nokkru leyti 1 eir, sem mætti grafa á skömmum tíma með stórvirkari tækjum, en hingað til hafa verið notuð. Fyrst var grafið með vél- skóflu og úr uppgreftrinum mynd- að nýtt land í Króknum að innan- verðu við Vatneyrina og akbraut inn með sjónum. Gekk það mjög vel og hefði mátt framkvæma meira af verkinu með þeim hætti. Síðan hefur dýpkunarskipið Grett- ir aðallega grafið út úr höfninni, en afkastageta þess er afar tak- mörkuð. Islendinga vantar stærra og fullkomnara dýpkunarskip, sem er í samræmi við kröfur tím- ans og getur grafið hafnir á skömmum tíma. Nauðsynlegt er að halda þessum framkvæmdum áfram sem fyrst. Grafa þarf meira út, en einnig vantar stálþil hinum megin við rennuna til þess að koma í veg fyrir að hún mjókki og vinna þurfi aftur það verk, sem einu sinni hef- ur verið unnið. Mega þær hafnir, sem enn er ólokið, sízt við því, eins og fjárveitingum til þessara framkvæmda og vinnubrögðum við þær nú er háttað. Bygging skólahúss og fleiri opinberar framkvæmdir. Auk hafnarinnar hafa á undan- fömum árum átt sér stað marg- háttaðar framkvæmdir á Patreks- firði. Nú sem stendur er svo verið að gera stórátak í skólamálunum í kauptúninu. Um miðbik staðar- ins hefur risið af grunni nýtt og glæsilegt skólahús ásamt við- byggðu íþróttahúsi. Verður það eflaust fullnægjandi um langa framtíð, enda byggt af miklum stórhug og framsýni. í hinni nýju byggingu eru 7 stórar kennslu- stofur, íbúð húsvarðar o. fl. Verkið var hafið sumarið 1956, og árið eftir var aðalbyggingin steypt, en íþróttahúsið var steypt í sumar. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að taka skólann í notkun á komandi hausti. Sumarið 1956 var einnig ruddur nýr íþróttavöllur skammt frá skógræktinni í Mikladal. Síðan hafa félagar úr íþróttafélaginu Herði unnið að lágfæringu vallar- ins. Að vísu er enn margt ógert við þennan völl, en með þessari byrjun var bætt úr brýnni þörf og aðstaða til íþróttastarfsemi á Patreksfirði stórlega bætt. Verður þarna án efa hið skemmtilegasta íþróttasvæði í framtíðinni. Eitt af mestu hagsmunamálum Patreksfirðinga og annarra Barð- strendinga og óskadraumur þeirra um langt árabil, var að komast í akvegasamband við þjóðvegakerfi landsins. Þessi óskadraumur náði að rætast fyrir fjórum árum, og með akvegasambandinu skapaðist nýtt og bjartara viðhorf í sam- göngumálum héraðsins. Nutu Barðstrendingar í því máli, sem og öðrum framfaramálum héraðsins, farsællar forustu Gísla Jónssonar, fyrrv. þingmanns kjördæmisins. Allmikil og vaxandi bílaumferð hefur verið um Barðastrandar- sýslu, síðan vegasambandið komst á. Yfir sumarmánuðina voru tekn- ar upp áætlunarferðir frá Reykja- vík vestur á Bíldudal og Patreks- fjörð, fyrst eingöngu með farþega, en síðan hafa vöruflutningar með Hluti af Vatneyrinni. Samkomuhúsið til hægri.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.