Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 1
w ■ á Fnndur Fjórðnnossam-
bands Sjálfstæðismanna
41 á Vestfjorðum verður
að Núpi 22. og 23. ágúst n.k.
Héraðsmót Sjálfstæðismanna
við ísafjarðardjúp
Stjórn Fjórðungssambands Sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum liafði
með bréfi til allra trúnaðarmanna
og fuiltrúaráðsmanna boðað til
fjórðungsfundar að Núpi í Dýra-
firði 8. og 9. ágúst. Af óviðráðan-
legum ástæðum varð að fresta
fundinum til 22. og 23. ágúst.
Fundurinn hefst kl. 16 laugar-
daginn 22. ágúst. Þar munu Sjálf-
stæðisþingmenn á Vestfjörðum
mæta og flytja ávörp. Lögð verða
fram drög að nýjum lögum fyrir
sambandið. Bædd verða héraðsmál
Vestfirðinga og umræður um
haustkosningarnar og framboð
Sjálfstæðismanna í Vestfjarða-
kjördæmi. Þá fer fram stjórnar-
kosning samkvæmt nýjurn lögum
sambandsins.
Ef 'fundinum verður ekki lokið
á laugardagskvöld verður honum
Kastaö Ar glerhúsi
„Þegar því gætnir og velviljað-
ir kjósendur eru að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn, geta þeir með því
verið að lyfta foringjum kommún-
ista í mestu tignarstöður þjóðfé-
lagsins . . . . “
Hvaðan kemur þessi klausa?
Hún kemur úr síðasta tölublaði
Isfirðings, blaðs Framsóknar-
flokksins á Isafirði. Ætli ritstjór-
inn hafi gleymt því að hann og
sálufélagar hans búa í glerhúsi og
þeim sem búa í slíkum húsakynn-
um ættu sízt að kasta grjóti að
öðrum.
Það var Framsóknarflokkurinn
sem leiddi kommúnista með sér í
ríkisstjórn Islands 1956 og gaf
þeim „mestu tignarstöðu þjóðfé-
lagsins.“
Það er Framsóknarflokkurinn
sem nú biðlar í ákafa til kommún-
ista í nýtt samstarf.
Það er Framsóknarflokkurinn
og ritstjóri Isfirðings sem liggja í
sömu sæng og kommúnistar í bæj-
armálum lsaf jarðar, og virðast una
sér vel.
fram haldið á sunnudagsmorgun.
Kl. 16 á sunnudag liefst samkoma.
Þar verða fluttar tvær ræður og
síðan munu listamcnn skemmta,
og að því loknu verður dansað.
Fundarmenn munu geta fengið
gistingu að Núpi og þar verða veit-
ingar seldar.
Þess ér vænzt að trúnað-
armenn og fulltrúaráðs-
menn Sjálfstæðisflokksins á
Vestíjörðum sæki vel fjórð-
ungssambandsfundinn og
Sjálfstæðisfólk fjölmenni á
mótið á Núpi.
Hið árlega héraðsmót Sjálfstæðis-
manna við ísafjarðardjúp var
haldið í Reykjanesi sunnudaginn
26. júlí s.l. Félag ungra Sjálfstæð-
ismanna í Djúpinu sá um undir-
búning mótsins að vandá. Mót
þetta var eitt hið fjölmennasta,
sem haldið hefur verið í Reykja-
nesi, og sótti það fjöldi fólks
hvaðanæva af Vestfjörðum.
Baldur Bjarnason í Vigur, for-
maður félags ungra Sjálfstæðis-
manna við ísafjarðardjúp, setti
mótið og stjómaði því.
Ræður fluttu alþingismennirnir
Sigurður Bjarnason frá Vigur og
Gísli Jónsson. Ræddu þeir einkum
hagsmunamál Vestfirðinga og
stjómmálaviðhorfið almennt.
Skemmtiatriði önnuðust leikar-
arnir Bessi Bjarnason, Steindór
Hjörleifsson og Knútur Magnús-
son. Að lokum var stiginn dans
fram eftir kvöldi og lék hljóm-
sveit frá ísafirði fyrir dansi.
Þykir þetta eitt glæsilegasta
héraðsmót Sjálfstæðismanna við
ísafjarðardjúp og ber vott traustu
fylgi Sjálfstæðisflokksins í hérað-
inu.
Veður var hið fegursta og vom
mótsgestir mjög ánægðir með mót-
ið og aðbúnað allan í Reykjanesi.
-----o----
Hvers vegna er ekki
lagOnr vepr
nm fiilsfjörö?
í sunnanverðum Gilsfirði er
nokkur spotti, sem gleymst hefur
að leggja veg eftir. Um Gilsfjörð
liggur þjóðvegurinn til Vestfjarða
og þar er mikil umferð. En sunn-
anvert við fjörðinn er spotti, sem
aldrei hefur verið hirt um að
leggja veg eftir, og liggur leiðin í
fjöru fram. Þegar hátt er í sjó
verður leið þessi torfær og um
stórstraumsflæðar ófær með öllu.
Sunnudagskvöldið 19. júlí var
svo hátt í sjó á þjóðleiðinni um
Gilsfjörð að bifreiðir komust ekki
leiðar sinnar. Níu bifreiðir þurftu
að bíða eftir útfalli allt upp í tvo
klukkutíma og keyrðu þó á eins
til tveggja feta dýpi.
Það er komið hátt á annan ára-
tug síðan vegur kom um Barða-
strönd og að Isafjarðardjúpi, en
þessi litli kafli í Gilsfirði er ennþá
vegarlaus. Á sama tíma sér maður
víða um land allt að þrenna vegi
um sama dalinn frá því að farið
var að leggja bílvegi.
Háttur þessi er óþolandi og ó-
líðandi lengur. Það er lágmarks-
krafa að aðalþjóðvegur til Vest-
fjarða sé lagður á þurru landi, og
bifreiðir og gangandi séu ekki
lengur leiddir í sjó fram.
----o----
Hraðfrystihúsin. á Vestfjöröura framleiddn
á s.I. ári 9508 tonn af flskflöknm.
Á s.l. ári var framleiðsla hi'aðfrystihúsanna á ísa-
firði, Isafjarðarsýslum og Barðastrandarsýslu, sem
eru innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem
hér segir:
Hraðfrystihúsið Bíldudal .............. 268,3 tn.
Hraðfrystihús Kaupfél. Dýrfirðinga .. 307,5 —
íshúsfélag Isfirðinga h.f., Isafirði.. 932,0 —
Kaldbakur h.f., Patreksfirði........... 1625,5 —
ísver h.f., Suðureyri.................. 602,4 —
íshúsfélag Bolungavíkur h.f., Bolungav. 852,6 —
ísfirðingur h.f., Isafirði............. 1688,8 —
Hraðfrystihúsið h.f., Hnífsdal ........ 664,0 —
Frosti h.f., Súðavík................... 298,3 —
Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f., Isaf. 680,9 —
tsfell h.f., Flateyri.................. 1588,2 —
Samtals 9508,5 tn.
Af heildarframleiðslu frystihúsa S. H. er fram-
leiðsla Vestfjarðahúsanna um 13,3%, Norðurland
er með 10,67%, Austurland 3,11%, Breiðafjörður
4,21%, Akranes 6,3%, Reykjavík, Hafnarfjörður
og Árnessýsla 32,97%, Suðurnes 15,75% og Yest-
mannaeyjar 13,69%.