Vesturland - 24.12.1958, Blaðsíða 10
10
VESTURLAND
Grummanbátur kemur upp í fjöruna ofan við Bæjarbryggjima.
undir nefinu en ekki stélinu — og
þolir hún því minni halla en
Grummanbátarnir, sem komu upp
í fjöruna til Óla Jakobs, skósmiðs.
Árið 1951 lögðu Loftleiðir inn-
anlandsflugið niður og Katalinur
Flugfélagsins hafa síðan verið ísa-
firði og reyndar fleiri byggðarlög-
um hreinasti bjargvættur. En
þessar flugvélar hafa týnt tölunni
í eigu okkar íslendinga. Flugfélag-
ið á nú aðeins eftir tvær og sjaldn-
ast er nema önnur þeirra gangfær
hverju sinni. Landhelgisgæzlan á
auk þess eina slíka flugvél, eins
og kunnugt er — og hefur hún ær-
inn starfa um þessar mundir.
Viðhald Katalinaubátanna er
mjög frekt. Aðallega er það sjávar-
seltan, sem veldur — svo og barn-
ingur og hristingur, sem þessar
vélar verða oft fyrir í lendingu og
flugtaki á sjó. Hreyflar þeirra eru
sagðir endast helmingi verr en aðr-
ir hreyflar vegna seltunnar, sem
líka tærir aluminiumbúk flugbáts-
ins svo, að oft verður að bæta.
Sem kunnugt er mun Flugfélag-
ið ekki sjá sér fært að endurnýja
þennan sjóflugvélaflota, enda harla
erfitt um vik, því framleiðsla
Katalinabátanna lagðist niður 1946
og engar sjóflugvélar framleiddar,
sem hæft gætu okkur jafn vel. Er
þess vænzt, að endar nái saman:
Flugbrautin á Skipeyri verði full-
gerð, þegar Katalinabátarnir fara
að syngja sitt síðasta. Og þá leysa
Douglasvélarnar Katalinu senni-
lega af hólmi. Þær eru ýfið hrað-
fleygari en Katalína, tveggja
hreyfla og taka 28 manns.
En Isfirðingar munu lengi minn-
ast Katalinu, sem í nær 10 ár hef-
ur verið bænum hið mesta „happa-
skip“. En það munu fleiri minnast
Katalinu. Á meðan orrustan um
Atlantshaf í síðari heimsstyrjöld-
inni verður í minnum höfð mun
Katalina ekki gleymast, þótt sein-
fær og klunnaleg sé. Kafbátsfor-
ingjarnir þýzku, sem lifðu Kata-
linu og stríðið muna hana þó
sennilega bezt þessarar kynslóðar,
því að þessi flugvél, sem ber Is-
firðingum tómata og banana á
sumrin, bar á stríðstímunum hel-
sprengjur, sem urðu mörgum
þýzkum kafbátsmanninum að
bana. Katalina var um skeið sterk-
asta vopn Bandamanna gegn þýzku
kafbátunum.
Framleiðsla Katalinu hófst árið
1934 og hún var eingöngu fram-
leidd fyrir Bandaríkjaher með
strandgæzlustörf og kafbátaveiðar
fyrir augum. Islenzku vélarnar eru
því allar gamlar hervélar. Há-
marksflugtaksþungi Katalinu sem
hervélar var um 16,5 tonn (13,835
tonn, sem farþegavélar) og þá
hafði hún yfir 20 stunda flugþol.
Djúpsprengjur hennar féllu oft í
sjóinn umhverfis skipalestir
Bandamanna og Þjóðverjarnir höt-
uðu hana eins og pestina. Hún var
vel vopnuð. Frammi i nefinu fyrir
framan flugmennina, sat aðal-
skyttan við mikla vélbyssu — það-
an var djúpsprengjuvörpunum
neðan undir vængjunum einnig
stjómað.
Þar, sem nú er inngangurinn í
Katalínur Flugfélagsins voru áð-
ur stórir plasthjálmar, sem hvelfd-
ust út úr báðum hliðum — og sátu
tvær skyttur, sín við hverja vél-
byssuna, sem gat bunað úr sér
6—800 skotum á mínútu. Aftast,
undir stélinu, var lítið gat og út
um það gægðist byssukjaftur. Og
þar aftur í, sem nú er farangurs-
geymsla í FlugfélagsKötunum, lá
fjórða skyttan.
Framleiðsla Katalinu nam mörg-
um þúsundum, en örust var hún á
stríðsárunum. Nú eru örfáar eftir
í notkun, farið er að bera á erfið-
leikum með endumýjun þeirra og
markaðsverð þeirra er sáralítið. í
Bandarikjunum var í sumar hægt
að fá gangfæra Katalínubáta á 8
þús. dollara, en að vísu þurftu þeir
aðgerðar við. Til samanburðar má
geta þess, að ný flugvél af sömu
Prestsfrúin gekk inn í vinnustofu
mannsins síns. Börnin sátu við
skrifborð föður síns. Þá sagði
prestsfrúin við bömin:
„Hvað eruð þið að gera hérna?“
„Það er leyndarmál."
„Hvaða bók er þetta?“
„Þetta er biblían, sem við ætl-
gerð og hin fjögurra sæta sjúkra-
flugvél Björns Pálssonar, er marg-
falt dýrari.
Þeir Katalínubátar, sem enn eru
í notkun, eru sennilega töluvert
innan við hundrað. Bandaríkja-
her hefur örfáa svo og danski her-
inn og sá norski. Til farþegaflutn-
inga eru þeir notaðir af lítt þekt-
um flugfélögum í fjarlægum lönd-
um, einn er í Burma, annar í Col-
umbiu, fjórir í Peru, fimm á For-
mósu og í norðurhéruðum Kanada
hafa þeir eitthvað verið notaðir,
en þó fáir eftir í notkun.
En fáar flugvélar hafa reynzt
jafn öruggar og Katalina. Hún
hefur alla tíð reynzt hinn bezti og
tryggasti farkostur hvort sem
henni hefur verið flogið í óstöð-
ugri og erfiðri vetrarveðráttu
norður á íslandi, suðlægum sól-
skinslöndum, eða í langar og
strangar herferðir út yfir úfið
Atlantshafið á styrjaldarárunum.
Og alveg eins og Manni hætti
einn góðan veðurdag að koma með
Grána gamla og mjólkina í bæinn
um 11 ieytið á morgnana — kemur
Katalina einn góðan veðurdag ekki
lengur. Strákarnir hætta að biðja
um að fá að koma með bátnum
út að „flugvélinni" og Bjössi hætt-
ir að vera „Bjössi á bátnum“,
kannski verður hann bara „Bjössi“
— og báturinn einhver bátur, sem
enginn veit að er til.
um að gefa pabba í afmælisgjöf."
„Hvað eruð þið að skrifa í hana?“
„Við erum að skrifa það sama
og vinir hans pabba skrifa í bæk-
urnar, sem þeir senda honum.“
„Hvað er það?“
„Með beztu kveðjum frá höf-
undi.