Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 6

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND Isafjörður 13. ágúst 1959 75 ára: r Hannes Olason, Hnífsdal Hannes ólason, verkamaður í Hnífsdal, átti 75 ára afmæli 24. júlí s.i. Hannes hefur lengst af átt heima í Hnífsdal. Kona hans er Valgerður Björns- dóttir og eiga þau hjón 15 böm á lífi — tólf dætur og þrjá syni. Hannes Ólason var mikill dugn- aðarmaður til allrar vinnu, prúð- ur, skyldurækinn og góður vinnu- félagi. Ég, sem þessar línur skrifa, var vinnufélagi hans í nokkur sumur fyrir mörgum árum. Ég minnist hans sem góðs vinnufélaga og vin- ar, sem kom sérstaklega vel fram við okkur unglingana, sem þá voru, og sýndi okkur ávallt hlýju og skilning, á hverju' sem gekk. Þá var oft gaman að vera til, en oft var erfitt og vosbúðasamt í tjöldum og við vinnu, en þrátt fyrir það eru margar góðar minn- ingar tengdar þessum tímum. Hannes Ólason er einn þeirra fjölmörgu verkamanna, sem oft átti við rýran kost að búa og hafði fyrir mjög stóru heimili að sjá, en með elju og vinnusemi, hógværð og nýtni tókst honum að ryðja sér brautina fram. Nú er hann 75 ára, slitinn af vinnu og heilsan mjög farin að bila, en hann hefur stýrt heilu í höfn og komið upp stórum barnahóp með dugn- aði og þrautseigju. Það er honum mikil gæfa að samstarfsmenn hans á löngum starfsdegi bera allir til hans hlýj- an hug, og það segir að þar sem hann fer, fer góður og gegn mað- ur. Ég sendi honum, konu hans og börnum beztu heillaóskir í tilefni afmælisins og óska honum fagurs ævikvölds og þakka honum góð kynni og ánægjulega samveru löngu liðinna ára. M. Bj. ----o---- Hermann Guðmundsson 75 ára. Hermann Guðmundsson, verka- maður, Fjarðarstræti 18 hér í bæ, átti 75 ára afmæli í gær. Hermann hefur verið hér bú- settur í fjöldamörg ár og unnið alla algenga verkamannavinnu. Hann er vandaður maður og vel- látinn. Kona hans er Guðmunda Kristjánsdóttir. * * * Samband vestfirzkra kvenna 29. fundur Sambands vestfirzkra kvenna, var haldinn á Flateyri dagana 4. og 5. júlí s.l. Mættir voru 25 fulltrúar auk stjórnar, frá 13 félögum. Skýrslur frá þessum félögum bera með sér, að kvenfélögin hvert á sínum stað, bera hag síns byggð- arlags fyrir brjósti, einnig ber mikið á líknar- og mannúðarmál- um. Sum félögin hafa látið sig varða uppeldismál og önnur menn- ingarmál, sum gefið til sjúkrahúsa og sum til elliheimila, önnur til barnaleikvalla o. fl. Saumanám- FjórðnngsJiinQ Vest- firðlnga Ákveðið er að halda f jórðungsþing Vestfirðinga að þessu sinni hér á Isafirði, og verður það 5. septem- ber n.k. Fjórðungsráð Vestfirðinga var stofnað hér á Isafirði fyrir tíu árum og hefur haldið þing sín annað hvort ár, oftast í Bjarkar- lundi. Alþingismönnum Vestf jarða hef- ur verið boðið að sitja þingið eins og venja er. skeið hafa verið haldin, einnig matreiðslunámskeið, einnig hafa sum félögin unnið að garðrækt og vefnaði. Sum eru að koma upp fé- lagsheimilum ásamt öðrum félög- um. Kosin var nefnd er athuga skal orlofsmál húsmæðra. Samþykkt var að halda í haust á Isafirði námskeið fyrir handa- vinnukennara á barna- og ungl- ingastigum. Gestir fundarins voru: frú Aðal- björg Sigurðardóttir fyrir hönd Kvenfélagasambands Islands, og frú Sigríður J. Magnússon fyrir hönd Kvenréttindafélags íslands, og fluttu þær báðar ýtarleg erindi hvor fyrir sitt samband. Að fundarstörfum loknum, bauð kvenfélagið ,,Brynja“ á Flateyri í skemmtiferð um önundarfjörðinn og hlýddu konur messu í Holti hjá séra Jóni Ólafssyni. Um kvöldið var setið við veizlu- borð í góðum fagnaði. Stjórn sambandsins skipa nú: frú Sigríður Guðmundsdóttir, for- maður, ísafirði, frú Unnur Gísla- dóttir ,ritari, ísafirði, frú Elísabet Hjaltadóttir, gjaldkeri, Bolunga- vík. o o o Páll Hannesson Bíldudal fimmtugur Páll Hannesson, skipaafgreiðslu- maður á Bíldudal, átti fimmtugs- afmæli 29. júlí s.l. Páll er sonur hjónanna Sigríðar Pálsdóttur frá Vatnsfirði og Hann- esar B. Stephensen frá Reykhól- um. Páll hefur lengst af átt heima á Bíldudal, unnið þar við verzlunar- störf og haft á hendi margvísleg störf og stjórn á fyrirtækjum þar á staðnum. Hann átti um langt skeið sæti í hreppsnefnd Suður- fjarðahrepps og hefur gegnt mörg- um trúnaðarstörfum fyrir hrepps- félag sitt. Kona hans er Bára Kristjáns- dóttir. ★ aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiidiiiiiiiiiiiiiiiiniiii Litabækur Lísubækur Myndabækur J Ó \ A A A li T Ó M A S S O IM AK .lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillilllllll Eldur í frystihúsinu i Boluugavik Aðfararnótt miðvikudagsins 22. júlí s.l. kom upp eldur í hrað- frystihúsinu í Bolungavík. Eldur- inn kom upp í rishæð hússins þar sem umbúðageymsla hússins er. Slökkvilið staðarins kom fljót- lega á vettvang og ennfremur slökkvilið Isafjarðar, sem kallað var til hjálpar. Slökkvistarfið gekk fremur greiðlega og mun eldurinn hafa verið slökktur um kl. 6 um morguninn, en bans varð vart kl. 2 um nóttina. Tjón af eldsvoðanum varð tals- vert. Eldsupptök eru ókunn. ★ Vfgsla fþróttabaliar i Hrúarskeldu Stjórn íþróttahallarinnar í Hró- arskeldu, sem er vinabær ísafjarð- ar í Danmörku, bauð tveimur full- trúum frá ísaf jarðarbæ og tveimur frá íþróttahreyfingunni að vera við vígslu íþróttahallarinnar þar, sem fram fór 1. þ.m. Gísli Kristjánsson, sundhallar- stjóri, sem staddur var í Dan- mörku, mætti fyrir bæjarins hönd við vígsluna og Magnús Aspelund fyrir hönd Iþróttabandalags Isfirð- inga. ísafjarðarbær sendi áletraðan silfurbikar að gjöf til íþróttahall- arinnar í Hróarskeldu. ★ Landshappdrætti Sjálfstæðisflobksins Þeir meðlimir fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Isafirði, sem hafa fengið til sölu happdrættismiða í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokks- ins eru beðnir að gera skil hið fyrsta á skrifstofu flokksins að Upp- sölum. Sími skrifstofunnar er 232. — Sjálfstæðisfólkt eflið Sjálf- stæðisflokkinn og kaupið miða í glæsilegasta happdrætti ársins, sem býður upp á 20 glæsilega vinninga. Stærsti vinningurinn er Bambler station bifreið model 1959.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.